nýja pikkup línan ...

"Hvað, af hverju ferðu" sagði ungi maðurinn um leið og ég stóð upp skellihlæjandi og labbaði í burtu frá borðinu þar sem við höfuð setið og spjallað eftir nokkra snúninga á dansgólfinu.

Hann hafði dregið mig af dansgólfinu þar sem hávaðinn var svo mikill því hann vildi endilega eitthvað tjá sig við mig.   Besta mál, nema hvað hann byrjaði á að panta sér koss Blush    Mér fannst þetta hálf sérkennilegt, neitaði honum um kossinn en ákvað að gefa honum smá viðbótar séns á spjalli alveg þangað til bað aftur um koss og varð hálf reiður þegar hann fékk aftur neitun og sagði ..... "en þú ert hlussa"

Strákar mínir, þetta er ekki pikkup lína sem virkar á dömurnar W00t

 


einkasöngurinn ...

Ekki það að ég hafi ekki 100 sögur frá að segja eftir þessa pásu á blogginu mínu, en ég verð bara að segja frá hluta af þessu frábæra kvöldi sem ég átti í gær.

Fór í árlega grillveislu kjaftaklúbbsins í gærkvöldi þar sem við vinkonurnar 8 hittumst og makar þeirra sem þá eiga með.
Það var mikið eldað, mikið borðað, mikið drukkið, mikið talað, mikið faðmast, mikið trúnóast og mikið dansað.

Segi kannski betur frá þessu síðar, en ég bara verð að segja að þegar ég kom niður í bæ þá hitti ég mann inni á skemmtistað sem er "heimsfrægur á Íslandi" og gott ef ekki þekktur utan klakans líka.
Þessi maður er frægur fyrir sönghæfileika sína og engum öðrum en mér dettur í hug að panta óskalag við barinn og fæ það sungið fyrir mig.

Hann toppaði næstum því Andrea Bocceli þar sem hann söng Amapola - læt Bocceli fylgja hér með ...


að vera eða ekki vera bloggari ....

Er að tapa mér í djamminu og hef svo ekki orku í neitt alla virku dagana svo það kemur ekki lengur blogg frá mér

Kannski er bara kominn tími á að hætta að djamma, eða djamma áfram og hætta að blogga ....

ó já sei sei

Rosalega er sorglegt að vera komin til vinnu aftur Blush

Mætti seint, fór snemma og gerði lítið .... enda held ég að það taki fólk allaf smá tíma að keyra sig upp aftur í vinnuna, sérstaklega þegar vitað hefur verið meiri hluta frísins að ég sé komin með launin aftur um óákveðinn tíma svo bilunin í vinnunni minnkar ekkert í bráð.

En í skemmtilegri hluta þá var stjúpan hjá mér í gærkvöldi og aftur í dag svo það er bara lært heima, eldað og spjallað.   Fínt að fá snefil af fjölskyldulífi svona inn á milli.
Okkur stjúpmæðgum gengur ágætlega að læra saman, en held samt að henni finnist ég full fljótt þreytt á að segja sama hlutinn svo ég verð að taka ofan fyrir kennurum að geta alla daga leiðbeint börnum.   Átti þetta ekki einmitt að vera starf fyrir Meyjuna  hehehe
En danskan bíður - stjúpan ætlar að leyfa mér að læra hana upp á nýtt Grin


algjörlega ómissandi ...

Jæja þar kom að því að staðfesting fékkst á því sem ég hef alltaf vitað ..... ég er ómissandi í starfi Tounge

Fékk að mæta í vinnuna eftir tæpar 2 vikur í sumarfríi því þá hafði nýi launafulltrúinn verið fluttur fárveikur á bráðamóttökuna og fær víst ekki að fara heim fyrr en eftir nokkra vikna dvöl undir eftirliti lækna og hjúkrunarfólks.

Vika 3 í sumarfríinu hefur því verið dálítið sérstök þar sem önnur löppin er búin að vera í vinnunni, hálft fyrirtækið búið að hringja í mig með fyrirspurnir og ég þess á milli að ferma bílana mína niður í vinnu til að láta þrífa þá fyrir mig (þvo gamla fyrir sölu og merkilegt að þessi nýi skítist út við akstur)

Ég sem ætlaði að láta alla sakna mín svo mikið í fríinu, en nú tekur bara enginn eftir því að ég er fjarverandi ....


grái fiðringurinn minn ...

Ég hefði ekki trúað því að ég ætti eftir að játa þetta upp á mig en kannski ég bara þjáist af gráa fiðringnum.
Já ... núna um helgina er ég búin að daðra við 2 menn, annan 8 árum yngri en ég og hinn 10 árum og 10 dögum yngri en ég.  Geri aðrar betur (svona fyrir utan Demi vinkonu).

Skrapp út að halda upp á að eitt ár enn er skollið á mig og hitti annan þeirra (10 árunum yngri) einu sinni enn.  Tæp 2 ár síðan ég hitti hann fyrst og þá reyndar gaf sameiginlegur vinur okkar mér hann og ég mátti gera hvað sem ég vildi við hann .... var þó svo pen að prufa bara aðeins að kyssa hann og lét mig svo hverfa.  
Í gærkvöldi fór hann að tala um kossinn og hélt því fram að hann hefði hugsað til hans reglulega á þessum mánuðum og vildi sjá hvort það væri ennþá jafn gott að kyssa mig (sem það auðvitað er).
Hitti hann svo aftur aðeins í dag hjá sameiginlega vininum okkar og fékk þá að vita að ég væri ekkert of gömul fyrir hann, með ótrúlega falleg augu, kyssilegan munn og bara falleg í alla staði.

Hinn hitti ég í bænum einu sinni enn síðustu helgi og gaf honum loksins númerið mitt og er búin að fá endalaus tilboð frá honum um helgina þar sem tillögur af afmælisfagnaði hafa verið taldar upp.

Ekki leiðinlegt að enda helgina á þessum nótum ....


rólega kvöldið mitt

Eftir djammið með einhleypu stelpunum var ég svosem ekkert að springa úr heilsu svo ég ákvað að eiga bara rólegt laugardagskvöld upp í sófa, undir teppi með góða spólu í tækinu (ekki er víst treystandi á sjónvarpsstöðvarnar um helgar).

Rétt um kl 21 hringdi síminn og þá voru það vinnufélagar á leiðinni í partý að spyrja hvort ég kæmi ekki með .... "nei takk, held ég verði bara róleg í kvöld" var svarið mitt.

Um kl 21:30 hringdi aftur síminn og þá voru það 2 erlendir vinnufélagar í vanda ... allt áfengið búið hjá þeim, hvort ég ætti einhvern bjór sem þeir gætu keypt af mér.  
Ég hélt það nú svo þeir bara mættu yfir og ákváðu að það væri meira gaman að drekka heima hjá mér en sér.  Þetta endaði náttúrulega með því að ég fékk mér einn öl svona þeim til samlætis og svo var spjallað og eitthvað skálað í nokkurn tíma.

Um kl 22:30 hringir síminn enn ... aftur vinnufélagi ...  sú var að koma úr smá samkvæmi en var ekki alveg tilbúin til að fara heim að sofa svo það var ákveðið að hún bara kíkti við okkur til samlætis.
Þegar hún kom þá var ölvunin orðin aðeins meiri en í upphafi svo það var byrjað að dansa í litlu íbúðinni minni sem leyfir nú ekki marga á gólfinu í einu, en strákarnir stóðu sig vel og duttu bara örsjaldan á hillusamstæðuna mína en ég ákvað þó að setja myndir og styttur á hliðina svo ekkert myndi skemmast.

Rétt fyrir miðnættið hringir síminn enn og þá er það hitt partýið í beinni að tékka hvernig sófakvöldið mitt sé og hvort ég vilji örugglega ekki fá mér einn öl með þeim.
Þau náttúrulega heyra alveg að hér er samkvæmi svo þau skella sér í taxa og æða hingað yfir svo að um miðnætti var rólega sófakvöldið mitt orðið að 10 manna partýi sem stóð með miklum látum til kl 2 þegar loksins tókst að bera rænulausa fólkið út og við hin að fara í leigubíl í bæinn.

Kl 8 á sunnudagsmorgun settist ég svo í sófann minn, fletti út teppinu og kúrði loksins ein í ró .....

 


enn eitt árið ...

... slepp ég, merkilegt að ég sé enn óveidd miðað við þvílíkur kostagripur ég er.

Það hefur svosem komið fram áður á þessu nafnlausa bloggi mínu að ég heiti Hrefna en núna bara verð ég að benda strákunum þarna úti á að nú er að duga eða drepast og eins gott að drífa sig að ná í mig því annars verður bið í heilt ár enn (allavega). Tounge

Því datt mér ekki í hug fyrr að nota mbl.is og bloggið sem pikkup stað ....


mbl.is Hrefnukvótinn að klárast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

singleskvöldið ...

Í tilefni þess að nú er föstudagur ætla ég að segja ykkur aðeins frá síðustu helgi ....

Ég var voðalega dugleg og bauð Gunna, Vilmu, Snjóku og Möttu til mín í smá gleði.  Ætluðum að elda mat saman og fá okkur gott að drekka þegar rúm vika var búin af fríinu.
Ætlaði aldeilis að hafa það notalegt í góðum félagsskap vina sem öll eiga það sameiginlegt að vera einhleyp en ekki gefa sér nægan tíma að mínu mati til að skoða hitt kynið af neinu viti.
Ætlunin var að hella aðeins í þau og svo fara í bæinn með þau að kynna þau fyrir álitlegum einstaklingum sem myndi kannski kveikja aðeins í þeim.

Gunni var gáfaðastur og lagðist í flensu svo hann slapp alveg við áætlun mína.
Snjóka keyrði okkur í bæinn og stakk svo af en ræddum þó um karlmenn aðeins áður en hún fór.
Matta fór að spjalla við korn ungann mann sem sýndi það mikinn áhuga að hún flúði, enda þarf að fara varlega að fólki svona fyrst eftir skilnað.
Vilma flögraði um í fiðrildagírnum í smá tíma en varð svo bara slöpp (enda flensan að ná henni líka) en sýndi allavega í smá tíma árangur af námskeiðinu mínu.

Það fór lítið fyrir viðreynslunum því við dömurnar 3 enduðum bara á að æða út á Hlölla kl að verða 3 einar en sáttar og tókum heldur næringu með okkur heim en símanúmer karlmanna ....


jú jú - á lífi enn ....

Ertu lögst í þunglyndi?
Þetta var það eina sem mömmu stjúpunnar datt í hug að segja við mig þegar hún hringdi í dag til að athuga hvort ég væri enn á lífi.
Ekkert bloggað, ekkert hringt, ekkert hangið á msn og þ.a.l. bara ekkert heyrst í mér í marga marga daga.

Málið er bara að ég hef svo mikið að gera í sumarfríinu mínu að ég má bara ekki vera að því að blogga sjálf (reyndar heldur bara ekki nennt því) og rétt læði athugasemdum á þau 2-3 blogg sem ég kíki á reglulega.

Lofa að taka mig á í næstu viku þegar vinnan byrjar upp á nýtt og sendi inn eitthvað af sögum úr fríinu en í augnablikinu bara nenni ég ekki að hafa tölvuna í gangi ....

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband