tilfinningarskallinn eins og hann leggur sig

Í kvöld er ég búin að tárast og það svo innilega að ég var því fegin að enginn sá framan í mig. 
Í kvöld er ég búin að hlægja mig máttlausa og það svo máttlausa að mig verkjaði í lungun.
Í kvöld er ég búin að vera svo hamingjusöm að hjartað ætlaði að springa.
Í kvöld er ég búin að gráta svo innilega að ég hélt að ekkinn myndi aldrei stoppa.

Í kvöld skrapp ég til Vilmu á sama tíma og það var verið að sýna nágranna í sjónvarpinu og Vilma elskan ákvað að sýna mér á netinu brot af hinu besta úr 20 ára sögu þáttanna.
Vilma, næst þegar ég segist hafa misst af sorgaratburði úr framhaldsmyndaþáttum þá skulum við bara segja "æj, en leiðinlegt ......"


ABBA á spítti ...

... þetta var það eina sem Vilmu datt í hug þegar hún eftir miklar vangaveltur áttaði sig á því af hverju tónlistin sem var í bakgrunn helgarsagnanna minna hljómaði svona skringilega.

Ég sat semsagt í kvöld (eftir að Vilma hætti að horfa á ástina sína í sjónvarpinu) heima hjá Vilmu að ræða atburði helgarinnar sem voru nú margþættir þrátt fyrir rólega helgi.
ABBA var á fóninum og einhvernvegin hafði henni tekist að stilla tækið þannig að tónlistin var spiluð á tvöföldum hraða ..... þvílíkur trommuleikur.    Við verðum að prufa þetta næstu helgi með MIKA á fóninum í samkvæminu okkar sagði hún og dó úr hlátri við tilhugsunina.

En annars var helgin bara hin rólegasta hjá mér enda skrapp ég bara út að borða á föstudagskvöldið með Helgu pæju, skruppum svo bara í smá spjall á eftir og komnar heim til okkar fyrir miðnættið.  
Fór svo á smá flakk á laugardagsmorgun, tók smá til í íbúðinni og fór svo í lokaátak skilnaðarins þar sem x-ið kom og tók loksins sinn hluta af dótinu okkar og mikið rosalega slapp ég vel þar Happy
Um kvöldið fór ég svo bara ein á rúntinn og horfði á flugeldasýninguna úr Gufunesinu og kíkti svo bara á spólu eftir það, kúrandi upp í sófa undir teppi því það er sko alveg að detta inn svona kúrstemming í kvöldmyrkrinu.
Í morgun var svo farið snemma á fætur að horfa á úrslitaleikinn heima hjá Sigrúnu og gladdi ég hana með nýbökuðu bakkelsi en það dugði ekki til.   Til hamingju samt Íslendingar með silfrið !!!  Svo var kíkt aðeins í rúmið á ný og svo bara farið í hina fínustu afmælisveislu hjá stjúpunni minni þar sem mér og múttu var boðið með allri móðurfjölskyldunni hennar í stórglæsilega grillveislu.  
TAKK FYRIR MIG OG GRÆNMETIÐ Hrafnhildur mín  -  elska þetta salat Grin

Næstu vikuna er stefnan bara tekin áfram á rólegheit og slæpingsskap alveg fram á föstudagskvöld ef ekkert kemur uppá til að stoppa okkur Vilmu, Gunna og Möttu af við að kíkja aðeins út á lífið og taka 3-4 dansspor.


vá vá vá - þvílíkur leikur

Skrapp niður í vinnu í hádeginu að horfa á leikinn með vinnufélögunum og gott ef það voru 2 sem fóru að vinna meðan á leik stóð.
Þvílík stemming og þvílíkur leikur.

Hvar á maður að vera á sunnudaginn meðan lokaleikurinn verður?   Spurning með hafragraut og beyglur einu sinni enn hjá Sigrúnu Happy

Skil vel að "strákarnir okkar" hafi fengið spennufall að leik loknum því ég sem bara áhorfandi er farin að leggja mig því ég er alveg farin á taugum .....


"strákarnir okkar"

Það var engin leið að ég þyrði að horfa á leikinn ein heima í morgun með pólska fánann minn hérna svo ég fór aftur (já aftur) í morgunmat til Sigrúnar vinkonu og horfði með henni á leikinn.
Við erum svo flottar saman fyrir framan imbann því við lifum okkur svo inn í leikinn og þegar spennan er hvað mest mætti jafnvel halda að við værum að horfa á hryllingsmynd því við grípum í hvor aðra,  öskrum og grípum fyrir augun.

Ohh Kurwa fékk ég svo bara í sms að leik loknum svo pólsku strákarnir mínir hafa verið að fylgjast með Wink

Strákarnir okkar eru aldeilis að brillera og þvílík markvarsla !!!


þar kom að því

bara svona skella því út á veraldarvefinn að Rebbý er komin í sumarfrí

rúmar 3 vikur framundan þar sem EKKERT á að gera ..... vona að mér takist það Tounge


blast from the past

Það er nú ekki oft sem við Vilma þrætum en það gerðist þó yfir skyndibitanum okkar á laugardagskvöldið.  Ofan í þræturnar okkar heyrðist í heimasætunni hennar ..."hver er Beggi?, hver er Beggi?"

Þegar við Vilma vorum ungar þá skruppum við á útihátíð eins og gengur og gerist um verslunarmannahelgar og úr varð hin skemmtilegasti vinahópur (hef reyndar nefnt hann aðeins áður) sem fékk strax nafngiftina "BEIBIN 6" enda öll megabeib og 6 að fjölda.
Annar strákurinn í hópnum var draumaprinsinn minn (og reyndar 2ja annarra stelpna úr hópnum). Við vorum miklir vinir þá og ætluðum að giftast síðar en síðustu svona 18 árin hef ég ekki séð hann og bara fengið kveðjur frá honum í gegnum maka einnar stelpunnar úr hópnum.

Í gærkvöldi sáum við Vilma svo mann sem gæti bara alveg verið draumaprinsinn minn 18 árum síðar.
Aðeins búinn að fitna, komin með gleraugu og orðin helv brúnaþungur (en það er skiljanlegt lifandi án mín allan þennan tíma).
Nú var bara spurningin hvernig við áttum að fá það á hreint hvort þetta væri okkar Beggi eða einhver allt annar strákur.
Vilmu rök voru að ég hefði þekkt hann betur ... mín rök voru að hún hefur ekki breyst, en hvorug var að leggja í að kanna málið betur.
Við þrættum þetta það lengi að hann var svo gott sem horfin á braut þegar ég kallaði til hans og annaðhvort var þetta ekki hann eða kallið ekki nægilega hátt.

Nú er bara spurning að vera hetja og fletta honum upp í símaskránni og prufa að heyra í honum.
Vilma, hann er skráður, ætlar þú að prufa að hringa ......


fögur fyrirheit, sem gleymdust strax

Þegar ég vaknaði í gær þunn eftir ævintýri næturinnar var þrennt sem var ákveðið ....
1. hætta að drekka áfengi
2. hætta að spá í karlmenn 
3. hætta að hafa símann með í för á djammið

Fór nefnilega á skrall þar sem aðeins of mikið var drukkið, sem leiddi til ævintýramennsku hvað einn karlmanninn í hópnum varðaði og hringdi svo í annan félaga sem ég hef ekki heyrt í lengi til að spjalla því það fóru allir nema ég út að reykja.
Þessi heiti voru þó fljót að gleymast því þynnkan hvarf og eftir stóð minning um gott kvöld, strákar eru bara of skemmtilegir til að láta þá alveg eiga sig og svo hringdi félaginn til baka og við spjölluðum í góðan klukkutíma meðan hann var að fá sér fyrstu glösin fyrir bæjarferðina sína.

En þegar leið á kvöldið fór ég að finna fyrir undarlegri þreytu í vinstri löppinni og fyrsta hugsun var hvort ég hefði dansað einfætt en svo var ekki, farið í fimleikaæfingar en svo var ekki .... hvað gat þetta verið, afhverju var þreyta bara í annarri löppinni en ekki hinni Gasp
Svarið kom þegar ég fór að hugsa daginn betur .... ég var búin að vera úti að keyra nýja bílinn allan daginn (eða frá því ég náði á fætur) og hann er beinskiptur.   Aldrei þessu vant þarf vinstri löppin að vera með í vinnslunni og hafði mikið að gera meðan rúntað var niður Laugaveginn að sýna Vilmu "hina týpuna" af mannfólkinu þ.e. stráka .....


bráðláta ég

Afrek dagsins:

Kaupa mér bíl

Kaupa 3 miða á FH-Aston Villa þrátt fyrir að vera að fara með 3 vinnufélaga með mér

Kaupa auka miða á FH-Aston Villa fyrir mig svo ég komist með strákunum mínum en kaupi hann þá á allt öðrum stað því ég leit skakkt á skjáinn

Snillingur ég Blush

Annars er ég bara búin að eiga fínar stundir síðan síðast, í matarboði, á fótboltanum með pólskum vinnufélögum og í kúri með stjúpdótturinni og svo er bara tæp vika í sumarfríið Grin


75mín bið eftir vatnsflösku ...

Já þetta voru æðislegir tónleikar og ég hreint út sagt búin að kynnast mun betri hlið á Clapton félaga en áður var því ég þekkti bara örfá lög með honum og þau voru hvað lélegust af lögum kvöldsins (er samt ekki hægt að kalla neitt lélegt á þessum tónleikum)

Verð þó að segja að ég naut þess ekki að "missa af" fyrstu 45 mín af tónleikunum því ég sat föst í röðinni á barinn en hitinn einfaldlega var svo mikill að ég gat ekki hugsað mér að labba í burtu án vatns.   Byrjaði að bíða áður en Ellen kláraði (og já hún var flott) svo heilar 75 mín fóru í að bíða eftir að röðin kæmi að mér á barnum og fannst mér það aðeins meira en góðu hófi gegnir.

En takk fyrir mig samt !!!


mbl.is Um 12.000 hlýða á Clapton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjúpuplön vetrarins

Eitt hefur alveg vantað hjá mér síðustu mánuðina og það er að finna mér gæðastundir með stjúpunni minni sem getur verið erfitt þegar svona mikið er að gera hjá okkur báðum.

Nú höfum við ekki átt gæðastund tvær saman í allt sumar held ég bara ef það eru ekki hreint út sagt einhver ár síðan ég sá hana síðast (allavega finnst mér það stundum).  Okkur var báðum farið að ofbjóða þetta svo í vetur ætlum við að bjarga okkur sjálfar með að finna nægan tíma til samveru.  

Pabbinn er búinn að taka sig svo vel á með pabbahelgarnar (eða nýja stjúpan með stjúpuhelgar, veit ekki alveg hvort er) og svo vill mamman auðvitað eitthvað sjá barnið í sínum frítíma svo ég hef lítið sem ekkert verið með henni.   Ekki allt samt þeim að kenna því ég er búin að kaffæra sjálfri mér í skemmtunum og flakki síðastur 6-7 mánuðina og þ.a.l. ekki gefið mér nægan tíma til að kúra bara heima og spjalla við unglinginn minn (já daman er að verða 12 ára í ágúst)

Á morgun byrjar nýja planið okkar.
Núna í lok sumars og út veturinn mun hún koma og vera eitt virkt kvöld í viku hjá mér (verst þó með heimanámið það kvöldið ef ég þekki okkur rétt) og þannig ættu allir að fá sinn part af þessari elsku sem þeysist á milli okkar og veit stundum ekkert hvert okkar hún vill helst hitta.

Þetta verður semsagt toppvika því svo er leikur á fimmtudag og svo Clapton á föstudag
Eigi aðrir betri vikur ...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband