nýja pikkup línan ...

"Hvað, af hverju ferðu" sagði ungi maðurinn um leið og ég stóð upp skellihlæjandi og labbaði í burtu frá borðinu þar sem við höfuð setið og spjallað eftir nokkra snúninga á dansgólfinu.

Hann hafði dregið mig af dansgólfinu þar sem hávaðinn var svo mikill því hann vildi endilega eitthvað tjá sig við mig.   Besta mál, nema hvað hann byrjaði á að panta sér koss Blush    Mér fannst þetta hálf sérkennilegt, neitaði honum um kossinn en ákvað að gefa honum smá viðbótar séns á spjalli alveg þangað til bað aftur um koss og varð hálf reiður þegar hann fékk aftur neitun og sagði ..... "en þú ert hlussa"

Strákar mínir, þetta er ekki pikkup lína sem virkar á dömurnar W00t

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

gúd grív - og vildirðu ekki kyssa hann?

Hrönn Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 21:02

2 Smámynd: Rebbý

oh er orðin of vandlát á hver fái kossa frá mér Hrönn mín

Rebbý, 28.10.2008 kl. 22:00

3 Smámynd: Snjóka

og bíddu barðir þú hann ekki bara?  ég hefði þokkalega gert það enda eru þeir ekkert æstir í það að biðja mig um koss þessa dagana strákarnir hehe

Snjóka, 28.10.2008 kl. 22:29

4 Smámynd: Rebbý

hehe Snjóka mín - ég hló bara of mikið af þessu til að geta orðið reið

Þarft að fara að standa þig betur - Vilma rýkur fram úr þér í náminu

Rebbý, 28.10.2008 kl. 22:47

5 Smámynd: Snjóka

ég hugga mig við það að á meðan verð ég fljótari að hlaupa en hún , bæti mig í náminu fljótlega, lofa lofa lofa

Snjóka, 28.10.2008 kl. 23:34

6 Smámynd: Vilma Kristín

Hey, þarf ég þá að fara að hlaupa til að ná þér, Snjóka?

Mér finnst nú að þú hefðir átt að gefa unga manninum séns, hann er í það minnsta frumlegur!

Vilma Kristín , 29.10.2008 kl. 00:21

7 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

bara taka fiskinn á þetta

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 29.10.2008 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband