Færsluflokkur: Bloggar
... vá hvað þessi setning sló mig þegar ég heyrði hana um helgina.
Eftir þessa stráka sem ég hef verið að hitta síðustu mánuðina þá sá ég að þessi setning átti mikinn rétt á sér. Flestir þeir sem ég hef hitt hafa ekki einu sinni verið þetta góðir kostir, en ég komst líka að því að 18 tíma deitið er held ég í næsta klassa fyrir ofan - eða - strákur sem er þess virði að deila tíma með.
Við fórum á enn eitt stefnumótið og núna er ég eiginlega bara ákveðin í að láta örlögin bara ráða þessu. Áttum aftur yndislegan tíma saman svo ég ætla að gefa þessu bara séns og láta hina strákana vera. Lofaði ákvörðun í vikulokin og ákvörðun er nú tekin
Bloggar | 23.7.2007 | 08:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
... sem ég hélt fyrir stjúpdótturina er enn á lífi og verð bara að setja mynd af henni hérna inn því ég er svo ánægð með hana.
Matarboðið var haldið á miðvikudag fyrir 11 dögum síðan ... geri aðrir betur
Bloggar | 22.7.2007 | 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
.. í gær á Players. Ef ég ekki væri á leiðinni til útlanda þá myndi ég mæta á Þjóðhátíð þetta árið.
Fyrsta sinn sem ég syng með Árna enda ekki farið út í Eyjar á þessari stóru helgi en svo dansaði ég líka eins og vitlaus væri með Logum og rosalega er gaman þegar maður þekkir öll lögin sem spiluð eru
Verð líka að hrósa þessum tveimur flottu strákum sem þarna voru á ballinu. Annar giftur og lét sko vita af því áður en við fórum að dansa að hann myndi aldrei halda framhjá konunni og svo dönsuðum við eins og vitlaus værum aftur og aftur og ekkert smá gaman að dansa við hann. Og svo var það hinn sem dansar ekki, hann ræddi svolítið við mig um ferðalög út í heimi og var bara svo sætur strákur. Ég fékk einn koss frá honum svona í lok spjallsins, kannski ekki síst þar sem ég var svo stolt af honum að vera að vinna úr sínum skilnaði sem hafði verið dramatískur og aðeins 4 mánuðir síðan hann átti sér stað.
Kannski voru þeir bara að fara pent í að segja að ég væri ekki dama að þeirra skapi, en ég ætla sko að trúa því að ég sé æðisleg og þeir séu bara til 2 þarna úti sem hafa kollinn í lagi
Bloggar | 22.7.2007 | 12:30 (breytt kl. 20:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Set gömlu þættina þó reglulega í tækið bara svona til að rifja upp þessi frábæru kynni af sexmenningunum

![]() |
Ekki meiri Vinir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.7.2007 | 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fékk miður skemmtilegar fréttir núna í morgunsárið þegar minn fyrrverandi ákvað að það þyrfti að segja mér að systir hans og mágur væru nú að ganga í gegnum skilnað. Hún pakkaði saman börnunum og fór frá kalli sínum sem situr miður sín heima og drekkir sorgum sínum.
Hef frá því ég hitti þau fyrst (fyrir rúmum 10 árum síðan) vitað að þau ættu langt frá því fullkomið samband, en hver á það? Mér hefur fundist mikið til þess koma hvað þau hafa unnið vel úr sínum vandamálum hingað til og það veit þessi þarna uppi manna best hvað hann hefur á þau lagt í gegnum árin.
Þegar minn X hélt framhjá mér urðu systur hans svo reiðar út í hann að þær vildu eiginlega bara ekkert af honum vita og þótti mér nú dálítið vænt um það. Þeim fannst þetta ekki sæma einstakling úr þeirra fjölskyldu en það jafnaði sig að sjálfsögðu hjá þeim öllum.
Nú finnst mér þetta svo mikil hræsni því hún er víst búin að finna sér annan mann og búin að halda við hann um tíma. Hún fór reyndar ekki til viðhaldsins, heldur flúði hún til pabba með börnin en nú er eiginmaðurinn heima að reyna að sætta sig við það sem hún hefur gert og vill fá þau öll til baka.
Skil það mætavel barnanna vegna, en andskotinn hafi það ef framhjáhald makans fær fólk ekki lengur til að sýna meiri sjálfsvirðingu en þetta.
Ég er búin að heyra allt of mörg dæmi orðið um að fólk sætti sig við framhjáhald makans, bara að makinn komi heim yfir nóttina og bindist ekki tilfinningaböndum við annan en makann.
Er þetta ekki að verða svolítil bilun? Eða er ég sú eina sem gæti ekki lifað með þessari hegðun ...
Bloggar | 21.7.2007 | 12:11 (breytt kl. 12:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fann fyrir óttalegri tómleikatilfinningu þegar ég kláraði að lesa "AS THE CROW FLIES" eftir Jefferey Archer fyrir nokkrum árum og gat ekki hugsað mér að vita ekki meira um fjölskylduna hans Charlie Trumper - en það var búið daginn eftir. Hafði tekið bókina á bókasafninu en keypti mér svo bókina nýlega og á hana upp í bókahillu ólesna til að nóta aftur síðar á lífsleiðinni

![]() |
Breskar hjálparlínur búa sig undir hringingar frá örvæntingafullum Harry Potter lesendum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.7.2007 | 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
... en takk Vilma fyrir að skemma þetta fyrir mér.
Klukkuð varð ég og þekki held ég bara enga orðið sem ekki er búið að klukka svo ég ætla bara að vera með játningar og láta hitt eiga sig.
1. er fædd upp í rúmi hjá mömmu og pabba að Böðvarsgötu í Borgarnesi - já borgarbarnið sjálft
2. slappa hvergi betur af en í A-Skaftafellssýslunni - er mín uppspretta orku
3. leyfði litaóðum manni í Nyhavn að velja sjálfum liti í tattóið mitt - slapp ótrúlega vel
4. sólblóm og eldliljur eru blómin sem ég myndi velja í garðinn minn
5. er með ofnæmi fyrir köttum - átti samt hann Keleríus (Kela) í meira en ár
6. var skotin í Patrick Dempsey á unglingsárunum - finnst hann enn ómótstæðilegri núna
7. finnst fátt skemmtilegra en skoða byggingar og kirkjur í útlöndum
8. finnst leiðinlegt að elda og kann ekki að baka - sjálfskipaði kokkurinn í vinkvennahópnum
Jæja - vona að þið hafið ekki vitað þetta allt vinir mínir og þið hin, blogglesendur, vissuð þetta pottþétt ekki
Bloggar | 20.7.2007 | 20:28 (breytt kl. 20:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alveg ljóst að ég mun halda fast í hönd dömunnar minnar núna þegar ég fer út eftir 2 vikur þó hún sé eldri, það er allt of mikið um að börnum sé rænt frá foreldrum.
Það er skelfilegt til þess að hugsa að maður geti ekki leyft börnum neitt frjálsræði án þess að eiga á hættu að þeim sé rænt. Það er ekkert grín að halda í börnin heilu dagana því þau þurfa jú sína útrás hvort heldur sem er heima eða að heiman.
![]() |
Þriggja ára gamall hollenskur drengur hvarf í Róm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.7.2007 | 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
ég get gert helling við svona peninga
Hef reyndar alltaf haldið því fram að það geri manni ekki gott að fá stórar summur í vasann óvænt og þess vegna eiginlega aldrei spilað með í happadrættum og lottó enda með eindæmum óheppin gamblari. Náði meira að segja aldrei að vinna í rauðvínsklúbbnum þrátt fyrir að spila með í heilt ár.
![]() |
Pantaði leikjatölvu en fékk fimm milljónir í staðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.7.2007 | 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skrapp á stefnumót því ég var mönuð upp í að hitta "börnin" sem ég hef verið að spjalla við á netinu síðustu vikurnar.
Reyndar merkilegt að maður gefist ekki upp á að kynnast fólki á netinu, en hvað eiga konur, sem vinna bara með lofuðum mönnum, að gera fyrst þær stunda ekki félagslíf af viti?
Allavega hef ég verið að tala við einn 28 ára strák og annan 25 ára strákling sem vilja ólmir hitta gömlu konuna og núna í kvöld lét ég til leiðast með þeim eldri.
Þeir hafa báðir reynt mikið að segja mér að aldursmunurinn sé ekki svo mikill og mér sé óhætt að trúa því að við gætum alveg átt samleið en veit ekki eftir kvöldið hvort sá yngri fær nokkur séns því þessi var í því að pota í mig allt kvöldið og koma með einhverja 5aura brandara.
Um leið og ísinn var búinn þá rölti ég í átt að bílnum og þakkaði fyrir mig.
Sá samt eitt í þessu hjá mér - ég hef verið afar vel heilaþvegin meðan ég var gift því mér fannst ég vera að gera eitthvað af mér sem ekki mátti vegna 18tíma deitsins þrátt fyrir að við séum ekki farin að vera saman af neinni alvöru. Verð að opna hug minn fyrir því að deita fleiri en einn í einu meðan ég er að skoða í kringum mig .....
Bloggar | 18.7.2007 | 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)