Færsluflokkur: Bloggar

ekki píp frá mér meir í dag / treysti spánni

Meyja Meyja: Þú rekst á þá sem geta haft mikil áhrif á frama þinn. Þú þarft ekkert að gera til þess að þessi sambönd gagnist þér. Í raun er betra að þegja.

smá hugleiðing ...

Dance like nobody's watching
love like you've never been hurt.
Sing like nobody's listening
live like it's heaven on earth.

Það er ekki sjaldan sem þessi speki hefur komið til okkar allra væntanlega í tölvupósti í gegnum árin en ákvað að skella þessu hérna fram núna þar sem mér var aldrei þessu vant hugsað til þessa án þess að vera að lesa þetta á skjánum.

Ég dansa reglulega ein heima hjá mér og vænti þess þá að enginn sjái til
Ég syng líka reglulega í bílnum og hérna heima og sjaldnast neinn sem heyrir til (eins gott)

En þori ég að elska aftur?   Þetta er búið að sitja svolítið á sálinni hjá mér síðustu vikurnar og ég er hreint út sagt ekki viss um að ég myndi leggja í það að galopna hjartað aftur .... brennt barn forðast eldinn Frown

En að lokum, tökum okkur öll til og lifum lífinu til fulls ... ... ... ...


hátíð ljónanna

jæja - loksins er konan að ná heilsunni aftur eftir "hátíð ljónanna" sem haldin var í gærkvöldi hjá vinkonu minni.
Vilma vinkona er ljón og átti afmæli í vikunni og Gunnsi félagi varð fertugur í vikunni og að auki á Vilma 2 vinkonur sem eru ljón líka svo það er eiginlega viðeigandi að kalla það hátíð ljónanna þegar við hittumst og fengum okkur aðeins í aðra tánna í gærkvöldi.

Þarna var samankominn hópur af fólki sem ég þekkti mis vel - alveg frá Gunnsa besta vini yfir í kattarstelpur sem ég hafði aldrei hitt.  Þarna voru ... forritarar, kattafólk, parið, ljóskan og sá sem kenndi mér að taka því ekki of vel að heyra talað um mig sem frábærann persónuleika hjá hinu kyninu Woundering

Allavega þá var mis góð tónlist sett á fóninn og ljóskan brilleraði í klaufaskap og hreinskilni og sýndi að það er rétt "blonds do have more fun"  en við hin skemmtum okkur reyndar mjög vel kannski smá á hennar kostnað, en hún er bara svona létt og skemmtileg að hún hló manna mest af vitleysunni í sér.
Parið var búið að sýnast með eindæmum rólegt fólk alveg þangað til hún ákvað að stytta sér leið úr sófanum með því að klofa yfir hann, en þá hvolfdi hún honum og endaði kylliflöt í gólfinu.  Ekki fékkst útgefið hvernig henni datt þetta í hug þar sem enginn annar var í sófanum, en merkilegt hvað við vorum öll "hugulsöm" þar sem allir nema einn hlógu bara að þessum hrakförum og höfðum ekki einu sinni vit á að tékka hvort daman væri óbrotin.   Hún var í fínu lagi, nema hvað henni varð brugðið og svo redduðum við bara sófanum og héldum áfram að skemmta okkur.
Það var náttúrulega misjafnt hvað fólki hafði mikið úthald í partýinu, en eitt var þó slæmt því ljóskan og Vilma klikkuðu á að kenna okkur ljónadansinn (verðum að eiga hann inni síðar)

Þegar leið á kvöldið ákvað ég að tæla Gunnsa með mér í bæinn í nýju fötunum sem ég hafði gefið honum í afmælisgjöf og með fína bindið sem ég lét búa til þar sem mátti sjá hann á árum áður með 80' hárgreiðsluna og já ... skulum bara segja voðalega sætan ungann strák.
Þegar niður í bæ kom þá kíktum við aðeins á dansgólfið og fórum svo í sameiningu að reyna við pólskan strák (hvað er þetta orðið með mig og pólska menn) sem ekki kunni stakt orð í ensku og hafði takmarkaða íslensku kunnáttu svo við enduðum bara með að skála helling við hann því það er eitt af því fáa sem ég kann upp á útlenskuna. 
Allavega mun ég ekki hafa Gunnsa með mér í framtíðinni við að heilla strákana því hann hefur örugglega bara orðið smeykur yfir áhuga karlmannsins á honum .... allavega lét hann sig hverfa.
Þegar ég var búin að týna Gunnsa líka þá bara rölti ég mér í leigubíl og fór heim og rosalega var koddinn minn notalegur.

Núna er komin smá djammpása, enda bara tölvan og sófinn málið í kvöld og í næstu viku er það sumarfríið og Bretland sem kalla og þá verður ekkert djamm þar sem stjúpan mín fer með mér.

En takk krakkar fyrir skemmtunina í gær ...

 


rifjuðust upp gamlar sögur nýlega ..

... þegar ég skrapp í bíó með 18 tímaranum.

Vorum aðeins að ræða hvort bíóhúsin væru gáfulegur staður fyrir stefnumót.   Misjafnar skoðanir fólks væntanlega á því, en verð þó að segja að þau eru ekki kjörin ef fólk vill kynnast eitthvað, en yndisleg til að segja sögur af stefnumótum síðar.

Það rifjuðust upp 2 yndisleg fyrstu stefnumót löngu liðinna ára.

Fór eitt sinn í bíó að sjá gamanmynd sem mikið hafði verið beðið eftir á frumsýningardegi.  Vinur minn kom og sótti mig og við þóttumst bara flott á því, komin að kaupa miðann rúmum hálftíma fyrir sýninguna og tókum okkur svo bara rölt niður hálfan Laugaveginn þar sem þetta var í Stjörnubíó.
Þegar til baka kemur er komin þessi líka brjálaða röð og við lendum þar náttúrulega aftast. 
Þegar við náðum loksins inn í bíó þá voru flestir búnir að koma sér vel fyrir og við þurftum aðstoð við að finna laus sæti.   Eftir mikla leit fann sætastýran (já þær voru þá við líði) sitthvort sætið fyrir okkur með 13 bekkja millibili.  
Eins og gefur að skilja þá var þetta hálf mislukkað eitthvað en myndin var góð og við gátum staðið saman í hléinu ....... 

Hin sagan var nú öllu ótrúlegri samt í minningunni.  Cool

Hringdi seint á föstudagskvöldi í vinnufélaga sem hafði verið eitthvað að blikka mig og var bara cool á því að tékka hvað ætti að gera þá um kvöldið.   Hann sagðist vera á leiðinni í bíó svo ég ætlaði að bakka út en hann taldi það víst að bíófélaginn væri alveg sáttur við að fá mig bara með, gætum svo kíkt í bæinn og fengið okkur einn öl.
Þar sem klukkan var að verða 11 þá sagðist hann bara myndi kaupa miðann minn líka og popp og kók og bíða mín frammi í afgreiðslunni.   Þegar ég kem niður í bæ þá stendur þessi elska frammi og bíður mín og segir að hann sé með frátekin sæti fyrir okkur við hliðina á bíófélaganum og við æðum inn í dimman salinn, setjumst og njótum myndarinnar.
Þegar líður að hléinu þá fer ég að spá hver af vinum hans (sem ég hafði hitt marga hverja á djamminu með honum í gegnum mánuðina og var farin að kannast vel við) væri þarna með okkur og þegar ljósin kvikna þá segir hann ..... mamma má ég kynna þig fyrir Rebbý vinkonu minni ...... 


skortur á vinum?

Átti yndislega kvöldstund í gær með 3 góðum vinkonum hlustandi á Mika og SissorSisters meðan tekið var í spil og rætt um öll heimsins vandamál (hvað okkur varðar)
Hef líka tekið eftir því að ég á held ég yndislegustu vinina í heiminum og vinn með skemmtilegasta hópnum á landinu og það er ekkert sem toppar fjölskylduna mína.

Fór svo að spá í það áðan þegar ég opnaði bloggið hérna að þrátt fyrir að eiga bunch af vinum og kunningjum sem eru hvert öðru æðislegra og hvert öðru duglegra að tjá sig almennt þá virðast margir sem mig þekkja vera voðalega feimin við að tjá sig hérna inni.

Veit að ég er hér ekki undir nafni en þið sem elskið mig - verið memm hérna inni InLove


tengdamömmur ...

Veit ekki af hverju þessi frétt fær mig til að hugsa til minnar fyrrverandi tengdamömmu FootinMouth

Mín tengdamamma var yndisleg kona sem lést langt um aldur fram árið 1998 rúmlega fimmtug að aldri og ein síðasta minning mín um hana utan sjúkrahússins var þegar við hjónin kíktum upp í bústað þar sem hún var með sínum ekta manni og hóp barnabarna. 
Eftir matinn þá skruppum við kellurnar tvær saman í heita pottinn og drukkum áfram rauðvínið sem hafði verið með matnum (sem er merkilegt ekki síst fyrir þær sakir að ég drekk ekki rauðvín) og létum kallana stjana við okkur út í eitt.   
Örugglega með fáum skiptum sem tengdamæðgur sitja á trúnó saman og mun þessi stund örugglega alla tíð vera ein af mínum eftirminnilegustu og dýrmætustu.


mbl.is Sjötug amma myrti tengdadóttur sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

pressan maður ...

...  kíkti á mbl.is í morgun (hluti af morgunverkunum í vinnunni) og á móti mér tók stjörnuspáin mín sem mér þótti bara skondið að lesa.   Eins gott að taka hana ekki of alvarlega, óvíst að ég þyldi pressuna Grin en ég er allavega á réttum stað eins og er til að æfa sköpunargáfurnar.

MeyjaMeyja: Þér finnst gaman að hlæja, og lífið heldur áfram að færa þér bráðfyndin handrit. Að skrifa mun víkka þig út andlega og á skapandi máta, og seinn meir fjárhagslega.


til lukku Fylkismenn

... en elskulega "Djöflagengi" viljið þið fagna bara fram til miðnættis please Frown

Bý í Árbænum og nú er aldeilis verið að fagna í hverfinu yfir sigri á Val í kvöld.  Bílar keyrandi um með Fylkisfánana út um gluggana og þenjandi bílflauturnar.
Flutti hingað því hér er vottur af svona smábæjarstemmingu, en sá þetta ekki fyrir.   Bý aðeins of nálægt hverfispöbbnum og verð oft mikið vör við þessar appelsínugulu elskur.  GO FYLKIR og Djöflagengið, verið dugleg að láta heyra í ykkur á vellinum, en þið eruð dálítið þreytandi þegar svefnfriður fæst ekki á virkum kvöldum.
1242133_devil


traustur vinur ...

Gunnsi er einn af mínum bestu vinum þó karlkyns sé.  Búin að þekkja hann í rúm 20 ár og nú er gæinn fertugur á morgun.  Merkilegt miðað við að ég hef bara elst um ca 8 ár á þessum tíma.
Ég er búin að nýta mér vel þessa mánuði ársins í að stríða honum og hef bent honum eins oft og ég hef getað á að hann sé að komast á fimmtugsaldurinn.Cool

En nú er aldeilis búið að snúa brandaranum upp á mig.  Hverslags vinkona til yfir 20 ára er ég, fyrst ég get ekki vitað hvað ég eigi að gefa manninum í afmælisgjöf?
Eina sem ég veit fyrir víst er að ég ætla að troða mynd af honum á bol eða bindi sem tekin varfyrir 20 árum þegar hann hafði mikið og krullað hár og var óhræddur við að sýna bringuhárin en hann hefur lengi þrætt fyrir að hafa verið með þetta look í gangi ... gott að ég á sönnunargagn.

Allar uppástungur velkomnar varðandi gjafir,  gjöfin verður afhent í vikulok .... 


oh var það í gær ...

... fannst standa 25. á boðskortinu.    Ja well - ekki fyrsta partýið sem ég missi af fyrir klaufaskapCool
mbl.is Beckham-hjónin vígð inn í Hollywood með formlegum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband