Færsluflokkur: Bloggar
já lífið getur aldrei verið eins og maður vill hafa það.
Var búin að vera ákveðin í að finna mér strák til að leika mér með í sumar og ekkert endilega neitt lengur en það.
Svo finn ég þennan líka yndislega strák (já enn um 18tíma deitið) og ætlaði mér aldeilis að eiga gæða stundir með honum þegar hann ætti frístundir sem eru mátulega sjaldan fyrir minn smekk, en viti menn .... hann svona líka kolfellur og er bara á fullu í að skilgreina tilfinningar sínar og væntingar til framtíðarinnar og ég sem er enn bara að leika mér.
Finnst ég núna eiginlega bara vera í klemmu því ekki vil ég kveðja hann en er að draga hann á asnaeyrunum með því að halda þessu áfram og er þá engu skárri en allir strákarnir sem við vinkonurnar höfum verið að blóta fyrir að leika sér svona að okkur.
Verð búin að taka ákvörðun í vikulok - lofa því - meðan leyfi ég mér að njóta athyglinnar.
Bloggar | 17.7.2007 | 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fæsta dagana ræð ég við mig - og hef alveg einu sinni eða tvisvar tekið súkkulaðikexið í pakkavís

![]() |
Jennifer Lopez borðar ruslfæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 17.7.2007 | 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Átti bara hinn fínasta dag í gær.
Svaf út og fékk mér svo bara morgunmat út á svölum í fína veðrinu þó það væri ekki orðið neitt sérlega hlýtt en veðurguðirnir bættu úr því og rétt eftir hádegi þegar ég æddi af stað að heimsækja vinahjón þá var veðrið orðið alveg glimrandi.
Var að vandræðast við að nenna á ball með vinahóp þegar leið á kvöldið, en því var reddað fljótlega þegar 18tíma deitið hringdi og bauð mér í Heiðmörkina í göngutúr Kaus göngutúrinn heldur og áttum við bara yndislegan tíma á göngu þar og fórum svo heim að kúra aðeins yfir sjónvarpinu.
Síminn var settur bara á silence og svo sjá þessar elskur núna af hverju ég kom ekki og ég veit að þetta verður fyrirgefið
Bloggar | 15.7.2007 | 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
... fór að spá þegar ég las þetta að fyrir 20 árum hefði ekki verið málið að ná að hóa saman 150mans í partý með stuttum fyrirvara en þessa dagana væri ég ánægð með að geta hóað saman í 50manna partý en það yrði að vera með mánaðarfyrirvara og mikil vinna bak við það
En 20 manna partýin eru samt best - góður hópur með mellow hávaða og bara stuð.
![]() |
150 manna unglingapartý leyst upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.7.2007 | 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
... var með fiskabúr fyrir nokkrum árum og svaf alltaf eins og engill enda sat ég stundum fyrir framan búrið með rólega tónlist á og bara horfði á greyin synda.
Voru reyndar ekki gullfiskar í búrinu, en þetta hafði voðalega góð áhrif á mig að fylgjast með þeim, datt meira að segja stundum úr sambandi við sjónvarpsskjáinn því það var meira gaman að fylgjast með fiskunum.
Spurning að fá sér aftur búr, en hver ætti að halda því hreinu fyrir mig því ég er svo biluð að geta það ekki sjálf ....
![]() |
Gullfiskar góðir fyrir svefninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.7.2007 | 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
... eru farin að taka heldur langan tíma.
Laugardags- og sunnudagsmorgnar fara í það að kíkja á mbl.is og lesa yfir bloggin hjá vinum og öðrum skemmtilegum pennum (ef penna má kalla) og nú er bara svo komið að þetta tekur orðið vel á annan tímann.
Voðalega er gaman að fylgjast með ykkur öllum en skemmtilegast þykir mér að sjá hvað allir eru bloggvinir hvers annars ... á maður að vera duglegri við að banka uppá og komast inn í hópinn fyrst maður les bloggið ykkar reglulega? það er spurning ....
Þið sjáið það þá á næstu dögum mínir vinir, það verður þá svakaleg fjölgun á mínum bloggfélögum
Bloggar | 14.7.2007 | 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hverjar eru líkurnar á að þegar fólk fer að deita að það sé svo fyrrverandi maki vina sem það hittir á?
Þetta er alltaf hættan eftir skilnað, þá myndast svolítið nýr vinahópur og þá vinahópur sem ekki endilega þekkir x-ið mans.
Vill svo til að ég fékk símatal í morgun frá mínum x sem var að spyrja hvort ég þekkti starfsstúlku sem væri að vinna hjá dótturfyrirtæki þess sem ég væri að vinna hjá.
Við erum ekki margar konurnar í fyrirtækinu og höfum fyrir nokkru stofnað saman singlekvennaklúbb (strákarnir einhvernvegin aldrei fengið að vera með) svo við þekkjumst allar mjög vel.
Það kom þá í ljós að hann er þessi æðislegi strákur sem hún var búin að segja mér frá að hún væri að byrja að deita og var svona líka spennt fyrir. Það er oft satt sem sagt er að "sjarmörinn minn er fyrrum aumingi annarrar konu"
Þau bökkuðu út úr því að ætla að hittast því það kom í ljós að hún veit meira en góðu hófi gegnir um hans galla eftir vinskap við mig svo laumuleikurinn kláraðist snögglega.
Bloggar | 13.7.2007 | 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
.. jæja aðeins yfir í kallamálin.
Það kom svo myndarlegur maður til mín í vinnuna í dag og verð að segja að ég skil ekki af hverju ég tók ekki eftir honum fyrr því hann hefur áður komið inn á skrifstofu að spjalla við mig.
Núna aftur á móti tók ég vel eftir honum, í fyrstu ferðinni inn til mín tók ég eftir því að hann var með mjög falleg augu og rosalega loðna bringu. Í næstu ferð hjá honum sá ég að hann lítur mjöööög vel út að aftan (já stelpur er að tala um rassinn) Í þriðju ferðinni sá ég að það er enginn hringur né hringafar (ekki að það skipti orðið neinu máli í þjóðfélaginu núorðið).
Allavega er þetta akkúrat svona strákur sem ég gæti fallið fyrir útlitslega séð og þegar hann sagðist hafa tekið málin í sínar hendur og var að fá mína aðstoð til að klára þau þá kolféll ég.
Fátt sem mér finnst eins óspennó og gufur sem bara bíða eftir að einhverjir aðrir leysi málin þeirra.
Að auki er hann smiður (náði þó að komast að því sko) og fáir eins flott vaxnir og þeir
Nú er bara eitt vandamál - get ekki fyrir mitt litla líf daðrað við menn sem mér þykja spennó svo ég gat ekki nýtt mér neina af þessum ferðum hans inn á skrifstofuna svo núna er bara um tvo möguleika að ræða.
1. Gera fullt af mistökum í starfi á næstu mánuðum til að hann komi og ræði við mig samt með vitneskju vinnuveitandans svo ég verði ekki rekin fyrir vitleysurnar í vinnunni,
2. Tala einslega við einn af mestu hrekkjusvínum fyrirtækisins og biðja hann að tékka aðeins á gaurnum fyrir mig
.... veit hreint ekki hvor kosturinn er skárri ...
Að lokum er smá fréttir af 18tíma deitinu, við heyrumst á hverjum degi en það gengur hægt hjá okkur að hittast vegna flækjunnar sem er í hans lífi núna.
Bloggar | 12.7.2007 | 23:35 (breytt kl. 23:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
jæja nú er lokadagur framhaldsnámskeiðsins í salsanu hjá Salsaiceland og spurning hvort maður leggi í að halda áfram. Vissi ekki að það væri ekki á færi mínu að snúa mér í hringi en svo virðist vera því allir hinir ná þessu Alveg spurning ef ég næ þessu ekki í kvöld að fara aftur á þetta framhaldsnámskeið, annars kannski bara í meira Rueda.
Er samt ekki að tíma að láta salsað eiga sig í framtíðinni, og reyndar mun ekki gera það hvort sem við skráum okkur á meira námskeið eður ei því það er jú alltaf hægt að kíkja á Glaumbarinn annan hvern mánudag og fá sýniskennslu á grunnsporunum og svo dansa, dansa, dansa
Bloggar | 12.7.2007 | 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja þá er matarboðinu með fyrrverandi lokið
Eins og ég sagði hér síðast þá hafa "litla" stjúpan mín og pabbi hennar ekki hist á 6. mánuð svo ég tók mig til og bauð þeim í mat.
Eftir vinnu í dag sótti ég pæjuna og við versluðum í matinn og svo settumst við aðeins inn í stofu að ræða málin. Ég svona ætlaði að passa að hún yrði ekki of spennt því ég svosem vissi ekkert hvað pabbi hennar myndi segja við hana hérna þó ég væri að sjálfsögðu að vona að hann tæki sig á og myndi sannfæra hana um að hann kæmi aftur inn í líf hennar, svo ekki sé talað um að hann stæði við það allt.
Eftir smá tjatt inni í stofu þá gat ég ekki annað en hlegið. Daman leit á úrið sitt á hálfrar mínútu fresti og þó var alveg klukkutími í að pabbinn ætlaði að koma. Hún spáði hvort þetta yrði matur sem pabba þætti góður, hvort hún væri nægilega fín, hvort þessir eyrnalokkar pössuðu við fötin og var svo yfir sig stressuð yfir málunum að ég eiginlega sá bara fyrir mér mig og vinkonur á leið á hot deit.
Ég ákvað að fá hana með mér í að byrja að elda, svo fór hún að leggja á borð og vandaði sig mikið við það. Hringdi svo í pabba hvort hann væri ekki lagður af stað í bæinn og að lokum til að losa hana við stressið þá sendi ég hana út í blómabúð að kaupa rósir í vasa til að kóróna matarborðið.
Allavega pabbinn kom of snemma í matarboðið og þvílíkir fagnaðarfundir hjá þeim. Þrátt fyrir alla hans galla þá er hann voðalegur barnakall og það gleymdist fljótt að ég var á svæðinu og þau ræddu um allt sem hefur á daga þeirra dregið. Svo borðuðum við og rifjuðum upp fullt af skemmtilegum hlutum frá fyrri árum, röltum okkur svo út í sjoppu eftir eftirrétti og horfðum svo á spólu. Núna voru þau að labba út frá mér á leiðinni upp í sumarbústað eftir viku saman og skyndilega var ómögulegt að gista hjá mér, það var meira spennó að pabbi keyrði hana heim.
Nú er bara að hann standi sig, allavega ekki oft sem ég ætla að taka svona verk að mér, en ekki málið að hitta þau saman ef hún fer svona hamingjusöm frá mér
Bloggar | 11.7.2007 | 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)