75mín bið eftir vatnsflösku ...

Já þetta voru æðislegir tónleikar og ég hreint út sagt búin að kynnast mun betri hlið á Clapton félaga en áður var því ég þekkti bara örfá lög með honum og þau voru hvað lélegust af lögum kvöldsins (er samt ekki hægt að kalla neitt lélegt á þessum tónleikum)

Verð þó að segja að ég naut þess ekki að "missa af" fyrstu 45 mín af tónleikunum því ég sat föst í röðinni á barinn en hitinn einfaldlega var svo mikill að ég gat ekki hugsað mér að labba í burtu án vatns.   Byrjaði að bíða áður en Ellen kláraði (og já hún var flott) svo heilar 75 mín fóru í að bíða eftir að röðin kæmi að mér á barnum og fannst mér það aðeins meira en góðu hófi gegnir.

En takk fyrir mig samt !!!


mbl.is Um 12.000 hlýða á Clapton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilma Kristín

vá! löng bið.. .gott að heyra að það var gaman

Vilma Kristín , 9.8.2008 kl. 00:12

2 Smámynd: Tryggvienator

Röð?
Ég tók ekki eftir neinni röð.
Ég var nú reyndar á VIP svæðinu með sæti og allt það áfengi, vatn og mat sem ég gat í mig látið.

Góðir tónleikar, vantaði bara Layla. Annars toppur.

Tryggvienator, 9.8.2008 kl. 00:15

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

8 - 10 raðir til að afgreiða 12.000 manns er náttúrulega frekar takmarkað.

Marinó G. Njálsson, 9.8.2008 kl. 00:17

4 identicon

Það voru nú bara 6-8 raðir man ekki allveg, ,, og gekk of hægt fyrir sig ,, ég beið í 90 min eftir 4 bjórglösum

Magnús (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 03:17

5 identicon

Hey Tryggvienator..... shut it ... in your mouth !

Hey (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 04:34

6 identicon

En hvers vegna ekki bara sleppa ölinu í stað þess hanga í 90 min til að komast í ölið. Hins vegar beið ekki nema 2 min eftir að fá vatnsflöskunna mína sem.

Hins vegar vantaði SÁRLEGA SÆTI á þessa tónleika því að á svona tónleikum á maður geta sest niður og notið tónleikanna.

Bjössi (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 10:10

7 Smámynd: Rebbý

já ég hefði viljað fá vatnið mitt fyrr, fá það kalt og geta sest en maður fær ekki allt í lífinu

Rebbý, 9.8.2008 kl. 12:52

8 identicon

Sammála Rebbý það má alltaf finna að hlutunum og maður fær ekki allt sem maður vill. En tónleikarnir voru MJÖG góðir.

Bjössi (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 14:06

9 Smámynd: Einar Indriðason

Hefði verið möguleiki að koma með sína eigin vatnsflösku?

Einar Indriðason, 10.8.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband