Rosalega er góðri helgi að ljúka hjá mér.
Er samt í einhverjum vandræðum með að segja frá helginni ... sennilega því mest hefur hún bara verið notuð til að slappa af og ekki mikið spennandi að segja frá því (þó það sé besti partur helgarinnar).
Skrapp þó á laugardagskvöldið út að borða og svo í partý á eftir sem endaði svo með að ég stakk af til að hitta mömmu stjúpunnar og vinkonur hennar í bænum. Þá var ætt á dansgólfið og dansað og dansað eins og okkur einum er lagið og svo kom amma stjúpunnar niður í bæ að sækja okkur þar sem hún hafði verið í heimsókn og tékkaði á dótturinni þegar hún ætlaði að koma sér heim og við einmitt á sömu stundu tilbúnar til að kveðja miðbæinn.
Á sunnudag kláraði ég að taka til hérna heima (erfitt að smitast svona af óskipulagningunni hennar Vilmu) og skrapp svo bara í kaffi til mömmu gömlu og fór svo bara heim að hafa það gott og er bara enn að hafa það gott og varla farið út úr húsi ef ég á að vera alveg hreinskilin.
Vona að það séu allir að koma jafn afslappaðir og góðir undan helginni ....
Bloggar | 4.8.2008 | 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Var að rifja upp lesningu úr einhverju tímariti á hárgreiðslustofu núna í kvöld þegar við Vilma vorum búnar að horfa á 2 rómantískar bullmyndir þar sem okkur fannst við sjá að við værum ekki nægilega frakkar eða bilaðar til að geta staðið í því að finna okkur maka á ný.
Punktarnir sem sátu eftir í kollinum á mér eftir lesninguna voru að ef kona er einhleyp þá er það vegna þess að hún vill það sjálf - það þarf hugrekki til að elska - einhleypar konur hafa hafnað sjálfum sér.
Sumt af þessu get ég alveg keypt en er ég að velja að vera ein .... já, að vissu leiti þó það sé bæði erfitt að játa það og erfitt að trúa því (veit meira að segja að ekki allir trúa þessum orðum mínum)
Vil þó halda því fram að ef næsti Mr.Right kæmi í líf mitt þá myndi ég hlaupa til (og einhver ykkar trúa því að ég sé búin að leita endalaust að honum með stefnumótum mínum).
Vissulega þarf hugrekki til að elska og það hugrekki er ekki til í mér eins og er og þess vegna leik ég mér að því að vera í samskiptum við menn sem ég veit að yrði aldrei nein alvara úr .... fínt að þurfa ekki að leggja hjartað að veði.
Ég daðra auðvitað ennþá daginn inn og daginn út, en er líka bara "teaser" sem læt mig hverfa um leið og einhver áhugi virðist vera að kvikna og vel úr menn sem ég veit að myndu aldrei "henta" mér.
En er ég búin að hafna sjálfri mér?
Þetta er of flókið fyrir mig að svara hér og nú en finnst þetta samt skemmtileg spurning til að skilja eftir hérna úti í nóttinni ......
Bloggar | 2.8.2008 | 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þar sem ég á von á nokkrum gestum hingað annað kvöld og vil (eins og alltaf) reyna að sýna heimili mitt í sem bestu ástandi þá varð ég að taka á honum stóra mínum eftir vinnu í dag og finna til bestu danstónlistina mína (eina leiðin til að vera duglegur í tiltektinni) og fækka verulega fötum og svo var ætt af stað með tuskuna í annarri og þvegilinn í hinni.
Hef greinilega aðeins smitast af óskipulagningunni hennar Vilmu þar sem ég er hálfnuð með baðið, hálfnuð með eldhúsið, ekki byrjuð á svefnherberginu en búin með stofuna.
Það sem hefur þó truflað mig mest er helv.... hitinn þarna úti !!!
Þar sem ég verð að taka smá dansspor með þrifatónlistinni minni og það er vægast sagt heitt úti þá hefur bara perlað af dömunni.
Hin fínasta líkamsrækt (spurning hvort ég geti skráð þetta á kortið mitt híhí) en núna er eins gott að fara í sturtuna svo mér verði hleypt inn hjá Vilmu í vídeókvöldið því ekki ætla ég að leggja það á nokkurn mann að sjá mig svona "sexý" eins og ég er í augnablikinu
Bloggar | 1.8.2008 | 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Daður er mitt líf og yndi .... það verður hver sá sem kynnist mér náið að læra að lifa með daðrinu mínu því ég einfaldlega get ekki án þess verið.
Stundum held ég að ég daðri við allt - menn, konur, dýr og jafnvel dauða hluti.
Þetta hefur auðvitað vakið misjafna athygli vinnufélaganna og einhverjum þótt ég skipta daðrinu misjafnlega niður á mannskapinn. Eitthvað hefur meira að segja orðið um góðlátlega afbrigðissemi vegna þessa "vandamáls"
En í dag fékk ég litinn hund í heimsókn sem er "mikill vinur minn" og að sjálfsögðu þurfti ég aðeins að kjassast í honum og kalla hann fallegum nöfnum en var ekki alveg meðvituð um að auðvitað heyrðist það hinumegin á línunni þar sem tölvugúrúinn var að hugsa hvernig hann gæti leyst öll mín vandamál því tölvukerfið var að stríða mér.
Eins fannst einhverjum merkilegt að 3 vinnufélagar knúsuðu mig í dag bara svona á förnum vegi en það er náttúrulega bara af því ég er svo mikið æði
Stærsti höfuðverkurinn er samt núna sá að einn af mínum yndislegu pólsku vinnufélögum var að koma hingað aftur eftir sumarfríið sitt og afhenti mér mjög stoltur gjöf að utan. Alltaf gaman að fá gjafir en í pakkanum var að finna pólska fánann.
Ég verð bara að viðurkenna að ég veit ekki hvað í ósköpunum ég á að gera við fánann ..... einhverjar hugmyndir?
Bloggar | 29.7.2008 | 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Snilldarkokkurinn ég fékk gefins lax eftir vinnu á föstudaginn .... getum kallað þetta launabónus þar sem fjármálastjórinn hafði skroppið í veiði og konunni hans leyst ekki á að þurfa að borða allan aflann.
Eftir að hafa gengið frá stærstum hluta eintaksins míns í frystinn þá fékk ég mér lax á asískan máta eða setti sko Satay sósu (hnetusósa) á hann sem er æðisleg blanda.
Um kvöldið var svo bara slappað af yfir sjónvarpinu og slappað af fyrir stóra djammið á laugardagskvöldið.
Það verður fátt haft eftir um laugardagskvöldið (já ég veit að ég er leiðinleg, þetta var bara ekki prenthæft kvöld híhí) en verð þó að játa á mig að ég klikkaði alveg á að mæta í Ljónapartýið hjá Vilmu og bið ég hér með alla þar afsökunar á slórinu mínu en það var ekki fyrr en að verða 3 um nóttina sem ég var tilbúin til að flytja mig milli skemmtana en þá fannst bílstjóranum mínum ég eiga að fara heim að sofa svo hann keyrði mig beina leið heim til mín.
Í dag hef ég svo ekkert gert af viti enda bara að slappa af fyrir næstu viku sem verður all svakaleg í vinnunni þar sem ég er bæði að kenna launin og leysa bókarann af svo það verður mikið meira en nóg að gera svo sennilega heyrist ekkert í mér.
Bloggar | 27.7.2008 | 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Skál fyrir kokkinum og fallegu vinkonunni okkar" hefði þetta hljóðað upp á íslenskuna þegar pólsku vinnufélagarnir mínir voru að fá sér skot eftir matinn....
Lenti óvart í matarboði hjá pólsku strákunum mínum á laugardagskvöldið þegar ég fór að kíkja á sjúklinginn og svo var spjallað, hlegið, sungið og dansað fram eftir kvöldi.
Sjúklingurinn var bara veikur og lá fyrir en hinir strákarnir skelltu upp veislu á 10 mínútum fyrst ég var komin og myndarlegi vinurinn minn eldaði 2 fiskirétti og 2 kjötrétti á nokkrum mínútum en tæmdi líka ísskápinn um leið.
Strákarnir fá ekki oft heimsókn til sín og þetta held ég að hafi bara alveg bjargað vikunni hjá þeim enda slógust þeir um að fá að stjana við mig milli skota og sýna mér myndir af fjölskyldunum og bara spjalla um daginn og veginn.
Eftir því sem leið á kvöldið urðu þeir líka opnari og hressari og lögðu meira og meira í að sýna hvað þeir eru orðnir færir upp á íslenskuna og hversu miklir dansherrar þeir væru og fékk ég ansi marga snúningana inni á miðju gólfi hjá þeim þó ég væri ekki að drekka með þeim.
Í þynnkunni þeirra í gær ætluðu þeir líka að kalla á myndarlega manninn og fá hann til að elda handa mér aftur en ég afþakkaði það enda rétt að kíkja í 5 mínútur á sjúklinginn áður en ég dreif mig á stefnumót við ungann mann.
Sjúklingurinn var nokkuð brattur bara en bað mig þó að kíkja aftur á sig í dag og ég samþykkti að koma aftur í hádeginu.
Í dag mætti mér svo agaleg sjón. Löppin á honum orðin tvöföld og roðinn búinn að aukast á ný auk þess sem það var farið að grafa verulega í sárinu.
Við rukum upp á bráðavakt aftur og eftir rúman klukkutíma í bið komumst við inn að hitta lækni sem varla leit á sárið áður en hann pantaði blóðprufur, sýni úr sárinu og legupláss fyrir sjúklinginn.
Núna liggur því litla krúttið mitt mállaus upp á spítala með símann við hliðina á sér, tilbúinn að hringja í mig ef einhver vill segja eitthvað við hann og telur niður stundirnar þangað til ég mátti koma og athuga hvort hann fengi heimferðaleyfi á morgun.
Móðureðlið býr greinilega í manni því ég vorkenni honum bara af því að vera þarna svona hálf nervus og á bara bágt með að sitja ekki hjá honum í kvöld en þeir voru nokkrir félagarnir sem ætluðu að kíkja á hann með skemmtiefni til að stytta honum stundirnar og við látum það duga ....
Bloggar | 21.7.2008 | 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Aldeilis búið að vera fallegt veður í dag og ég alveg búin að ná að njóta hluta hans úti á svölum.
Meiri hluti dagsins hefur þó farið í að horfa á myndarlega lækna niðri á bráðavakt og óvart hálf nakinn vinnufélaga sem skildi ekki hvað hjúkrunarfræðingurinn var að segja þegar hún bað hann að fara úr skóm og sokkum.
Einn af þessum elskum sem er alltaf boðinn og búinn að aðstoða mig við hvað eina sem mig vantar þurfti nefnilega að komast undir læknishendur í dag og vissi ekkert hvernig hann átti að snúa sér í því svo hann hringdi og bað mig um greiða og við skutluðumst saman niður á bráðavakt og sátum þar í nokkra klukkutíma.
Ég held að læknarnir hafi skemmt sér vel við að hlusta á mig útskýra fyrir guttanum hvað væri að gerast og að hann ætti að taka lyf og jafnvel láta skoða sig aftur á morgun því þetta fór allt fram á barnalegri íslensku + látbragði.
Allavega er ég núna búin að fá hjúkkustimpil hjá strákunum mínum því ég er búin að hringja og tékka á honum núþegar og mun kíkja til hans á morgun til að skoða bólguna og ákveða hvort það þurfi að fara á bráðavaktina á ný.
Klikkaði alveg á að skoða vaktaplan læknanna ...... ætli það séu sömu strákarnir sem ég fengi að sjá .....
Bloggar | 19.7.2008 | 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Alveg er búið að vera yndislegt að vera í sumarfríi frá framkvæmdunum hjá Vilmu núna í gær og í dag, þó vissulega sé að byrja að örla á söknuði gagnvart henni sjálfri, heimasætunni, prinsinum og öllum kisunum þeirra sem ég kjassa við þrátt fyrir ofnæmið.
Í gær naut ég þess að liggja bara upp í sófa að horfa á imbann og gott ef ég svaf ekki bara hálft kvöldið.
Í dag má ég hinsvegar ekki vera að því að slappa jafn vel af þar sem mæting er á salsakvöld að rifja upp taktana og sjá hvort eitthvað af því sem síaðist inn í kollinn fyrir hálfu ári síðan eða svo sé enn til staðar þarna uppi.
Ætli það sé eins með dansinn og þetta með að hjóla og já ..... hmm .... maður ryðgi en gleymi aldrei tækninni? Kemur í ljós síðar í kvöld.
Annars er ég bara að bíða eftir að helgin bresti á því gott ef mér tekst ekki bara að standa við gefið loforð og geri ekki neitt. (Loforð gefið sjálfri mér)
Það er búið að bjóða mér í útilegu þar sem fertugsafmælisfögnuður verður í gangi og eins bara vinkvenna hitting með bjór í hönd á laugardagskvöldið en ég búin að afþakka hvorutveggja ... bara ætla að vera í pásu eina helgi.
Það er eitthvað þó búið að bauna á mig að ég muni þá sennilega bara mæta þunn í vinnu á mánudaginn því það verði djammað svo stíft alla helgina en ég get svo svarið fyrir það að heima skal ég vera. Ef ég fæ fiðring þá er bara að skella tónlistinni úr Mamma mía á fóninn og dansa við þvegilinn því ekki veitir orðið af almennilegri tilekt hér á mínu heimili.
Bloggar | 17.7.2008 | 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
"Þú mátt bara eiga hana skuldlaust" sagði Vilma við mig í gær þegar hún fékk nóg af því að hlusta á okkur heimasætuna þar sem við spjölluðum saman meðan við skreyttum eldhúsgluggann.
Eitthvað fannst Vilmu húmorinn okkar stelpnanna lélegur og fannst við allt of samstilltar í gríninu á hennar kostnað, enda að verða þreytt á okkur og stóra brósanum sínum þar sem við erum öll búin að eyða ótrúlega miklum tíma saman og ekki minnst af honum farið í góðlátlegt þras.
Um helgina héldum við áfram að taka íbúðina hennar Vilmu í gegn og þrátt fyrir að vera þrjár á fullu allan minn frítíma og að stóri bróðir hennar væri helling með þá dugði það ekki til.
Ég skrapp og tældi 2 vinnufélaga til okkar að púsla saman húsgögnum og gott ef þeir eru ekki að verða fullfærir í íslensku bulli enda heyrðu þeir nóg af því.
Eftir helgina - og gærkvöldið - er búinn að mála, skipta út húsgögnum, skreyta glugga, hengja upp gardínur, hengja upp ljós, setja upp fullt af myndum og taka til.
Íbúðin er næstum óþekkjanleg og verður gaman að heyra hvað mannskapnum finnst um þessar breytingar þegar að ljónapartýinu kemur.
Best er að Vilma er nú komin með myndir upp á vegg tilbúnar í myndhristingar enda eins gott þar sem hún ferð að útskrifast af daðurnámskeiðinu og ætlar að blómstra í júlí/ágúst enda ljón
Að öðru um helgina var "bara" djammað bæði kvöldin svo það er kannski ekki skrítið að ég sé eiginlega bara orðið lúin og finnst bara yndislegt að eiga kvöldið heima í rólegheitum og stefni á helgi heima upp í sófa með spólu í tækinu.
Bloggar | 15.7.2008 | 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jæja mér tókst loksins að labba í gegnum IKEA án þess að versla nokkur óþarfa og bara hreint út sagt án þess að versla nokkuð.
Ég reyndar fékk að halda á nokkrum hlutum sem hefur kannski verið ástæðan fyrir því að mig vantaði ekki endilega að kaupa þetta glas, eða þessa mottu eða þessi kerti svo ég þakka þér Vilma fyrir að nota mig sem þræl.
En ég mæli ekki með því fyrir hvern sem er að skreppa í út úr húsi með litlu fjölskyldunni því Vilma og heimasætan voru orðnar eitthvað þreyttar á athyglisbrestinum sem fylgdi mér í gegnum búðina því ef ég var ekki í símanum (enda ég að þessu á vinnutíma) þá var ég að gjóa augunum á einstaklega fallegan mann sem virtist labba samferða okkur í gegnum alla búðina.
Þegar í ljósadeildina var komið þá einfaldlega fengu þær nóg og sögðu hátt og skýrt svo allir í húsinu heyrðu ..... "Rebbý hefur bara áhuga á að skoða fallega karlmenn" og þar sem ég er með eindæmum til baka kona (á köflum) þá náttúrulega brá rauðum bjarma yfir alla deildina en dugði samt ekki til að gera nægilega rómó fyrir mig og þennan sæta .....
Bloggar | 10.7.2008 | 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)