Stjúpuplön vetrarins

Eitt hefur alveg vantað hjá mér síðustu mánuðina og það er að finna mér gæðastundir með stjúpunni minni sem getur verið erfitt þegar svona mikið er að gera hjá okkur báðum.

Nú höfum við ekki átt gæðastund tvær saman í allt sumar held ég bara ef það eru ekki hreint út sagt einhver ár síðan ég sá hana síðast (allavega finnst mér það stundum).  Okkur var báðum farið að ofbjóða þetta svo í vetur ætlum við að bjarga okkur sjálfar með að finna nægan tíma til samveru.  

Pabbinn er búinn að taka sig svo vel á með pabbahelgarnar (eða nýja stjúpan með stjúpuhelgar, veit ekki alveg hvort er) og svo vill mamman auðvitað eitthvað sjá barnið í sínum frítíma svo ég hef lítið sem ekkert verið með henni.   Ekki allt samt þeim að kenna því ég er búin að kaffæra sjálfri mér í skemmtunum og flakki síðastur 6-7 mánuðina og þ.a.l. ekki gefið mér nægan tíma til að kúra bara heima og spjalla við unglinginn minn (já daman er að verða 12 ára í ágúst)

Á morgun byrjar nýja planið okkar.
Núna í lok sumars og út veturinn mun hún koma og vera eitt virkt kvöld í viku hjá mér (verst þó með heimanámið það kvöldið ef ég þekki okkur rétt) og þannig ættu allir að fá sinn part af þessari elsku sem þeysist á milli okkar og veit stundum ekkert hvert okkar hún vill helst hitta.

Þetta verður semsagt toppvika því svo er leikur á fimmtudag og svo Clapton á föstudag
Eigi aðrir betri vikur ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Clapton..... Væri til í að vakna við hliðina á honum..... ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 5.8.2008 kl. 21:07

2 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Njóttu stundanna með stjúpunni þinni.... börnin vaxa frá manni alltof fljótt

Kolbrún Jónsdóttir, 5.8.2008 kl. 21:13

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Aldeilis nóg sem stjúpa litla á af foreldrum og enginn vill sleppa, hún stendur sig vel, njóttu góðra stunda með henni..  Ég seldi Clapton miðann minn en bóndinn fer með systkynum sínum og fleirum, skemmtu þér vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2008 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband