Færsluflokkur: Bloggar

njótum samverunnar ....

Þegar ég skildi við manninn minn þá tók sennilega mest á að passa upp á sálartetrið hjá dóttur hans úr fyrra sambandi.   Hún hafði verið hjá okkur aðra hverja helgi frá því hún var rétt um ársgömul , eða stundum bara mér þar sem pabbi hennar var sjómaður um tíma og að sjálfsögðu aldrei í landi um helgar.   Einnig hafði hún verið hjá okkur af og til í lengri tíma svo ég tel mig eiga ansi mikið í henni eftir að hafa borið stjúpmömmutitilinn í 8 ár.

Ég hef aldrei skilið hvernig menn geta yfirgefið börnin sín við skilnað og hvað þá eins og í þessu tilfelli þar sem hann hefur lítið haft samband við hana og var þó ekki að skilja við barnsmóðurina í þessu tilfelli.  Kannski var það meira ég sem passaði upp á að taka hana reglulega svo hún fengi að hitta pabba sinn, en mér er sama eftir allan þennan tíma finnst mér að honum eigi að þykja jafn ómótstæðilegt að hitta hana eins og mér.

Nú er svo komið að þau hafa ekki hist í tæpt hálft ár og varla heyrst í síma einu sinni á þeim tíma svo ég tók því af skarið í dag og bauð þeim heim til mín í mat á miðvikudaginn því ég veit að hún saknar hans skelfilega og veit að hann vill hitta hana, en það er eitthvað sem er að stoppa hann af. 
Ég ætla að reyna að hrista aðeins upp í þeim og sýna þeim fram á að það þarf ekki alltaf að vera heil helgi eða bilað prógramm ef þau hittast, heldur getur hann af og til boðið henni bara í mat og skutlað henni svo heim aftur, því hann á kannski erfitt með að bjóða henni yfir um helgar þar sem hann býr.

Foreldrar, reynið að standa ykkur vel í uppeldinu, mikið af börnum hérna úti sem eiga bágt og svo mikið af fólki eins og mér sem fær ekki að eignast sjálf börn til að njóta tímans með.
Þau vaxa allt of fljótt upp og svo stuttur tími sem við fáum til að skipta okkur af þeim, njótum hans saman Joyful


ég og hinir unglingarnir ...

... áttum skemmtilega stund á skaganum í nótt.
Fór í grillveislu í heimahúsi í gærkvöldi og svo var sungið og spilað á gítar fram eftir kvöldi og svo um 1 æddum við niður á höfn til að mæta á ballið.
Verð að viðurkenna að mér hefur sjaldan fundist ég jafn gömul þrátt fyrir að unglingurinn á heimilinu hafi trúað því að ég væri 22ja ára (36 er ekki svo langt frá hehe).

Misstum af Ragga Bjarna, en Bubbi var bara samur við sig og svo þegar Buff mætti á sviðið þá var farið inn í skemmu að dansa og það var ekki hætt fyrr en þeir hættu.   Buff eru snillingar og mikið agalega var gaman á ballinu meðan þeir spiluðu.  Hinn tímann stóð maður úti og horfði á unglingana skemmta sér að því er mér virtist með miklum sóma.

Takk skagamenn fyrir góða stundir.


mbl.is Mikið um ólæti og ryskingar á Akranesi í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

írskir dagar ...

... voðalega finnst mér leiðinlegt að heyra að ölvun hafi verið mikil og mikið af unglingum á írskum dögum upp á Skaga í gærkvöldi/nótt.
Ég er á leiðinni í matarboð þangað í kvöld og ætla svo að kíkja á Lopapeysuna sem er aðalballið á hátíðinni, en vona að við verðum ekki einu "gamalmennin" á svæðinu því þá fer maður bara snemma heim að sofa.
Hlakka samt mikið til að skella mér vestur því það er svo sjaldan sem ég hef komið þarna enda ekki í alfaraleið.  Ætla að kíkja aðeins á hátíðina áður en við förum og snæðum saman og fáum okkur eitt eða tvö glös af góðum drykk.

skyldumæting

... allavega fyrir mig
Garanteraðir gæðatónleikar hjá meistara Bochelli


mbl.is Bocelli til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

forræði

Hvernig er hægt að dæmdur kynferðisglæpamaður fái forræði yfir börnum sínum?
Eitthvað mikið að þarna
mbl.is Nauðgaði dóttur sinni mörg hundruð sinnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ertu pirruð í dag?

... er það merki um að ég nái ekki að tjá mig almennilega þegar ég fæ þessa spurningu reglulega í hausinn?

Á það til þegar álagið í vinnunni er mikið að pirrast aðeins, en það gleymist yfirleitt á næstu 5 mínútum því hér eru alltaf allir brosandi og skemmtilegir.  
Það vill þó svo til að einn starfsmaður tekur alltaf eftir þessu.   Hinum starfsmönnunum finnst þetta bara skondið þegar þau verða þess vör að hann tékki á mér, enda þurfa hinir ekki annað en bara brosa til mín og þá er mitt bros komið upp Grin   Eins er ótrúlegt hvað þessi þarf alltaf að auglýsa að ég sé ekki hress í dag og það þykir hinum líka jafnskondið því þegar þau svo kíkja inn til mín þá er ég í enn einu netta hláturskastinu mínu .... en svona er ég bara geðtrufluð eða eitthvað.

Verð að taka mig á og sýna virkilegan pirring hérna einhvern daginn til að kenna starfsmanninum hvernig pirruð ég er og þá mun hann ekki spyrja framvegis þegar hann sér mig ekki brosandi.

Hláturinn lengir lífið og ég verð örugglega 127 og hálfs.


ekki fara í búðina svöng/svangur

... og gerðu vörutalningu í ísskápnum líka.
Skrapp í Bónus áðan og þar sem ég fór labbandi ákvað ég að hafa smá hemil á hvað ég ætlaði að versla.
Sá að þeir eru komnir með geggjaða pizzudeigið svo ég keypti mér deig og ost og skinku vitandi að ég ætti heima í ísskáp grænmeti á hana og sósuna  - nema hvað sósan hafði klárast síðast og grænmetið ekki lystilegt lengur svo það fór í ruslið.  
Langaði samt eiginlega bara alveg í pylsur svona soðnar í brauði ... voðalega gamaldags - en gleymdi að kaupa mér brauð og allt útrunnið nema tómatsósan
Keypti mér líka lifrarkæfu á brauð og sá kæfuna alveg fyrir mér með paprikkunni ofan á nýju brauði - gallinn var sá að ég keypti mér ekki brauð heldur og eins og fyrr sagði fór grænmetið í ruslið.

Stend eftir með sturtusápu og tannbursta, gos og svo pylsur vafðar inn í pizzudeig eða ......


uss uss

eins gott að passa að hafa minn bleika sæta á góðum stað og ekki svo nálægt mér Tounge
mbl.is Maður lést er farsíminn hans sprakk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

er löglegt að vinna í svona veðri?

... vinn í gömlu húsi með enga loftræstingu og það vill bara orðið svo til eftir marga svona heita daga að helst vildi maður að það væri bannað að vinna í svona hita.    Búið er að kaupa 20 nýjar gólfviftur í húsið en dugar ekki til.
Ekki misskilja mig, veðrið má sko alvega halda áfram að vera svona yndislegt, en Íslendingar fá bara svo fáa svona góða daga á ári að það ætti að vera búið að setja það í lög að fyrirtæki væru með lokað eftir hádegi á svona dögum.

Ég er meira að segja farin að skreppa út í smók á hverjum klukkutíma, ég sem aldrei hef reykt Tounge
Bara til að komast aðeins út í sólina með þessum hita


er ég virkilega á leiðinni til UK

eftir mánuð ætla ég að vera að leika mér í Bretlandi, meðal annars í London með barn með mér, þessar fréttir síðustu daga eru ekki mikið hvetjandi ....
mbl.is Grunsamlegur pakki sprengdur í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband