Færsluflokkur: Bloggar
... eftir 18 tíma deitið, en lífið er aldrei einfalt
Mikill og stór pakki sem fylgir deitinu og óvíst að ég leggi í hann, allavega verður farið voðalega varlega af stað því ég þarf að vera ansi viss um að hann sé maður handa mér til að vilja leggja hjarta mitt að veði.
En mikið agalega er það góð tilfinning að vita af einum þarna úti sem finnst ég ómótstæðileg og það er voðalega gott að eyða tímanum með honum.
Langt síðan mér hefur liðið svona vel í návist mans.
Framhald síðar
Bloggar | 2.7.2007 | 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
... á rúntinum í kvöld lenti ég fyrir aftan bíl sem fékk mig til að brosa hringinn. Aftan á bláum Nissan stóð "ég er einhleypur :-) og stoltur af því" Spurning að merkja bílinn sinn svona bak og fyrir í staðin fyrir að fara að ganga með bláa single hringinn eins og Hollywood stjörnurnar gera.
Það er þá svo bara hægt að blikka manninn í næsta bíl á rauðu ljósi ef hans bíll er eins merktur og þá yrði kannski bara til ást á rauðu ljósi eins og gamli dægurlagatextinn segir.
Hugmynd
Bloggar | 1.7.2007 | 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
... fórnaði mér fyrir ykkur í gær og skrapp á deit
Var sótt hingað heim í gær af yndislegum manni sem bara einhvernvegin small svona voðalega vel saman við mig að einhverra hluta vegna var ekkert skrítið að bjóða honum heim í síðbúinn kvöldmat og spólu og kúra svo saman yfir myndinni upp í sófa.
Ætla að halda þessu deiti aðeins bara fyrir mig (þið verðið að fyrirgefa) en ef framhald verður af þessu þá skal ég leyfa ykkur að fylgjast með. Símtali var allavega lofað í lok stefnumótsins sem tók aðeins 18 klukkutíma ....
Bloggar | 1.7.2007 | 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mamma gamla vaknaði undir morgun við óboðinn gest inni hjá sér og það voru versummerki um alla íbúð.
Þetta var svartur fjórfætlingur sem læddist inn um gluggann og hafði greinilega heillast af harðfiskspokanum uppi á eldhúsbekk því hann læddi sér í hann með þvílíkum látum að harðfisk er að finna út um öll gólf.
Mikið er nú gott að búa uppi á 3ju hæð því minnsta þrusk fær mig til að vakna og ég hefði ekki bara hlegið morguninn eftir þegar ég sæi aðfarirnar.
Bloggar | 30.6.2007 | 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
.. nei er ekki að tala enn og aftur um dansinn heldur er ég búin að vera aðeins úti í sólbaði og þar sem við erum svona klaufalega hönnuð þá verður sólin að fá að skína á alla parta líkamans vilji maður fá jafnann lit. Er ekki að lasta skaparann, hann vissi bara ekki af þessari útlitsbrenglun hjá okkur nútímafólkinu.
Var voðalega dugleg að mæta snemma í morgun og náði með þvílíkri seiglu að klára launin um hádegið í dag og svo var bara stungið snemma af stað heim. Búin að sitja út á svölum núna í góðan klukkutíma með enn betri pásum því ég er að bráðna.
Suðursvalir eru alveg málið sko, fyrsta sinn sem ég á þannig, en hvar er golan mín?
Til að fullkomna málið þá setti ég spænska sjarmatröllið Marko Antonio Solis á fóninn og er bara komin hálfa leið út í huganum.
Njótið dagsins og grillið nú í kvöld
Bloggar | 29.6.2007 | 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
já nú er maður aldeilis búin að fá fullt af undirstöðuatriðum í salsanu og búið að flækja málin með því að kenna okkur að dansa Rueda sem er hálfgerður salsa hringdans.
Alveg með eindæmum yndislegur hópur af fólki saman á þessu námskeiði, en ég hef aldrei áður vitað að ég gæti ekki fyrir mitt litla líf snúið mér í hring á staðnum (var reyndar ekki alveg ein um það) og bæði í þeim æfingum og eins þegar við vorum í Rueda þá var mikið hlegið, en jákvætt þó að það var hlegið með manni en ekki að manni.
Rosalega gaman líka að finna hvað við erum að verða öll jafn góð þó það sé enn aðeins meira gaman að dansa við vönu dansherrana en þá sem byrjuðu með mér á námskeiðinu .... en allt að koma
Næsta mánudag er frí byrjenda kennsla á Glaumbar milli 20 og 21 og svo dansað í framhaldi af því svo endilega ef þið hafið áhuga þá kíkið við og sjáið hvað þetta er allt í raun einfalt
Getið líka kíkt við hjá www.salsaiceland.com og skoðað málið
Bloggar | 28.6.2007 | 22:59 (breytt kl. 23:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
... alveg sama hvort það verði Nate Berkus sem kemur til mín (þó það sé bara hægt að horfa á hann) eða Ty Pennington sem myndi gerir hvað eina fyrir mig.
Merkilegt hvað maður getur setið og horft að miklum áhuga á Ty og félaga á þriðjudagskvöldum en í gærkvöldi fór ég að spá .... ekki svo slæmt ef hann getur gert skotið mitt að helmingi stærri íbúð án erfiðleika, en þar sem ég er bara með eitt svefnherbergi og þau hanna herbergið eftir áhugamáli íbúans ætli ég fengi þá myndir af hálf nöktum mönnum upp um alla veggi ......
Bara hugdetta
Bloggar | 27.6.2007 | 08:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
... að drífa mig í að redda deiti eða tveim til að hafa eitthvað að skrifa fyrir ykkur yndislegu vini mína sem hingað kíkja reglulega.
Þið sem mig þekkið vitið þó að ég er ekki þolinmóðasta konan í bænum svo kannski ekki skrítið eftir árangur síðustu mánaða að ég nenni að standa í þessu meir, en fæ þó reglulega að heyra að ég þurfi að fórna mér fyrir bloggið.
Hvað segið þið um að ég fari bara að sauma út og lýsa þeim kvöldstundum í þaula?
"Tók svo græna litinn og saumaði kross saum þar sem augu prinsins eiga að vera, og viti menn ... gullfallegur maður í höndum mér"
Bloggar | 26.6.2007 | 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
... að hafa kynnst biluðum manni.
Hitti voðalega næs strák sem leit bara nokkuð vel út á pappír þó gruggó væri að hann hefði aldrei átt sambýliskonu, en hey ... sumir blómstra seint
Búin að heyra í honum af og til (þ.e. 2-3svar á dag í síma) í viku og hafði bara gaman að honum en svo í útilegunni frægu þá kom upp afbrigðissemi í gaurnum þegar hann heyrði mig kyssa vinnufélaga á kinnina og bjóða hann velkominn.
Ég ákvað að þetta hefði bara verið grín í gaurnum og var ekkert að láta þetta slá mig út af laginu. En heyrði svo aðeins í honum um kvöldmatarleitið á laugardag og þá var hann bara að tékka hvort ég ætlaði ekki enn að hitta hann á sunnudag. Ég hélt það nú en svo byrjaði fjörið.
Hann fékk sér aðeins í aðra tánna og þá missti hann tökin á sölumennskunni og sýndi skelfilega hlið á sjálfum sér.
Ég fékk 50 sms frá honum frá því um kvöldmat til kl 6 morguninn eftir. Byrjaði voðalega sætt bara með að hann saknaði þess að heyra í mér og svo kom allt í einu skilaboð sem bara sögðu "borða ekki vínber" ég ákvað að þetta væri enn einn brandarinn hans og bað hann að fá sér kiwi í staðin. Spurði hvort ég hefði skrifað undir áskorunina um að halda Alfreð inni sem þjálfara og spurði hvað hefði verið í matinn (sem sagt umræðan fór vítt og breytt)
Um miðnætti hringir hann og vill bara rétt fá að segja góða nótt við mig og þar sem fjöldasöngur var í gangi þá var ég ekki alveg að nenna að standa í þessu og bað um að fá að heyra í honum bara síðar. BIG MISTAKE
Núna fóru að koma ótrúleg skilaboð, "ertu búin að fá nóg af mér" - "hvað gerði ég af mér" og endaði í "ég er þunglyndur sorry en finndu þér annan"
Þegar þarna var komið þá sendi ég honum skilaboð um að leita sér fagaðstoðar hann greinilega ætti eitthvað bágt og var voðalega hreinskilin og sagðist ekki nenna í þennan pakka.
Ætla ekki að hafa eftir næstu 15 skilaboð sem komu til að láta geðveikina ekki verða "inn" (þar sem svo margir lesa bloggið hehe) en það var ekki fyrr en kl 6 um morguninn sem ég taldi mig hafa náð að koma því inn í kollin á honum að ég væri búin að fá nóg og vildi fá bara frið frá guttanum.
Í gær toppaði hann þetta þó þegar hann byrjaði aftur að senda mér skilaboð en núna var það beiðni um annað tækifæri en vitið þið bara hvað ..... búin að þekkja hann of stutt til að nenna í svona rússíbanareið með honum og þið verðið þá bara að fordæma mig fyrir það.
Bloggar | 25.6.2007 | 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
... hvað kallast það þegar maður tjaldar og kemur sér fyrir en sefur svo bara í húsi???
Föstudagurinn byrjaði vel, ferðafélaginn svaf yfir sig og vaknaði bara um það leiti sem átti að leggja í hann hjá mér. Ég hinkraði voðalega almennileg, hlóð bílinn og tók bensín og svona gerði okkur eins ready og ég gat ein. Um hádegi loksins kom hún og við æddum af stað í Bónus að versla einhverja óhollustu til að nærast á í ferðinni og svo í Vínbúðina til að hafa eitthvað af drykkjarföngum einnig með í för enda var vitað mál að það yrði eitthvað um söng og hvað er betra en fá sér í aðra tánna áður en maður sleppir sér í stuðinu?
Jæja kl að verða 1 þá leggjum við í hann og náum alla leið niður að Rauðavatni þegar kemur í ljós að það gleymdist að taka græjur með svo það var snúið við og náð í útvarp svo fjör yrði hjá okkur þangað til vinnuþjarkarnir kæmu.
Jæja lagt af stað í tilraun 2 og æðum inn á Selfoss að fá okkur síðbúinn hádegisverð og kíkjum á Hróa Hött að fá okkur pizzu og eftir það var ætt af stað með útprentuðu vegakorti frá Kjarnholt.is þangað sem förinni var heitið. Ætt af stað í átt að Laugavatni og þar í gegn og svo áfram veginn að bíða eftir skilti sem á stæði Kjarnholt, en vorum svo allt í einu komnar á Geysi svo vitað var að við höfðum farið of langt. Þar sem við vorum 2 kvenmenn á ferð þá var bara stoppað og leitað aðstoðar en fólkið sem við fundum vissi ekkert hvar þetta var svo farsíminn var tekinn upp og hringt í vinnufélaga sem hafði verið þar árinu á undan og lét sko bóndann sinn svo aðstoða okkur því hún rataði ekki sjálf, og þökkum við honum vel fyrir góð ráð því nokkrum mínútum síðar þá komum við á staðin.
Við keyrðum út á tjaldsvæðið, affermdum bílinn og tjölduðum og leið ekkert smá vel, opnuðum bjór og lögðumst í sólbað.
Fram eftir kvöldi var svo fólk að mæta og við nutum þess að flytja bara stólana okkar á milli og horfa á mannskapinn koma þreyttan á svæðið og þurfa að koma sér fyrir. Tek þó fram að við vorum með eina tjaldið á svæðinu svo okkur fannst við þær einu sem væru að standa sig og mæta í alvöru gamaldags útilegu
Kvöldið fór svo bara í að sitja úti í stórum hóp að fá sér kalda drykki, fjölga fötum og eiga yndislegt spjall við vinnufélagana og makana þeirra og í sumum tilfellum yndisleg börn þeirra (ekki að börnin hafi ekki öll verið frábær, heldur ekki mörg sem lögðu í að spjalla við okkur í stórum hópnum)
Þegar klukkan er að verða 2 þá er komin þreyta og mikill kuldi í mannskapinn svo við ferðafélaginn ákváðum að stelast með svefnpokana okkar inn í hús þar sem vitað var að ekki voru öll herbergin notuð fyrsta kvöldið. Reyndum að gera þetta voðalega pent þar sem við jú vorum búnar að dásama svo tjaldið okkar.
Laugardagsmorgun vöknum við, skellum okkur í sturtu og tökum saman dótið okkar til að flytja aftur í tjaldið. Vorum stoppaðar af á leiðinni út og spurt hvað við séum að gera og við byrjum að reyna að sannfæra mannskapinn að við höfum bara verið í sturtu þarna upp í húsi og skiljum ekkert í vantrúnni sem skín úr andlitum viðmælanda. Reyndum hvað best við gátum að sannfæra þau að við tækjum svefnpokana með okkur og það væri bara af því við ætluðum að leggjast út í sólbað á pokana þegar út kæmi því það væri svo mikill hiti og sólina sáum við. Okkur er að lokum "trúað" og við röltum okkur niður að tjaldi en verðum þó varar við að það er hellings rok úti.
Þegar við erum að nálgast staðsetningu tjaldsins þá fara að renna á okkur tvær grímur þar sem við sjáum ekki tjaldið og kom þá í ljós að kl 7 um morguninn skall á þetta agalega hvassviðri og eitthvað af tjaldvagnafólkinu vaknaði við að fortjöldin þeirra voru með læti og ákváðu að tékka á tjaldbúunum og sáu þá að tjaldið var mannlaust á leiðinni út í heiminn og felldu fyrir okkur súlurnar og hentu allskonar dóti yfir tjaldið til að halda því þó á staðnum. Þetta var því sjónin sem við okkur blasti morguninn eftir
Í hvassviðrinu ákváðum við því að henda dótinu inn í jeppann og reyna að plata vinnufélagana til að leyfa okkur að sofa hjá þeim í herbergjunum og það eina sem passað var uppá var að áfengið lenti fram í og svo fór restin bara þvers og kruss inn í bílinn.
Laugardagur fór semsagt ekki í sólbað heldur fór fólkið bara inn í samkomuhús og skemmti sér þar með spilum og öðru milli þess sem við borðuðum heita humarsúpu í hádeginu og fengum grillað lambalæri í kvöldmatinn. Eitthvað af börnunum voru þó svo huguð að leika sér úti í rokinu og verður eiginlega að kallast heppni að ekkert af börnunum var í hoppukastalanum þegar hann tók á loft og blessunarlega var útisalerni á svæðinu því hver veit hvað hann hefði annars endað
Þegar mest var (um kvöldmat á laugardag) voru yfir 100 mans á svæðinu og mikið af börnum svo mikið var fjörið, en um kvöldið fór eitthvað af barnafólkinu heim og við hin héldum uppi fjörinu með fjöldasöng og spjalli og um kvöldið fóru allir vel sáttir að sofa.
Í morgun voru margir sem horfðu öfundaraugum á okkur ferðafélagann þegar við röltum okkur beint úr sturtunni, kvöddum og gátum sest beint inn í bíl og haldið heim á leið, en þar reyndar tók við vandamálið að pakka saman tjaldinu og finna eigur okkar, en það hefur að mestu verið gengið frá og ekki margt sem ekki finnst.
Næ kannski að rifja upp einhverja brandara síðar úr ferðinni, en í augnablikinu er ég bara þreytt en sátt við vel heppnaða helgi að Kjarnholti.is
TAKK FYRIR MIG starfsmannafélag
Bloggar | 24.6.2007 | 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)