Færsluflokkur: Bloggar

ein af mínum kjánalegu stundum ...

eftir að hafa lesið þessi sláturtíðs blogg vinkvennanna minna þá datt mér í hug að segja ykkur frá gamalli stund í mínu lífi ....

Var um tíma að vinna á skrifstofum KASK á Hornafirði og þangað komu Bretarnir að sækja launin sín til mín í hverri viku meðan á sláturtíðinni stóð.
Þar sem ég bjó þar ein um tíma þá tók maður á því á barnum um helgar og hitti að sjálfsögðu þessa ekki svo fríðu elskur þar reglulega.  
Ég hef alltaf verið hrifin af skoti sem nefnist "Fullnæging" og ef það er settur rjómi og grenadine á toppinn hefur hún jafnan verið svo smekklega kölluð "blóðug fullnæging" (svo hneykslast ég á soranum á öðrum síðum)  nema hvað að ég var eitt kvöldið í voðalegu skotastuði og Bretarnir sáu mig skjóta þessu í mig í gríð og erg og svo kom einn þeirra voðalega forvitinn til mín á barnum og spurði upp á enskuna "what are you drinking" þá kom svarið náttúrulega upp á enskuna á móti "bloody orgasm"

Getið rétt ímyndað ykkur hvað það var þægilegt að labba svo um götur litla bæjarfélagsins vikurnar á eftir þegar þeir kölluðu yfir til mín "hi there bloody orgasm girl" ....


yndislegur sunnudagur ...

jæja á loksins rólega stund í dag til að segja ykkur frá þessum yndislega degi sem ég átti í gær.

Vaknaði reyndar snemma en fór á moggabloggið og las það yfir meðan ég naut morgunmatarins og fannst bara um tíma að ég væri komin í sumarfrí á ný.
Svo gerðist ég ógurlega dugleg að hendast milli íbúðar og geymslu með kassa (hmm já Svava þetta er endalaust verkefni) og hengdi upp myndir sem ég var búin að finna mér í eldhúsið þannig að núna er íbúðin 99.5% tilbúin.   Þarf að finna mér einhvern sem kann að flísaleggja ...

Eftir þetta þá skrapp ég til vinahjóna í heimsókn og fór að leika mér aðeins við hana Kommu litlu sætu dúlluna (íslenskur hvolpur) og eftir það var förinni heitið að versla inn þar sem ég átti von á 2 góðum vinkonum í mat.  

Ég að sjálfsögðu reddaði matnum og eftirréttinum með annarri (hin var uppekin við að þrífa sletturnar eftir mig því ég er svoddan brussa) og svo komu þessar elskur.
Önnur nýskilin en bara sterk og hin komin 9 mánuði á leið og var að vona að þetta klifur upp til mín myndi koma fæðingunni af stað en það reyndar brást.
Það allavega var mikið hlegið, mikið kjaftað, mikið slúðrar og ekki síst mikið rifjað upp. 
Takk elskurnar fyrir fullkominn dag ...


varð Rebbý ein í heiminum

ég sofnaði í gær við hávaða og læti fyrir utan gluggann minn.
Líklega hefur verið partý í litla salnum í kjallaranum, eða bara einhverri íbúðinni nærri mér eins og virðist vera allar helgar en núna þegar ég vakna þá er svo mikla friðsæld að sjá út um gluggann, enginn á ferð, ekki einu sinni mávarnir á flugi.

Eina hreyfingin sem ég sé eru fánar verslunar blaktandi í smá golu og nú er bara að bíða eftir að kirkjuklukkurnar fari að hringja.

Er ég orðin ein í litla heiminum mínum .....


kunnuglegur morgun ...

voðalega var þetta kunnuglegur morgun í morgun,  vakna seint, fá sér snæðing og leggjast yfir blogglestur í tölvunni.   Nú er ég enn betur tilbúin að takast á við hvað eina sem mér dettur í hug að gera í dag heldur en ég var síðustu 3 morgna þar sem vinnan bara kallaði.

Best að koma sér út í fallega daginn því kellingaspjall verður hér síðdegis þar sem nýskilin vinkona vill koma og ræða hlutina, hún svo heppin að þekkja bara eina fráskilda konu .... mig.

Njótið dagsins, úr glugganum mínum virðist allavega vera fallegt veður, ætla að tékka á því Kissing


sem fyrrum starfsmaður ....

... Lyst ehf sem rekur McDonald's veitingastaðina þá þykir mér stofnun safnsins ekkert ótrúlegt.  Svo margt sem þeim dettur í hug sem að þessari keðju koma.

Það er sem er ótrúlegast er hvað mörgum kvenmönnum finnst BigMac vondur meðan flestir karlmenn eru alveg til í að slafra honum í sig.

BigMac án sósu og kaupa sér bbq sósu til að skella á hann í staðin er málið Whistling


mbl.is Fertugur hamborgari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

nauðsyn fyrir alla að vita af þessu ...

Þetta kemur okkur öllum við .... lesið þetta á einhverjum af bloggsíðunum
Þetta er texti frá Heiðu

Eins og nokkur ykkar hafa kannski tekið eftir, hef ég verið að kynna mér svefnlyfið Flunitrazepam  undanfarið. Flunitrazepam er sama lyf og Rohypnol, engu breytt nema nafninu, og hefur verið þekkt sem nauðgunarlyf í mörg ár. Ég hef leitað eftir svörum og almennum upplýsingum um lyfið undanfarið og niðurstöðurnar eru sláandi.

Þetta tiltekna svefnlyf hefur enga sérstöðu sem er til bóta fyrir þá sjúklinga sem þurfa á svefnlyfi að halda. Á markaðnum eru tugir svefnlyfja sem gagnast sjúklingum alveg jafn vel  og sem ekki hafa þá "kosti" sem nauðgarar sækjast í, þ.e. minnisleysi og almennt rænuleysi til að veita nauðgara mótspyrnu.

Augljósasti kostur lyfsins er að sjálfsögðu sá að nauðgarar geta verið nokkuð vissir um að  fórnarlambinu er nánast ómögulegt að kæra eða framfylgja kæru vegna þessa minnisleysis. Lyfið er stundum notað við dáleyðslu vegna þess að það er nánast hægt að fá fólk til að gera hvað sem er undir áhrifum þess.

Hérna koma linkar á fyrri skrif mín um lyfið og svör Landlæknis. En óvísindaleg könnun mín á því hversu algengt það er að lyfinu sé laumað í drykki kvenna á skemmtistöðum borgarinnar kom mér á óvart.. þrátt fyrir að ég hafi verið nokkuð viss um að þetta sé miklu algengara en fólki grunar svona almennt.
Rohypnol 1

Rohypnol 2

Svör Landlæknisembættisins

Sem konu og móðir tveggja dætra er mér mikið í mun að þessum óþverra sé hent út af lyfjaskrá hér á landi. Á árinu 2006 var rúmlega 11.000 skömmtum ávísað af lyfinu. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Lyfjastofnunnar er best að koma svona málum á framfæri til Lyfjastofnunar, sem síðan leggur þau fyrir Lyfjanefnd.

Læt fylgja póstinn sem ég sendi í dag á netfangið lyfjastofnun@lyfjastofnun.is

Ég vona að sem flestir láti heyra frá sér, karlmenn og konur. Því fleiri sem senda þeim beiðni/kröfu um að lyfið sé tekið af skrá því betra!

 

Lyfjastofnun Ríkisins

Svefnlyfið Flunitrazepam hefur enga jákvæða virkni fyrir þá sjúklinga sem neyta þess fram yfir þá tugi annara svefnlyfja sem eru á lyfjaskrá.

Virka efnið í lyfinu hefur þó þau neikvæðu áhrif að af því skapast algjört minnisleysi og getuleysi til að greina umhverfi sitt. Þessi atriði hafa valdið því að lyfið hefur þann vafasama heiður að vera þekkt sem "nauðgunarlyf" (Date-Rape). Lengi hefur tíðkast, hér á landi sem annars staðar, að lauma því í drykki kvenfólks til að ná fram áðurnefndu minnis- og getuleysi og ef allt fer samkvæmt áætlun fylgir nauðgun í kjölfarið. Það er nánast ógerlegt fyrir fórnarlamb þessa að kæra til lögreglu sökum minnisleysis.

Árið 2006 var Flunitazepam ávísað í ríflega 11.000 skömmtum. Þar sem lyfið hefur enga sérstöðu til bóta fyrir þá sjúklinga sem nota það fer ég þess á leit að Flunitrazepam verði tekið af lyfjaskrá hér á landi hið snarasta.

Öryggi stúlkna/kvenna hlýtur að vega þyngra en svo að nauðsyn teljist til að hafa þetta hættulega lyf í umferð

Virðingafyllst


unglingurinn ég ...

... er aðeins 13.490daga gömul eða tæplega 444 mánaða eftir því á hvorn veginn þið viljið skoða það Wink

 Eins gott fyrir ykkur öll að muna eftir að óska mér til lukku með næsta afmælisdag Kissing


fyrsti dagur til baka eftir frí ...

... var bara rólegur.

Var ekki alveg að nenna að vakna í morgun og var þ.a.l. dugleg að snúsa símann en kom mér þó í sturtuna, fór í ný UK föt og æddi af stað í góða veðrinu til vinnu.

Þegar niður í vinnu kom þá tóku framkvæmdastjórinn og fjármálastjórinn voðalega vel á móti mér, fegnir að sjá mig og eins allar stelpurnar mínar.  
Hafði vantað eitthvað upp á hávaðann og hláturinn núna síðustu vikurnar (skil ekki hvað þau voru að fara)
Nýju UK fötin voru að virka vel eða fríið því öllum fannst ég líta svo vel út í dag og nú er aldeilis pressan á mig að láta það endast út vikuna.
Gerði mitt besta til að halda mér svona afslappaðri í dag og skellti mér bara í skrepp, spjall inn á hinum ýmsu skrifstofum og "fundaði" með nokkrum af verkstjórunum svo ekki náði stressið yfirhöndinni í dag.

Mun gera mitt besta til að vera duglegri á morgun Halo


kenna börnunum virðingu ...

... svo þetta komi ekki fyrir.
Eitt það ljótasta sem ég veit er þegar verið er að vinna skemmdarverk í kirkjugörðum og svona aksturslag hefði alveg getað endað með nokkurri eyðileggingu.
mbl.is Í kappakstri í kirkjugarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

glæsilegt framtak

... þeir hjá Baug Group/Bónusfjölskyldan mega eiga það að þau nota hluta gróðans til góðra málefna svosem þessa styrktarsjóðs og eins til styrktar Barnaspítalanum sem var í mikilli þörf fyrir styrkinn sem þeir fengu.
Gott að vita að eitthvað af þeim peningum sem ég eyði til heimilisins renni í góð málefni.


mbl.is Úthlutað úr styrktarsjóði Baugs Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband