Færsluflokkur: Bloggar
hlakka ekkert smá til að geta sagt fólki frá æfingum nokkurra starfsmanna fyrir skemmtiatriði á árshátíðinni okkar næstu helgi, en ég eyddi brilliant tíma í gær við undirbúning og æfingar og veit núna að ég get ekki beðið eftir að sjá atriðið þar sem það fær nægilegt pláss til að njóta sín.
Þið vinnufélagar mínir sem lesið þetta ...... þið fáið ekkert að vita fyrr en næstu helgi.
Það er semsagt búið að vera mikið að gera síðustu daga við undirbúning árshátíðar hjá mér en ég ætla sko ekki að kvarta þar sem þetta er búinn að vera mjög skemmtilegur tími og ég hef ekkert eytt af tíma miðað við þá sem voru í gerð myndarinnar né hinna í stjórn starfsmannafélagsins.
Strákar, ég veit að þetta verður brilliant kvöld og munið að leggja inn pöntun strax til að fá pláss á danskortinu mínu .....
Bloggar | 16.9.2007 | 11:28 (breytt kl. 11:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
gæti verið skemmtilegt að prufa, kannski virkar þetta til að koma stefnumótahrinu af stað á ný og þ.a.l. þessu bloggi í gang almennilega á ný
![]() |
Ástarsaga í kjölfar auglýsingar á mjólkurfernu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.9.2007 | 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
fór að heimsækja fallega prinsinn sem kom í heiminn í gær, og sorrý elsku foreldrar hans, man ekki lengur hvort þið voruð heima
Hann er bara fallegur og voðalega rólegur og meira að segja var engill í faðminum á Rebbý frænku
Til að fullkomna barnadaginn þá skrapp ég svo í bíó að sjá knocked up og já já það má vel hlægja að þeirri vitleysu.
Passið ykkur strákar, gæti komið eggjahljóð í kelluna eftir svona daga ....
Bloggar | 12.9.2007 | 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Innilega til hamingju elsku vinir með fæðingu sonarins.
Kalla hann frænda hér þrátt fyrir að engin fjölskyldutengsl séu, en fyrri börn vinkonunnar eru í raun skyld mér svo ég ætla að eigna mér bara jafn mikið í þessum.
Annars er kvöldið aldeilis spennandi enda að fara með gamalli skólasystur úr Austurbæjarskóla að kveðja aðra vinkonu sem var með okkur í bekk og er að flytja af landi brott. Ekki spurning að þetta verður skemmtileg kvöldstund og hver veit nema það rifjist upp góð saga sem ekki hefur verið sögð enn.
Kolla, hlakka til að kíkja á eftir ...
Bloggar | 11.9.2007 | 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skrapp á danssýningu í Bjarkarhúsinu í Hafnarfirði í gær. Þetta var sýning hjá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar og verð nú bæði að segja takk fyrir mig og eins, hver stendur fyrir svona óskipulagi?
Það var búið að auglýsa sýningu frá kl 13 og ég mætti voðalega stundvíslega kl 12:45 til að vera viss um að fá góð sæti, en svo varð klukkan 13, 13:10, 13:20 og þá var loksins hleypt inn í salinn og svo varð klukkan 13:30 og svo 13:40 og 5 mín síðar byrjaði hópur ungra krakka að sýna hvað þau voru búin að læra.
Krakkarnir stóðu sig vissulega misvel og eiga svo sem eftir að læra helling í viðbót en mörg þeirra voru afar skemmtileg bæði á að horfa og spjalla við því þau fóru og buðu okkur gestunum í dans aftur og aftur.
Hlakka til að sjá fleiri sýningar, en þá kannski skipulagðari ....
Bloggar | 10.9.2007 | 17:13 (breytt kl. 17:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
... voru skilaboð sem ég sendi á vinkonu mína rétt um kvöldmatarleitið í kvöld og vitið bara hvað, ég var að skríða heim eftir rosalega flott matarboð.
Þessi elska tók mig svona líka á orðinu og bauð mér heim til sín og fjölskyldunnar í lambalæri og meðlæti og meira að segja svo ostaköku í eftirrétt.
Þetta var toppað með frábæru spjall, flottri dinner tónlist (sem reyndar fór ekki fyrr en eftir mat) og allt þetta í yndislegum félagsskap.
Hvað getur maður beðið um betra ....
Bloggar | 9.9.2007 | 00:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
jæja gott fólk, nú á ég smá tíma lausan í þreytu heima eftir yndislegan afmælisdag.
Við vorum með kúrekaþema á skrifstofunni í gær og misjafnt hvað fólk tók þetta alvarlega en gaman þó að sjá samstöðu svona margra.
Þessu fylgdi náttúrulega smá fíflagangur líka sem er alltaf velkominn þarna og svo eftir hádegismatinn þá hélt ég afmæliskaffi í fundarherberginu en þar sem herbergið er ekkert rosalega stórt þá varð afmæliskaffið tvískipt konur/karlar
Sá alveg að ég held kvennapartý í framtíðinni því þar urðu agalega skemmtilegar umræður til en þegar kallarnir komu saman og fengu sér kökur þá varð til umræða um hvernig bíl ætti að kaupa fyrir frúnna
Þegar vinnudegi var að ljúka þá kom stjúpan og mamma hennar til mín með afmælisgjöf og fullt af knúsum og kossum (sem ég reyndar hafði fengið helling af í vinnunni og meira að segja hafði verið fjöldasöngur í morgunkaffinu) og svo æddi ég heim til múttu svo hún gæti nú knúsað litlu stelpuna sína og svo var farið heim í sturtu og hárið blásið, djammgallinn tekinn út og var svo sótt af Simmy sem fór með mig heim til sín og eldaði handa mér rosalega flottan pastarétt og svo var spjallað og spjallað og eitthvað smá drukkið og spjallað og spjallað og svo allt í einu var klukkan bara að verða 1 og við áttum eftir að skella á okkur andlitinu og æða í bæinn.
Það verður þó að segjast að sem betur fer var félagsskapurinn svona flottur því ekki var fjöldanum fyrir að fara í bænum og næstum því bara enginn sem við þekktum, en við skemmtum okkur vel
Takk fyrir mig á afmælinu Simmý og þið hin
Bloggar | 8.9.2007 | 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
get svo svarið það að hver sólahringur hlýtur að vera orðinn bara 18 tímar því ég hef bara ekki tíma í neitt nema sofa eftir vinnu þessa dagana en er samt ekkert að vinna neitt mikið meira en vanalega.
Verð duglegri að segja ykkur frá mínu úberspennó lífi síðar og þið elsku yndislegu bloggfélagar, verð að fylgjast með ykkur líka síðar.
Bloggar | 5.9.2007 | 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
... held að einkunnarorð helgarinnar hafi verið "sérðu hvað þessi strákur ætti vel við Rebbý"
Önnur vinkonan úr vinnunni vill endilega að ég gangi út (hefur allavega meiri áhyggjur af mér en sjálfri sér) svo hún byrjaði snemma á laugardagskvöldið að spjalla við nokkra menn sem hún vildi endilega koma mér saman við og var í þeim gírnum fram eftir allri nóttu.
Sá svo í vinnunni í dag (þegar við þurftum að horfa framan í strákana sem höfðu verið truflaðir á laugardagskvöldinu með okkar yndislega húmor) þá hafa einhverjir þeirra tekið það til sín að það þyrfti að finna maka fyrir Rebbý og það strax.
Ég fékk nefnilega símtal sem gjaldkeri frá einum verkstjóranum okkar þar sem hann var í heimsókn hjá fyrirtæki sem við erum í miklum viðskiptum við.
Hann hafði hitt innheimtustjórann þeirra nýja og skiljanlega vildi sá láta skila kveðju til mín enda borgar sig að halda góðu sambandi þar á milli, nema hvað hann segir nýja innheimtustjóranum að ég sé kona einhleyp og spyr bara rúmlega fertuga manninn hvort hann eigi konu.
Því svarar herrann neitandi og fór þá ekki bara gamla elskan mín að reyna að koma á stefnumóti milli okkar.
Verð nú að segja að þetta er hámark hjálpseminnar.
Af hverju ætli svona margir í vinnunni séu að hafa áhyggjur af mér .....
Bloggar | 3.9.2007 | 19:43 (breytt kl. 19:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
jæja þá er meðvitundin að koma aftur eftir strembna viku í vinnu og hörku puð á djamminu í gær.
Fyrir ansi löngu var ákveðið að hingað kæmu tvær vinkonur úr vinnunni og við þrjár myndum kíkja saman á lífið. Þegar ég loksins nennti út í veðrið þá skellti ég mér í Vínbúðina og versla smá inn, reddaði tónlist fyrir kvöldið þar sem minn tónlistarsmekkur þykir víst helst til rólegur fyrir svona skemmtanir og svo var náð í dömurnar og kvöldmatinn og svo byrjað að fá sér aðeins í glasið um leið og búið var að snæða.
Við erum hver annarri skemmtilegri og fyndnari og ekki síst þegar komið er í glasið, eða það þykir okkur allavega.
Verkefni kvöldsins var að finna okkur deit fyrir árshátíð fyrirtækisins sem á að vera eftir 3 vikur svo við sömdum okkur hver sína nýju pickup línu og var ákveðið að tékka á hvernig þær virkuðu.
Til að byrja með var tekin mynd á símann sem sýndi tilþrifin sem fylgdu pickup línunni og mynd auk textans send á vinnufélaga sem átti að segja okkur hver þeirra væri líklegust til að virka.
Eitthvað leyst honum takmarkað á tilþrifin okkar, svo við ákváðum að láta bara til skara skríða á skemmtistöðum borgarinnar, en viti menn....strákarnir hlógu bara að okkur.
Við skiljum náttúrulega ekkert í þessu enda þessar pickup línur með eindæmum frumlegar:
Hefur þú séð bóluna á brjóstinu á mér .....
Viltu sjá saumsprettuna á lærinu á mér .....
Ertu til í að redda mér stól svo ég nái upp á barborðið ....
Skil ekkert í því að við skulum hafa röllt í leigubíl kl 6 um morguninn bara vinnufélagar saman
Bloggar | 2.9.2007 | 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)