Færsluflokkur: Bloggar

glæsilegt

... þar sem ég trúi því að landið verði auglýst fyrir tilstillan fegurðar en ekki drykkju og lauslátra kvenna í þessu tilfelli.

Við eigum ótrúlega fallegt land sem allavega ég þori að viðurkenna að ég ferðast allt of sjaldan um og á eftir að koma á alltof marga staði ennþá.
Bæti úr því á hverju ári, en betur má ef duga skal.


mbl.is Þrjátíu blaðsíðna umfjöllun um Ísland birt í víðlesnu þýsku ferðatímariti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

jeremías minn

... vissulega á ekki að sleppa fólki sem grunað er um akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna við rannsókn, en þetta þykir mér full harkaleg lýsing.

Nú verður Stebbi elskan að drífa saman hóp til að ákveða verklagsreglur einn, tveir og eitthundrað


mbl.is Konu haldið niðri og þvagsýni tekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

feels like 18 again ...

... á Menninganótt sá ég gamlan elskhuga sem ég eyddi ómældum tíma með þegar ég var 17 - 18 -19 ára.   Talaði ekkert við hann núna, enda hann úti að labba með börnin og konuna en fékk svo sætt bros og blikk frá honum að ég mundi skyndilega af hverju ég hafði fallið svona fyrir honum hér á árum áður.  Fór meira að segja að fletta myndaalbúmum og rifja upp gamla tíma hérna ein heima.
Gústi Tranz, sólbrúnn töffari sem átti flottustu bílana, og eigin íbúð sem var meira en við krakkarnir gátum státað af enda nokkrum árum eldri en við og farinn að vinna fyrir sér fyrir nokkru sem smiður.

En nú hefur Vilma vinkona bætt um betur og sent mig aftur til 18 ára aldursins með því að finna MySpace síðu Mosa frænda og er ég búin að sitja núna og hlusta á smáskífu sem við einhverra hluta vegna elskuðum þá. 
Lagið Ástin sigrar var í algjöru uppáhaldi hjá okkur, öllum okkar vinum held ég til mikillar armæðu því það virtist enginn annar sjá hverslags snilld þetta lag var.
Þau voru td ekki fá partýin eftir miðbæjarrölt eða -rúnt sem enduðu með því að við settum Mosa á fóninn og þá flúðu allir.

Svona fyrir þá sem vilja heyra í fyrsta sinn eða aftur þá eru þeir með www.myspace.com/mosifraendi  

Dalton eru líka með MySpace síðu og þar sem ég var að dásama gæsalagið þá hendi ég slóðinni þeirra hérna líka www.myspace.com/daltonbraedur


hvert fór sumarfríið ...

vaknaði upp í morgun og áttaði mig á því að þetta er næst síðasti sumarfrísdagurinn minn.  Rosalega er þetta frí búið að standa stutt yfir, en jafnframt búið að vera skemmtilegt, en furðulegast af öllu þá er mig eiginlega bara farið að hlakka dálítið til líka að mæta til vinnu og hitta allar þessar elskur aftur Kissing
Verð bara að vera dugleg í dag og á morgun að hlaupa milli hæða úr íbúðinni í geymsluna svo ég klári að gera það sem ég setti mér fyrir í fríinu, eða kannski bara njóta restarinnar og hafa hitt bak við eyrun allar helgar fram að jólum.

Eitt er þó alveg komið á hreint, fyrsta verk til baka í vinnu er að semja við mína yfirmenn um blogglestrartíma, þetta tekur svo langan tíma orðið á morgnana að renna yfir allt þetta lesefni .....


úhhh, ahhh, vá ...

...  var með því fáa sem töffararnir sem sátu í brekkunni fyrir framan mig sögðu meðan á flugeldasýningunni stóð.   Hefði ekki trúað því að hópur tvítugra stráka sem eru í bænum að skemmta sér með öl og tilheyrandi látum myndu heillast svona, en þetta var glæsileg sýning að vanda.

Takk fyrir mig á menningarnóttu, sá ekki margt en finnst þetta snilldardagur.

Verð að kveðja með broti úr texta lags til ungrar gæsar frá Dalton að ég held að þeir hafi kallað sig.  Þetta var óður til stúlku sem átti ekki að festa ráð sitt strax
"það eru fleiri fiskar í sjónum sem vilja setja í"  
svo smekklega orðað hjá þeim Shocking   Verð að nálgast þetta lag síðar, bara gaman að því.


uppþvottavél eða pappadiskar ...

Merkilegt að ég skuli alltaf segja að ég hafi ekkert við uppþvottavél að gera því mér finnist svo róandi að vaska upp...
Heilsan er alveg að verða fullkomin aftur eftir skemmtun gærdagsins og búið að gera íbúðina gesthæfa á ný, en verð að muna næst að vera gáfaðri og vaska bara strax upp þó gestirnir séu þá bara einir í smá stund í stofunni því í morgun þegar við vöknuðum (voru utanbæjargestir hjá mér sem fengu að gista) þá tók miður falleg sjón við mér eða fullur vaskur sem ég var ekki alveg að nenna að tækla.
Hefði kannski átt að láta þau vaska upp áður en þau fóru svona sem greiðsla fyrir gistinguna .....


já 112, ég held ég sé að tilkynna bruna ...

eftir að hafa lesið bloggið hjá Gurrí um sjónaukann hennar þá rifjaðist upp fyrir mér yndislegt klaufamóment sem ég átti nýverið.

Sat á fallegu kvöldi inn í stofu að horfa yfir Elliðaárdalinn upp í Breiðholt þegar ég tók eftir því að það virtist koma reykur frá einu húsanna í fjarska.
Til að byrja með var ég voðalega róleg og hugsaði til þess að vinkona mín hafði eitt sinn haldið að það væri að kvikna í Seltjarnanesinu eins og það lagði sig þegar þoka lá yfir plássinu, ég ætlaði nú aldeilis ekki að láta fréttast að ég væri með einhverja steypu í gangi ef húsráðendur væru nú kannski bara að grilla þarna útfrá.

Þegar reykurinn var búinn að vera þéttur frá húsinu í góðar 5 mínútur og farinn að dökkna þá ákvað ég að hringja í 112 og tilkynna eitthvað sem gæti jafnvel verið bruni.
Sá sem var hinumegin á símalínunni hefur örugglega lent í mörgu skondnu enda var hann hinn yfirvegaðasti þegar ég sagði ....."já, 112, ég held ég sé að tilkynna bruna, það gæti verið kviknað í einbýlishúsi í hólunum í Breiðholtinu"  auðvitað gat ég ekki staðsett húsið neitt nánar Woundering

Á þessari stundu hefði verið gott að vera með sjónaukann að láni og bara kíkja yfir og sjá hvað væri að.   Allavega better safe than sorry Kissing

Fer síðar í bíltúr um Breiðholtið til að geta staðsett húsin á móti mér....


breyttar áætlanir

Matarboðið fór fyrir lítið í kvöld vegna Kaupþingstónleikanna þar sem matargestir vilja endilega fara þangað.  
Náði þó að búa til 2 kínverska rétti hérna í gær og leyfa Jónu að prufa og vonandi Jóna mín var þetta jafn gott í hádeginu í dag Kissing hún fékk nefnilega með sér afganga.

Þrátt fyrir að ekkert verði af matarboðinu þá á að kíkja aðeins á mannlífið í kvöld og skoða smá strákana og þess vegna finnst mér stjörnuspáin mín snilld ...
Meyja: Það er naumast að þú daðrar! Sá sem er skotinn í þér finnst klikkuðu hugmyndirnar þínar aðdáunarverðar. Vatnsmerkin elta þig á röndum

nú er bara að finna strákinn sem er skotinn í mér .....


meiri Elvis

vá fann annað lag á disknum sem fór í tölvuna sem rifjaði upp þessa líka litlu ástarsorg fyrrum ára ... oh hvað ég var viðkvæm sál   hahaha 

Smá bara fyrir mig til að rifja upp aftur síðar ....

God bless the day I found you
I want to stay around you
and so I beg you
let it be me
don't take this heaven from one
but if you must cling to someone
now and forever
let it be me
each time we made love
I found complete love
without your sweet love - tell me
what would life be
so never leave me lonly
tell me you'll love me only
and that you'll always
let it be me


Hann var goðið hennar mömmu ...

... og þar sem ég ólst upp við að hlusta á hann, eins og væntanlega margir jafnaldrar mínir þá finnst  mér kallinn bara fínn.   Man ekkert eftir þessum degi 1977 enda of ung til að láta það trufla daglega skemmtun að einhver söngvara væri dáinn, en trúi samt alveg á samsæriskenningarnar sem segja hann ekki hafa dáið þennan dag því nafnið er rangt skrifað á legsteininn

Elvis

Set hérna inn textabrot úr uppáhaldslaginu mínu

Treat me like a fool
Treat me mean and cruel
But love me
Brake my faithful hart
Tear it all apart
But love me

Kóngurinn lengi lifi - allavega í minningu okkar ....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband