tengdamömmur ...

Veit ekki af hverju þessi frétt fær mig til að hugsa til minnar fyrrverandi tengdamömmu FootinMouth

Mín tengdamamma var yndisleg kona sem lést langt um aldur fram árið 1998 rúmlega fimmtug að aldri og ein síðasta minning mín um hana utan sjúkrahússins var þegar við hjónin kíktum upp í bústað þar sem hún var með sínum ekta manni og hóp barnabarna. 
Eftir matinn þá skruppum við kellurnar tvær saman í heita pottinn og drukkum áfram rauðvínið sem hafði verið með matnum (sem er merkilegt ekki síst fyrir þær sakir að ég drekk ekki rauðvín) og létum kallana stjana við okkur út í eitt.   
Örugglega með fáum skiptum sem tengdamæðgur sitja á trúnó saman og mun þessi stund örugglega alla tíð vera ein af mínum eftirminnilegustu og dýrmætustu.


mbl.is Sjötug amma myrti tengdadóttur sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hún hefur greinilega verið væði viljasterk og handsterk

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 26.7.2007 kl. 18:33

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

átti að vera "bæði" viljasterk og handsterk"

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 26.7.2007 kl. 18:34

3 Smámynd: Rebbý

já - þessi sjötuga?  
hehe  skildi upphaflega ekki hvernig þú fannst það út úr trúnósögunni minni

Rebbý, 26.7.2007 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband