Í lok matarboðs þar sem ég bauð Vilmu í mat til mömmu (já aftur) þá kastaði hún þessari spurningu fram eins og ekkert væri.
Þessi setning bergmálaði í hausnum á mér í dágóðan tíma ... hvað var hún að fara
Vorum við að fara á handboltaleik að skoða strákarassa?
Vorum við að fara á kaffihús að horfa á menn, konur og börn rölta framhjá okkur?
Vorum við að fara á nærfatasýningu
Vorum við að fara og hanna stuttbuxur fyrir landsliðið
Vorum við að fara og gera hvað... hvað .... hvað .... eitthvað spennandi virtist það vera
En nei ... við fórum að skoða 5 yndislega fallega kettlinga til að athuga kyn þeirra fyrir vinnufélaga hennar
Spái betur í málið næst þegar hún hendir svona spurningu fram fyrir mig
Flokkur: Bloggar | 14.1.2009 | 22:43 (breytt kl. 22:44) | Facebook
Athugasemdir
Hey! Þú upplifðir þó eitthvað nýtt í kvöld... er ekki alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt? Ha? Og skilaðu aftur "takk fyrir matinn" til mömmu þinnar... og ég er stax farin að hlakka til kjötsúpu seinna :)
Vilma Kristín , 14.1.2009 kl. 22:59
hehe jú ég upplifði sko eitthvað nýtt ... verst að ég er ástfangin af Leónard(u) eftir heimsóknina hehehe
styttist óðum í kjötsúpuna og verði þér svo að góðu ... en hitti ekki aftur á manninn í dyrunum
Rebbý, 14.1.2009 kl. 23:06
hahahaha ég hefði hugsað það sama og þú. Mér hefði líkað dottið í hug áhorf á amerískan fótbolta. þar eru rassarnir skal ég segja þér.
Takk fyrir heimsóknina á nýju síðuna mína
Jóna Á.
Jóna Á. Gísladóttir, 14.1.2009 kl. 23:24
Hanna stuttbuxur fyrir landsliðið hljómar mjööööög vel. Hugsaðu þér... það þarf að taka mál, jafnvel oft ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.