maður á að hlusta á viðmælandann sinn ...

Eftir vinnu í gær fór ég í matarboð sem væri ekki frásögu færandi nema að þar sem ég hafði átt heldur óþægilegan dag þá kannski tók ég aðeins of vel á tequilanu sem endalaust var hellt í staupið mitt og ég endaði með að fara ein í miðbæinn í agalega skemmtilegu stuði og brilleraði gjörsamlega.

Ég var agalega fegin þegar niður í bæ var komið að þar labbaði á móti mér vinnufélagi sem ég síðan eyddi mest öllu kvöldinu með og lærði eftir það að athyglissjúkur strákur er ekki endilega rétta málið í strákaskoðun.

Við byrjuðum á barnum þar sem við fengum þjónustu strax, en úr varð smá vesen milli hans og þess sem stóð við hliðina á honum því það þola jú ekki allir svona athyglissjúka einstaklinga.
Á barnum fann ég svo agalega sætan Kanadabúa sem var hér á einhverri ráðstefnu sem ég nennti hreinlega ekki að heyra talað um og dró hann því á dansgólfið en þá stal vinnufélaginn mér frá dansherranum. 
Aðeins seinna var ég búin að ná góðu augnkontakti við svakalega fallegan strák nema þá kom vinnufélaginn og hlammaði sér upp á borðið hjá mér og reif upp bolinn sinn til að sýna sig og þessi fallegi bakkaði út og lagði ekki í meira.
Það kom þó að því þegar hann svo lenti í smá veseni og var hent út af skemmtistaðnum að þetta borgaði sig.  
Þetta er nefninlega fínasta leið til að koma sér í að spjalla við sætu dyraverðina Tounge

Ég ákvað að taka einn dyravörðinn á eintöl þar sem hann er svo svakalega flottur í rassvasa gallabuxunum sínum sem ég varð náttúrulega að tjá honum og eins þurfti ég að segja honum að það væri allt í lagi að brosa af og til þó hann væri í vinnunni.  
Í hvert sinn (já já þetta voru nokkrar ferðir til hans) sem ég fór til hans þá spurði ég hann að nafni en það eina sem ég veit fyrir víst er að hann heitir hvorki Stjáni né Kiddi en get ekki fyrir mitt litla líf munað nafnið hans ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

obbobbobb.... þetta kennir okkur að oft er betra að skilja vinnufélaga eftir heima..... ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 11.1.2009 kl. 01:33

2 Smámynd: Einar Indriðason

Amk... ekki fara á djammið með vinnufélögunum.  Af gagnstæðu kyni.  Hmm... nema báðir vilja, að sjálfsögðu.

Einar Indriðason, 11.1.2009 kl. 01:42

3 Smámynd: Rebbý

úff Hrönn, maður skilur ekki vinnufélagana eftir heima - nema maður vilji hafa þá þar þegar heim kemur á ný og það gæti bara verið hættulegt  nema eins og Einar segir - báðir vilji það   hehehe

Rebbý, 11.1.2009 kl. 02:03

4 Smámynd: Ein-stök

HAHAHA... skemmtilegar lýsingar hjá þér. Ég get ekki beðið eftir að heyra meira. En þú ættir kannski að passa upp á tequila-uppáhellingarnar næst.. svo það væri séns á að muna nöfnin á þessum sætu daginn eftir  

Ein-stök, 11.1.2009 kl. 13:48

5 Smámynd: Vilma Kristín

Sigurjón? Karl? Emil? Hörður? Gunnar? Jón? Kristmundur? Friðrik? Hringja þessi nöfn einhverjum bjöllum í kollinum á þér?

Verð samt að fá að koma á framfæri að þú varst ótrúlega hress og spræk í gær miðað við ævintýri næturinnar á undan.

Vilma Kristín , 11.1.2009 kl. 14:26

6 Smámynd: Rebbý

takk fyrir heiðarlega tilraun Vilma mín, en þetta gerði ekkert
verð greinilega að spyrja sæta strákinn upp á nýtt hvað hann heiti til að svala forvitni minni og ykkar hinna

Rebbý, 11.1.2009 kl. 15:04

7 Smámynd: Einar Indriðason

Það er þá bara auka pikkup lína, rebbý mín... "Hæ sæti strákur... ég veit þú trúir því ekki... en tekíla móðan er rétt að fara ... Hvað heitirðu aftur?  Og... má ég fá símanúmerið þitt líka, svona bara til vonar og vara, ef ég dett í tekíla móðuna aftur og þú þarft að bjarga mér."

Einar Indriðason, 11.1.2009 kl. 15:24

8 Smámynd: Rebbý

Góður Einar

Rebbý, 11.1.2009 kl. 15:27

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Róbert, Hreggviður, Hannes Mörður, Eldur eða Köggull?

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.1.2009 kl. 15:03

10 Smámynd: Rebbý

jahh köggull er hann - eða sko  hmmm 

Takk

Rebbý, 12.1.2009 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband