flott tilraun

Jæja , ég var búin að lofa því að taka mig á í stefnumótamálum svo ég opnaði aldeilis fyrir allar leiðir til að hitta á menn sem hægt væri að fara með á stefnumót og vitið þið bara hvað ..... stefnumót var ákveðið í kvöld.

Já konan er ekki lengi að því sem lítið er enda svosem ekkert agalega feimin (þegar ókunnugir menn eru annarsvegar) svo þetta var tiltölulega auðfengið að redda einu deiti.

Ég verð þó að játa að þetta var frumlegasta stefnumót sem ég hef átt þar sem við vorum á sitthvorum staðnum því ég bara steinsvaf í sófanum mínum Blush
Ég er búin að rembast við að snúa sólahringnum við alla vikuna en gengið ílla og núna bara hafði þreytan yfirhöndina og þegar ég settist í sófann minn til að bíða efir að kvöldaði þá bara datt ég útaf.
Nú er spurning hvort ég nái einhverju sambandi við guttann aftur eða hvort hann hafi orðið ógurlega sár .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....ertu þá bara feimin við kunnuga menn? ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 8.1.2009 kl. 22:26

2 Smámynd: Rebbý

oh my já Hrönn
ef þeir eru spennandi strákar þá bara get ég ekki stamað upp einu orði við þá af viti

Rebbý, 8.1.2009 kl. 22:38

3 Smámynd: Vilma Kristín

He, he...

Vilma Kristín , 8.1.2009 kl. 22:56

4 Smámynd: Rebbý

hlærðu af lærimeistara þínum Vilma ???
ég var ekki góð fyrirmynd þarna

Rebbý, 8.1.2009 kl. 22:57

5 Smámynd: Einar Indriðason

Hérna... Hvernig fara svona sofandi-date fram?

Er þá pickup línan... "your sofa, or mine?"  (you in your sofa, me in mine)?

Einar Indriðason, 8.1.2009 kl. 23:55

6 identicon

Heyrðu góða mín, þetta gengur vonandi betur næst...  Þú sofnar kannski á sjálfu deitinu  

Jóna Björg (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 19:27

7 Smámynd: Rebbý

ef það verður farið í bíó Jóna þá sofna ég pottþétt
Einar, þú verður bara að bjóða einhverri dömunni út (sértu ekki lofaður) og sjá hvort þú finnir svarið sjálfur

Rebbý, 10.1.2009 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband