Áríðandi skilaboð.
Ég er búin að finna einn sem elskar mig, finnst ég falleg, gáfuð, fyndin, frábær ... bara yndisleg að öllu leiti og hann telur til öll falleg lýsingarorð sem hann kann Ég er líka það besta sem fyrir hann hefur komið lengi.
Hann sjálfur er þvílíkt krútt, flott vaxinn og yngri en ég hmmmhmm
En mikið skelfilega þyrfti hann að vera mállaus
Þegar hann er hérna hjá mér er eins og ég sé stödd í einhverri gangsteramynd frá bandaríkjunum þar sem hann hljómar eins og tvítugur svartur reiður DÚDDI og ég er ekki alveg að meika það lengur.
Athugasemdir
heheh þetta heitir að eldast...... kemur fyrir besta fólk og gerir það jafnvel betra
Hrönn Sigurðardóttir, 16.1.2009 kl. 00:00
was upp.. .he he... brother... he he he... já, ætli þú sért ekki bara orðin gömul Rebbý!
Vilma Kristín , 16.1.2009 kl. 03:07
Þú gætir líka... þegar hann byrjar... snúið þér að honum..... farið að kyssa hann í tætlur... svo hann missi andann... Sagt svo við hann þegar þið komið loksins upp aftur eftir súrefni... "Veistu það .... þú ert alveg ágætur... En... þú talar of mikið... Capís?" Horft í augun á honum, og kafað svo aftur í kossaflansið.....
(áframhaldið spilist síðan eftir eyranu)
Einar Indriðason, 16.1.2009 kl. 08:44
já kannski er ég að eldast - skil samt ekki hvernig það getur verið að gerast
Einar, takk fyrir góð ráð - ef ég nenni að hitta hann einu sinni enn þá kannski prufa ég bara
Rebbý, 16.1.2009 kl. 08:50
Ef þetta gengur.... þá fer ég að rukka þig um "ráðleggingargjald" (eða var það skemmtanaskattur... hmm...) :-)
Einar Indriðason, 16.1.2009 kl. 08:58
skemmtanaskattur skal það heita - enda ætti þetta að vera skemmtun
Rebbý, 16.1.2009 kl. 11:15
Er þetta samt ekki rosalega gaman ? Góða helgi
Ásdís Sigurðardóttir, 16.1.2009 kl. 12:07
Svo hækkar náttúrlega skemmtanaskatturinn... eftir því hversu skemmtilegt þetta er... eða verður....
Einar Indriðason, 16.1.2009 kl. 12:17
Gott að sjá þetta.
Ertu þá búin að segja þig úr klúbbnum?
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 17.1.2009 kl. 13:52
nei ekki aldeilis Gísli minn .... Hr Janúar í vinnunni hjá okkur er að virkja hann aftur svo maður verður að vera félagi áfram
Rebbý, 17.1.2009 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.