Halló þið ótrúlega þolinmóðu einstaklingar sem kíkið enn hérna inn til að sjá hvort eitthvað sé í fréttum.
Ég er á lífi en hef bara haft of mikið að gera við að njóta lífsins til að hafa tíma til að blogga.
Fréttnæmast er þó sennilega það að ég er heima hjá mér á laugardagskvöldi og var heima hjá mér í gær á föstudagskvöldi svo núna eru helgarnar orðnar 3 á árinu sem bæði kvöldin hafa verið óbókuð.
Þetta verður að teljast óvanalegt (að ég sé heima) og vitið þið bara hvað ..... ég kann ekki lengur að eiga rólegt kvöld heima hjá mér.
Dagurinn í dag var þó bókaður í heimsókn og svo afmæli og morgundagurinn stífur þar sem bíður vinna, jólaball og matarboð.
Á föstudag þegar ég var að fara yfir plan helgarinnar með einum vinnufélaga þá spurði hann voðalega einlæglega hvernig það væri að vera svona vinsæl og held að einlæga svarið mitt hafi slegið hann aðeins út af laginu .... svarið var "lýjandi"
Hann var að skoða dagatalið mitt og sá sem satt er að flest kvöld mánaðarins er búið að merkja við eitthvað skemmtilegt og sennilega er það ástæða þess að ég skil ekki hvernig árið 2008 getur verið að kveðja eftir aðeins rúmar 2 vikur.´
Ekkert er búið að plana ennþá með áramótin en ég allavega mun kveðja ótrúlega skemmtilegt ár þar sem hver mínúta virðist hafa verið skipulögð en skilur einnig eftir ótrúlega miklar og fjölbreyttar minningar sem ég mun ylja mér við um ókomna framtíð.
Farið varlega í jólaösinni og njótið hátíðanna ef ég ekki sést hér meir fyrir þær
Athugasemdir
Já, árið leið hratt... allt of hratt
Vilma Kristín , 14.12.2008 kl. 01:13
Já - ég var einmitt að segja það! Ég er varla vöknuð á morgnana þegar ég er farin að búa mig í svefn á kvöldin!!
Hvert fer tíminn??
Hrönn Sigurðardóttir, 14.12.2008 kl. 03:06
hmm ég var einmitt að hugleiða þetta ár og verð að segja að það var alls ekki svona skemmtilegt hjá mér. Ég vona bara að eftir ár geti ég gert þessi orð þín að mínum:
„ég allavega mun kveðja ótrúlega skemmtilegt ár þar sem hver mínúta virðist hafa verið skipulögð en skilur einnig eftir ótrúlega miklar og fjölbreyttar minningar sem ég mun ylja mér við um ókomna framtíð.“
Ég samgleðst þér innilega fyrir góða árið þitt og ætla að halda áfram að fylgjast með þér á nýju ári í þeirri von að eitthvað af þessu góða og skemmtilega smitist yfir á mig
Ein-stök, 27.12.2008 kl. 01:12
það mun smitast yfir á þig Ein-stök
árið sem ég skildi var ekki svona .... það er að detta í 3 ár síðan ég skildi svo ég er búin að jafna sárin
Rebbý, 27.12.2008 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.