alveg græn fyrir lífinu stundum ...

Ég fékk einu sinni enn staðfestingu á hvað ég er saklaus kona (að sumu leiti)

Ég á ungann vin sem ég alveg elska út af lífinu og hef jafnvel stundum litið á hann sem litla bróðir sem ég annars á ekki.  Þetta er yndislegur strákur með svo fallegan hug og hjarta að það er leitun að öðru eins.

Þessi strákur missti fyrir stuttu góðan vin sinn löngu fyrir aldur fram og þá breyttist vinskapur okkar töluvert þar sem hann náði að ræða svo vel við mig um vin sinn og hvað þetta var erfiður tími í lífinu.   
Það er sennilega vegna þessarar stundar sem hann ákvað þegar ég hitti hann á djamminu fyrir nokkrum vikum að trúa mér fyrir því að hann væri ekki bara að drekka áfengi á skemmtistöðunum heldur væri hann að taka í nösina og væri langt kominn með að setja sig á hausinn með eiturlyfjakaupum.
Hann sagði mér líka að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem ég hitti hann undir áhrifum, ég væri bara svo græn að átta mig ekki á því.

Mín viðbrögð voru ekki alveg þau heilsteyptustu þar sem ég varð voðalega reið út í hann og meira að segja lamdi hann og bað hann vinsamlegast að láta sig hverfa úr lífi mínu því með svona vini hefði ég ekkert að gera.
Hann sem betur fer tók mig ekki alveg á orðinu og hafði samband í vikunni eftir þetta og bað mig um að tala við sig og nú höfum við rætt aðeins þetta vandamál hans og ég veit svosem að þetta er hans vandamál en ekki mitt, en fyrir svona meðvirka konu eins og mig þá var þetta skelfilegt sjokk.
Hef misst allt traust sem ég bar til hans þar sem ég er búin að sjá lygavef sem hann var búinn að spinna sem var mér hulinn áður þar sem ég bara sá það góða í honum ... en vona að það lagist allt síðar.

"Brósi" .... stattu þig í lífinu .... ég elska þig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilma Kristín

Maður getur verið mjög "grænn" fyrir svona málum, sérstaklega þegar maður er ekki inní hringiðunni. Ekki detta of mikið inní þetta.

Vilma Kristín , 3.11.2008 kl. 22:03

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hann þarf líka alveg örugglega á stuðningi þínum að halda! Varaðu þig bara á því að hann misnoti ekki stuðninginn! Það er hárfín lína þar á milli.

Vona svo sannarlega að hann hætti sinni neyslu og verði aftur góði strákurinn sem þú þekkir. 

Hrönn Sigurðardóttir, 3.11.2008 kl. 22:08

3 Smámynd: Rebbý

já - ég er með öll varúðarmerki úti þegar ég hitti hann núna og hann reyndar ekki mikið að hafa samband.
síðustu helgi td heyrði ég af honum í bænum en hann vildi ekki koma og hitta mig svo hann hefur sennilega verið skakkur

Rebbý, 3.11.2008 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband