Rosalega er sorglegt að vera komin til vinnu aftur
Mætti seint, fór snemma og gerði lítið .... enda held ég að það taki fólk allaf smá tíma að keyra sig upp aftur í vinnuna, sérstaklega þegar vitað hefur verið meiri hluta frísins að ég sé komin með launin aftur um óákveðinn tíma svo bilunin í vinnunni minnkar ekkert í bráð.
En í skemmtilegri hluta þá var stjúpan hjá mér í gærkvöldi og aftur í dag svo það er bara lært heima, eldað og spjallað. Fínt að fá snefil af fjölskyldulífi svona inn á milli.
Okkur stjúpmæðgum gengur ágætlega að læra saman, en held samt að henni finnist ég full fljótt þreytt á að segja sama hlutinn svo ég verð að taka ofan fyrir kennurum að geta alla daga leiðbeint börnum. Átti þetta ekki einmitt að vera starf fyrir Meyjuna hehehe
En danskan bíður - stjúpan ætlar að leyfa mér að læra hana upp á nýtt
Athugasemdir
Greinilega "stuð" í vinnunni. Haltu þessu bara áfram svona, mæta seint, fara snemma... mér lýst vel á það hjá þér. Það er eitthvað sem ég þarf að læra.
Góða skemmtun með stjúpunni
Vilma Kristín , 10.9.2008 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.