Eftir djammið með einhleypu stelpunum var ég svosem ekkert að springa úr heilsu svo ég ákvað að eiga bara rólegt laugardagskvöld upp í sófa, undir teppi með góða spólu í tækinu (ekki er víst treystandi á sjónvarpsstöðvarnar um helgar).
Rétt um kl 21 hringdi síminn og þá voru það vinnufélagar á leiðinni í partý að spyrja hvort ég kæmi ekki með .... "nei takk, held ég verði bara róleg í kvöld" var svarið mitt.
Um kl 21:30 hringdi aftur síminn og þá voru það 2 erlendir vinnufélagar í vanda ... allt áfengið búið hjá þeim, hvort ég ætti einhvern bjór sem þeir gætu keypt af mér.
Ég hélt það nú svo þeir bara mættu yfir og ákváðu að það væri meira gaman að drekka heima hjá mér en sér. Þetta endaði náttúrulega með því að ég fékk mér einn öl svona þeim til samlætis og svo var spjallað og eitthvað skálað í nokkurn tíma.
Um kl 22:30 hringir síminn enn ... aftur vinnufélagi ... sú var að koma úr smá samkvæmi en var ekki alveg tilbúin til að fara heim að sofa svo það var ákveðið að hún bara kíkti við okkur til samlætis.
Þegar hún kom þá var ölvunin orðin aðeins meiri en í upphafi svo það var byrjað að dansa í litlu íbúðinni minni sem leyfir nú ekki marga á gólfinu í einu, en strákarnir stóðu sig vel og duttu bara örsjaldan á hillusamstæðuna mína en ég ákvað þó að setja myndir og styttur á hliðina svo ekkert myndi skemmast.
Rétt fyrir miðnættið hringir síminn enn og þá er það hitt partýið í beinni að tékka hvernig sófakvöldið mitt sé og hvort ég vilji örugglega ekki fá mér einn öl með þeim.
Þau náttúrulega heyra alveg að hér er samkvæmi svo þau skella sér í taxa og æða hingað yfir svo að um miðnætti var rólega sófakvöldið mitt orðið að 10 manna partýi sem stóð með miklum látum til kl 2 þegar loksins tókst að bera rænulausa fólkið út og við hin að fara í leigubíl í bæinn.
Kl 8 á sunnudagsmorgun settist ég svo í sófann minn, fletti út teppinu og kúrði loksins ein í ró .....
Athugasemdir
úfff, þvílíkt úthald...
Vilma Kristín , 6.9.2008 kl. 15:58
helgi eftir helgi Vilma mín, komin óvenju snemma heim í nótt
Rebbý, 7.9.2008 kl. 05:37
Vá... þú ert mögnuð í úthaldinu! hehehe... gaman að þessum "óvæntu" skemmtunum - þú hefur sem sagt verið síðustu helgi að skemmta þér og að koma þér í rúmið, þegar eplið mitt var á leiðinni upp ... svona um það bil ... hehehe...
kærar kveðjur dúlla!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.