mér var nær að ætla að slappa af ...

... loksins þegar ég fór bara snemma heim úr vinnunni 3 daga í röð og ætlaði ekkert að vinna um helgina þá náði þessi blessaða pest að bíta í mig og bitið virðist bara ætla að vera fast.

Sit hérna heima hálf meðvitundarlaus með enga rödd svo ég get ekki einu sinni hringt og vælt í þeim fjölda vina og vandamanna sem eru búnir með þennan pakka.   Byrjaði meira að segja með uppköstum og tók þannig sólahring fyrst, núna hiti, beinverkir og kvef (tek þetta sko með trompi).

Skal þó vera búin að jafna mig bara á eftir því mín bíður heimsókn í kvöld, spilakvöld með vinum annað kvöld,  salsa æfing á morgun, matarboð á páskadag og ekki vil ég þurfa að missa af þessu öllu á afslöppunarhelginni minni.

Farin að halla mér aftur, vona að þið eigið betri páskahelgi en ég Undecided


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Farðu vel með þig ljúfan , ótækt að þú missir af salsanu og öllu fjörinu sem framundan er - annars hef ég það bara gott í sveitinni  - er mest í námsbókunum og það er bara mjög fínt

Gleðilega páska

Berglind Elva (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 13:00

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert of bissí Rebbý mín.  Slappa af.

Knús og hamingja.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.3.2008 kl. 13:45

3 Smámynd: Vilma Kristín

Hey! Must að vera búin að ná sér annað kvöld! Annars virðist helgin vera vinsæl til pesta... er að fara að spila póker í kvöld við pestalinga.

hlakka til að sjá þig annaðkvöld!

ps.og hvaða dularfulla heimsókn er þetta sem er á leiðinni... ég er forvitin...

Vilma Kristín , 21.3.2008 kl. 20:08

4 Smámynd: Rebbý

haha  frestaði heimsókninni, átti að verða stefnumót við ungann mann en ég bara ekki í formi til að vera heillandi í augnablikinu

Rebbý, 21.3.2008 kl. 20:40

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

obbobbobb ekki gott! Farðu vel með þig svo þú náir að sjarma þá ungu úr skónum........... ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 21.3.2008 kl. 22:11

6 Smámynd: Snjóka

Vonandi verður þú orðin hress annað kvöld, ég er heima í kvöld til að hvíla mig vel og vera vel undirbúin fyrir spilin annað kvöld  

Snjóka, 21.3.2008 kl. 23:25

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dugleg að hvíla sig, það er það eina sem dugar. Gleðilega páska Easter Basket

Ásdís Sigurðardóttir, 22.3.2008 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband