minningar um fermingarbarn dagsins ...

Er að fara í fermingaveislu á eftir til dóttur vinkonu minnar.  
Helga hefur alltaf verið einstök stelpa og einhvernvegin finnst manni alltaf ógurlega vænt um hana (ekki að mér þyki ekki vænt um öll börn vina minna, hún bara á sinn sér stað í hjarta mér).

Þegar ég kynnist mömmu hennar þá er hún bara lítil dama með bleyju sem vildi ekkert við mig tala, en það breyttist svo með mánuðunum.  
Þegar hún varð aðeins eldri þá sátum við saman að lita og púsla og læra hvað litirnir hétu og eins um tölurnar en þá var alveg sama hvað ég gerði hún vildi bara vera nálægt mér og það situr svo fast í hausnum á mér í dag sú minning að í hvert sinn sem ég fór inn á salernið (og lokaði auðvitað dyrunum) þá sat hún fyrir framan dyrnar og grét þangað til ég opnaði aftur.   Það var ekkert mál hvar í íbúðinni ég annars var þá var hún róleg, enda kannski þá ýmist heyrt í mér blaðrandi eða séð mig.

Eins situr í kollinum á mér núna hvað hún var hamingjusöm þegar ég eitt árið kom með bleikt naglalakk handa henni í afmælisgjöf og því var pakkað inn með bleikri rós og allar hinar gjafirnar fölnuðu bara.   Þarna hafði ég fengið fregnir af naglalakksáhuganum í gegnum mömmu hennar og vann mér inn fullt af cool stigum hjá dömunni.

Helga mín, vona að þú eigir eftir að eiga yndislegan dag í dag og Anna Stína mín hvernig geta börnin þín verið orðin svona gömul????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þetta, Hrefna   Ég skil ekki hvernig börnin urðu svona gömul, get svo svarið fyrir það að þau fæddust fyrir viku síðan, 3 dögum og fyrir klukkutíma síðan eða svo! 

Anna Stína (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband