"gömlu" ástföngnu vinnufélagarnir mínir ...

hægri, saman, hægri, vinstri, snú - vinstri, saman, vinstri, hægri snú og svo skipti spor .....

... hvað ég fór þessi spor oft í gærkvöldi án dansherra er mér ómögulegt að muna. 

Seinni hluti dansnámskeiðsins í vinnunni var í gær og aftur vorum við gallharðasta fólkið mætt á svæðið.  
Ríflega 50% afföll höfðu orðið af fólki frá síðasta tíma, en við túlkuðum það bara sem skræfu hátt í þeim sem hefðu ekki mætt, þeir þyrðu bara ekki í meira hopp og skopp.

Í þetta skiptið vantaði tilfinningalega dansherra svo annar danskennarinn hljóp í skarðið og var að dansa við okkur dömurnar.   
Það var svosem ekki verra því það er alltaf gaman að dansa við þá sem eitthvað kunna, en merkilega oft samt sem maður fór hring eftir hring án dansherra því hann þurfti náttúrulega að sinna því að kenna og þegar hann sá einhverja sem náðu ekki sporunum þá rauk hann á þá og skildi okkur stelpurnar einar eftir.
Eins lenti ég voðalega oft á einum dansherra sem hafði ekki verið í tímanum á undan og þá stal kvenkyns danskennarinn honum oft frá mér til að ná að koma taktinum í hann.

Ég tók mér reyndar svo eina pásu og settist út í sal og horfði á mannskapinn, það vildi reyndar svo skemmtilega til að þá voru pörin rétt samsett (makarnir saman og þessir stöku með lánsherrunum).
Öll pörin eru á þeim aldri að geta verið foreldrar mínir og það var bara yndislegt að sjá hvað þau voru öll ástfangin.   Þetta virkilega yljaði manni um hjartarætur, en að var þó stutt gamanið því danskennarinn sá mig og dreif mig út á gólf á ný....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vertu með á nótunum

brilljant að hafa svona dansnámskeið í vinnunni.....ég mundi mæta, bókað!

Vertu með á nótunum, 18.3.2008 kl. 20:14

2 Smámynd: Vilma Kristín

Sniðugt hjá ykkur að hafa dansnámskeið þar sem allir mega koma... en ekki bara svona kvenna-bulls-dansnámskeið eins og var hjá mér. Skil ekki hvað er gaman við dansnámskeið með engum strákum!

Vilma Kristín , 18.3.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband