... og gerđu vörutalningu í ísskápnum líka.
Skrapp í Bónus áđan og ţar sem ég fór labbandi ákvađ ég ađ hafa smá hemil á hvađ ég ćtlađi ađ versla.
Sá ađ ţeir eru komnir međ geggjađa pizzudeigiđ svo ég keypti mér deig og ost og skinku vitandi ađ ég ćtti heima í ísskáp grćnmeti á hana og sósuna - nema hvađ sósan hafđi klárast síđast og grćnmetiđ ekki lystilegt lengur svo ţađ fór í rusliđ.
Langađi samt eiginlega bara alveg í pylsur svona sođnar í brauđi ... vođalega gamaldags - en gleymdi ađ kaupa mér brauđ og allt útrunniđ nema tómatsósan
Keypti mér líka lifrarkćfu á brauđ og sá kćfuna alveg fyrir mér međ paprikkunni ofan á nýju brauđi - gallinn var sá ađ ég keypti mér ekki brauđ heldur og eins og fyrr sagđi fór grćnmetiđ í rusliđ.
Stend eftir međ sturtusápu og tannbursta, gos og svo pylsur vafđar inn í pizzudeig eđa ......
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.