Færsluflokkur: Bloggar

... ahhhhhh....

.... hvað ég er þreytt.

Búið að vera geggjað á salsanámskeiðinu og mikið af góðu fólki þar saman komið.   En þrátt fyrir að þetta séu ekki nema 2 klst á dag þá er ég jú að verða gömul og ekki í formi svo það auk vinnuálagsins sem búið er að vera síðustu vikuna er bara eiginlega búið að ganga frá mér.

Hef verið í vinnunni 13 tíma á dag (þri-mið-fim) og mína 8 á föstudag (tek fram að þó ég vinni yfirleitt fyrir framan tölvuna þá var svo ekki þessa vikuna heldur hlaupandi milli staða og mikið standandi í fæturna í misgáfuðum fótabúnaði), fór svo á námskeiðið og mætti eftir það í vinnuna í gær og var þar í 4 tíma og fór svo aðeins heim áður en haldið var á salsa ballið.  Nú er ég nýskriðin á fætur og ætlaði mér eiginlega að fara í vinnuna fyrir lokaátakið, en er bara hreint út sagt ekki að nenna því.

... næst er að fara að læra spænskuna svo maður geti skilið strákana þegar til Kúbu verður farið til að prufa hvað maður lærði ......


1,2,3 - 5,6,7 .... 1,2,3 - 5,6,7 ...

... lærði vissulega að telja sem barn en núna er þetta málið.

Eftir fyrsta daginn í salsa work shop-inu þá hlusta ég á öll lög í þessum takti og hreyfi mig með.  Fórum nokkrar vinkonur saman eins og búið var að plana (og segja aðeins frá hérna) og mikið agalega var gaman að þessu.   Lærðum fyrstu skrefin og þau voru ekkert mál .... en svo kom vandamálið upp .......  ég er of sjálfstæð kona til að leyfa dansherranum að stjórna (já ..... alveg rétt, voru bara töluvert margir ungir strákar að læra salsa og höfðu nóg að gera við að dansa við okkur allar) 
Einn af þessum ungu meira að segja kvartaði við mig að ég væri að reyna að taka af honum stjórnina, en ég svo sannalega ætla að reyna allt mitt.    Allavega var það ekkert mál að láta af stjórn meðan ég dansaði við vana fólkið, en þegar kom að hinum nemunum þá fór allt í kerfi.

Meira salsa á morgun og svo aftur á sunnudag svo eins gott að versla sér svo latneska tónlist til að halda lærdómnum við .... verð að geta notað þetta á næsta balli og sjá hvort strákarnir falli ekki hver á fætur öðrum fyrir þessari talningu minni Tounge


ráð til ykkar allra ....

...  aldrei spyrja spurninga á húsfundum Errm

Ekki nóg með að ég sé í stjórn húsfélagsins í mínu húsnúmeri heldur er ég komin í stjórn hjá heildarblokkinni og engar smá framkvæmdir fyrirhugaðar svo nóg að gera .... allt af því það leit út fyrir að ég hefði svona mikinn áhuga  ..... aldrei aftur mun ég spyrjast fyrir um framkvæmdir í húsfélögum ....


... láta platast ...

... bý í fjölbýlishúsi og á síðasta húsfundi var svo slöpp mæting að ég óvart lenti í stjórn húsfélagsins.   Ekki að maður eigi ekki að taka þátt í því sem er að gerast, en við erum félagar í öðru húsfélagi (blokkarlengjan) og nú er húsfundur þar líka og búið að hræða mig með hversu stjórnin þar er hörð og ákveðin og það sé búið að valta yfir almúgann í húsunum síðustu árin.

Nú er svo komið að ég á að mæta fyrir hönd míns húsnúmers á fundin og búið er að henda í mig fullt af gögnum og ég beðin að passa að samþykkja ekkert.  
Merkilegt að halda húsfundi svona í byrjun sumars þegar allir eru að njóta þess að eiga langar helgar og skreppa úr bænum.

EN ... þau í hinum húsnúmerunum munu ekki vita hvaða furðufugl þetta er frá mínu húsnúmeri því ég á eftir að pikka í hverja línu því ég er svo nýflutt að ég veit ekkert hvað hefur verið í gangi síðasta árið, nema ég veit að það er ekki að sjá á húsinu að neitt hafi verið gert ..... verð örugglega valin ómeðfærasti íbúinn eftir fundinn ..... yeah .......


... pantaði mér sumarfríið mitt í dag ...

...  heill dagur í júní því ég ætla að vera mætt fyrst af öllum í starfsmannaútileguna og taka á móti þreyttum vinnuþjörkunum með bjór í hönd.

Fyrirtækið ætlar í árlega útilegu í sumar og ekkert smá spennó því haldið þið ekki bara að ég eigi stefnumót við vinnufélaga sem býr hinumegin á landinu og alveg væri það eftir mér að kolfalla fyrir honum því ég væri svo að nenna að ferðast þetta og líka einhvernvegin sé mig ekki alveg í svona fjarsambandi.  
Allavega kl 21 fyrir framan hoppukastalann á föstudagskvöldinu kemur ungur maður að hitta mig, sjáum til hvað gerist .......


... kann að velja mér staðina ....

... til að kynnast strákunum.

Förum núna um helgina 5 vinkonur í Salsa danskennslu fyrir byrjendur ... hversu margir menn haldið þið að verði þarna fyrst maður þarf ekki dansfélaga?   
Hef voðalega sterka tilfinningu um að þarna verið eintómar konur, nema kannski einn kk og hann er þá örugglega gay elska að fara með hinum stelpunum  Blush 
En ég eignast þá bara enn fleiri æðislegar kunningjakonur og get þá reynt að heilla strákana síðar með seiðandi töktum á næsta balli.

Þarf að fara að ræða við single strákana í kringum mig (alveg alla þessa 3) og spyrja þá hvar þeir telji líklegast að maður hitti á einn almennilegan og eigulegan strák .... vona samt að þeir viti það ekki heldur því ekki vil ég að þeir séu að leita þeirra .....


... hækkum í útvarpinu ....

... fyrir all nokkru síðan upplifði ég mjög svo sérstaka stund sem ég hefði alveg getað komist af án.

Skrapp í partý eftir ball með stórum vinahóp sem væri ekki frásögu færandi nema hvað húsráðandinn (kvenkyns) hafði náð að lokka með sér ungann fola heim.   Eitthvað var verið að spjalla frameftir og músíkin höfð á lægsta á "fóninum" þar sem komið var fram undir morgun.   
Einhvern tíman í samkvæminu þá tökum við eftir því að húsráðandinn var horfinn og ungi folinn einnig.  Þetta vakti að sjálfsögðu athygli og mikla kátínu og þótti mannskapnum bara gott að vita að einhver fengi að njóta sín svona í lok kvöldsins.  

Eitthvað þynntist í partýinu og endaði með því að við sátum bara 2 vinkonurnar frammi í stofu um 7 um morguninn, nokkuð þreyttar en samt í fínu fjöri, spjölluðum og vorum að fá okkur smá snæðing.  Húsráðandinn fann lyktina af eggi og beikoni inn í herbergi og kom sársoltin fram og fékk sér smá snæðing með okkur og bauð okkur vinkonunum bara að leggja okkur hjá sér - tæki því ekki að fara heim úr þessu og við þáðum gott boðið.  Við vorum að búa vel um okkur frammi í stofu þegar húsráðandinn fór að kvarta yfir því að vera með hausverk og bað okkur um að hafa ekki hátt því hún ætlaði aftur inn í herbergi að leggja sig.  

Held að við höfum aldrei beðið hana afsökunar á því að botna græjurnar skömmu síðar ... en annað var ekki hægt þar sem folinn var svo hávaðasamur meðan hann bjargaði hausverknum hennar ......


... fullkomna bíómyndastundin ...

... jæja, best að halda áfram að telja upp þau deit sem ég get hugsað mér að segja frá á þessum vettvangi.   Það skal þó tekið fram þar sem þau koma þétt hérna inn að þetta er saman safn af deitum sem ég hef átt síðan ég skildi og það er rúmt ár síðan sá "voðaatburður/blessun" átti sér stað.  Ég er semsagt ekki þessi voðalegi raðdeitari sem ég lít út fyrir að vera.LoL

Allavega þá skrapp ég til GranCanaria í byrjun vetrar til að slappa aðeins af eftir erilsamt sumar.  Bjó þar hjá vinkonu minni og átti bara yfir höfuð frábærar stundir þar.  
Eitt kvöldið ákváðum við að hella aðeins upp á okkur og fara að hitta Elvis á einum af börum bæjarins Arguineguy.  Þar var lítill spænskur sjarmör í glysgalla sem söng Elvis lög eins og hann ætti lífið að leysa og stóð sig mjög vel enda vorum við vinkonurnar duglegar að dansa og syngja bakraddir með honum í lögunum hans alveg óumbeðnar.

Nema hvað ... þegar sýningunni líkur þá skellum við okkur á græna teppið á ensku ströndinni og höldum áfram að skoða í kringum okkur misgamla menn (ekki ungan mann að sjá á staðnum).  Við dönsuðum við eitthvað af kanaríbúum þarna og reyndum eins og hægt var að skemmta okkur, en þegar við erum eiginlega ákveðnar í að fara þá er bankað í öxlina á mér og mér boðið upp í dans.  Ég byrja að afsaka mig, ég sé að fara meðan ég sný mér við og hætti skyndilega við þegar við mér blasir þessi agalega fallegi ungi maður.    Sammy kallar hann sig, stráklingur frá Marokko og ég sem við vinkonu mína um að bíða smá stund.
Eftir nokkur lög þá fer samviska mín að trufla mig þar sem vinkona mín sat bara hin prúðasta og beið eftir mér svo ég gerði hlut sem er ekki mér líkur á ferðalögum erlendis ... ég fer til hennar og segi henni bara að fara, ég sjái hana á morgun.  

Vopnuð 20 evrum og engu öðru fer ég aftur til Sammy og við ákveðum að fara á rólegri stað til að spjalla aðeins.  Hann býður mér heim til sín, en ég afþakka það, segist ekki vera þannig dama.  Svo hann segist vita um fullkominn stað .... við förum inn í litla búð og kaupum okkur drykki og svo löbbum við hönd í hönd í nokkrar mínútur og röbbum saman þangað til hann segir bendir fram fyrir sig og segir bak við þetta hús ætlum við að fara.  
Verð að viðurkenna að mér leyst nú ekkert á að fara bak við eitthvað stærðar hús þar sem enga lýsingu var að sjá, en þegar þangað kom þá skildi ég af hverju þetta var fullkomni staðurinn ... við vorum komin niður á strönd og sátum svo saman í sandinum, spjölluðum og biðum sólarupprásarinnar saman.  
Mæli með því að allar konur sitji í faðmlögum með fallegum útlendingi og horfi á sólarupprás á Spáni allavega einu sinni á ævinni Joyful

Verið bara gáfaðri en ég og hafið á hreinu hvar þið búið og ef það er svona afgirt svæði eins og ég bjó á, með engum bjöllum, takið þá lykla eða allavega farsímann með til að komast inn heima.  Ég vissi hvað hótel eitt í nálægð við heimilið hét og gat komið bílstjóranum í skilning hvert skyldi fara frá hótelinu til að komast heim en þegar þangað kom þá var allt læst og enginn á ferð svo ég þurfti að byrja með að sitja fyrir utan í dágóðan tíma þangað til íbúi í complexinu treysti því að hleypa mér inn og þá gat ég lagt mig fyrir utan íbúðina því vinkonan var að sjálfsögðu steinsofandi og enn engar bjöllur í nánd .......


... rólyndisdagur ...

... þetta verður bara rólegur dagur geri ég ráð fyrir þar sem heimsóknir til vinnufélaga eru á dagskrá.  Erum 9 starfsmenn búnir að flytja það sem af er ársins, og fleiri svo að gera upp húsnæðið sitt svo það er ansi mikið rætt um innréttingar, gólfefni og eldhústæki á vinnustaðnum Joyful

Bið ykkur bara að njóta Hvítasunnudagsins, reyni að gera eitthvað meira spennó í næstu viku ...


usss ussss

... að maður skuli ekki bara sjá sig fyrir það sem maður er

Skrapp á ball með nokkrum single konum og bið ég þær hér með afsökunar á sannfæringarkrafti mínum.   Ég náði að sannfæra þær um að ég væri svona agalega róleg dama ... hógvær og óframfærin þegar karlmenn væru annarsvegar.    Ræddum mikið um hvað þyrfti að gera til að finna sér almennilegan mann og hvar þeir eiginlega héldu sig því við vissum að þeir voru ekki á skemmtistöðum bæjarins og ekki á netinu (þar sem við höfðum aðallega leitað fyrir okkur)

Nú þegar leið á kvöldið var ætt af stað á ball og mín skellti sér á barinn, sá þar standa 2 nokkuð myndarlega menn og brosti mínu allra sætasta til þeirra, þeir kinka kolli og ég tók það sem boð um að kíkja yfir (já já ... er óframfærin ... víst ... alveg satt ... ég er að meina það - allavega sko þegar ég er edrú)   Þarna voru komnir 2 pólskir strákar, annar mælandi á íslensku en hinn bara pólsku.  Það fór því svo að ég spjallaði aðeins við þennan sem gat gert sig skiljanlegan á íslenskunni. 

Stelpurnar sátu í smá fjarlægð og fylgdust með en þegar ég var búin að spjalla við hann í 5 mín þá kom gott lag og ég tældi manninn út á dansgólf með mér og tveim lögum seinna varð nokkuð ljóst í hvað stefndi.   Allavega var ætt af stað út í leigubíl og heim með afla kvöldsins.  
Hvað þar gerðist verður geymt milli veggja íbúðarinnar, en allavega stelpur - skoðið þessa útlensku ......


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband