Færsluflokkur: Bloggar

... merkilegt ...

... hvað það er búið að skjóta lítið á mig hérna í vinnunni eftir helgina.   Sennilega bara verið besta mál að hafa tínst með 2 íslenskum strákum og nokkrum pólskum því hinir urðu ekki vitni að þessari miklu ölvun sem átti sér stað Happy

Annars var ég svo heilsusamleg að skreppa í göngutúr um Laugaveginn og miðbæ Reykjavíkur í gær að skoða betur þessa furðulegu tattútöffara sem höfðu fyllt bæinn, allir enn í glasi og alveg jafn óspennó og þeir voru kvöldunum áður.   Sá inn í búðarglugga þennan líka glæsilega bling bling hring og ætlaði bara ekki að geta sofnað um nóttina fyrir hugleiðingum um hann.   Um kl 2 komst ég loks að þeirri niðurstöðu að maður gæti allt eins orðið ástfangin af skartgrip eins og manni og sennilega bara gáfulegra InLove.  
Alla vega er hann nú á fingri mér, kostaði mig bara einu sinni fjárútlát, en verð náttúrulega að vera góð við hann af og til á kvöldin og strjúka honum blítt með einn af þessum bláu klútum mér í hönd en er það nokkuð verra en strjúka strákunum ...... 


... vá fjöldi sætra stráka í hámarki ...

... skrapp í bæinn aftur í gær, alveg tilneydd, en hafði vit á að vera bara voðalega róleg í áfenginu.

Hitti ansi marga sem ég þekkti og hafði mikið gaman að kvöldinu þó ég hafi farið heim bara snemma (kl 3 þykir orðið snemmt í mínum bókum)
Hitti einnig fullt af sjarmerandi strákum bæði úr nútíðinni og ekki síður úr fortíð minni.  Allavega ég hitti 7stk stráka sem hafa á misjöfnum tíma verið strákar sem mig langaði að kynnast mikið nánar en ekki náð af hinum ýmsu ástæðum og fékk allt frá hæ upp í kossa og knús frá þeim.

Gunnsi var bara rólegur og passaði sig að halda öllum í fjarlægð þegar ég spjallaði við strákana, en Limma mín varð næstum því nægilega drukkin til að hægt væri að hafa virkilega gaman að henni.  Þessi elska sem segist ekki kunna að daðra á það nefnilega til við visst stig ölvunar að daðra við alla karlmennina í húsinu sama hversu stórann skemmtistað við förum á og í gær þá horfðum við á eftir henni á dansgólfinu dillandi sér í biluðum ham en lét alla strákana vera Errm
Var það kannski bara út af deitinu sem hún á með Gunnsa í hlébarðabuxunum .....


... nastrovje ...

... skrapp aðeins í bjór í vinnuna í gærkvöldi og mikið ætla ég mér, núna í dag, að sleppa því að taka áfengi með mér í staffa útileguna.

Endaði heima hjá mér kl að verða 7 í morgun og vaknaði svo um hádegi ennþá vel í glasi.   Minnispunktur fyrir sjálfa mig ..... ekki drekka allt sem þér er boðið ...  þvílíkur kokteill drykkja sem ég fékk í gær og svo á ég að hafa orku í djamm í kvöld líka Shocking

Ég semsagt er búin að skála við alla pólverjana í vinnunni hjá mér, dansa út á bílastæði við nokkra þeirra, búin að fá að vita að þeir elska mig allir (enda er ég launafulltrúinn) og upplifði svona "Dúfnahólar 10" dæmi úr Sódómu þegar það hitti á algjöra þögn í gærkvöldi þegar ég var að segja við nokkra í gríni að ég væri lesbísk .... það eru nokkrir sem trúa því núna og vinkonur mínar voru mikið spurðar í gær hvort þetta væri satt.
Fór svo niður í bæ með 2 vinnufélögum og við dönsuðum og dönsuðum og drukkum og drukkum og þegar Thorvaldsen lokaði þá var farið yfir á Dubliners þar sem haldið var áfram bæði við drykkju og dans.  Hitti þar þennan litla sæta pólverja sem var 26 ára og þótti víst engum nema mér hann of ungur fyrir mig, en ég bara dansaði smá við hann, prufaði aðeins að kyssa hann og sendi hann svo heim Tounge  .... .... .... ....  svo mikill kjáni sem ég er


hér kemur loksins toppurinn ...

... jæja - þessi saga verður vonandi toppurinn á því sem ég get sagt ykkur, allavega vil ég helst ekki upplifa annað eins eða hvað þá verra stefnumót.

Enn einn netverjinn sem ég er búin að spjalla við og virkaði svo eðlilegur og rólegur strákur vildi endilega hitta mig og þar sem ég var löt þá tók ég þann séns svona einu sinni að bjóða manni bara hingað heim á fyrsta stefnumót.   Gerði honum það ljóst þó að ég væri bara að bjóða upp á kaffisopa eða eitthvað svona til að drekka, en allt annað væri off limits, ég væri bara gamaldags siðprúð dama.    Hann taldi það bara besta mál, okkur væri bara báðum að leiðast og því ekki að hittast frekar og reyna að drepa tímann með spjalli.

Nema hvað, hann kemur hérna í heimsókn, ég set músík í tækið og við spjöllum um daginn og veginn.   Vinnan, fjölskyldan, ferðalögin, sumarfríið og hvað eina sem okkur datt í hug.  Eftir um 2ja tíma spjall hérna þá var ég bara nokkuð sátt við að hafa lagt í að bjóða svona ókunnugum strák heim og þóttist bara í góðum málum þar sem þetta var bara nokkuð myndarlegur strákur.

Allt í einu kemur Grace Kelly með Mika í tækið og gaurinn stekkur upp úr sófanum og byrjar að dilla sér og segir þetta lag tilvalið til að strippa við.   Ég hlæ að honum og segi honum að hætta þessu bulli, en peysan fær að fjúka og svo bolurinn ... meira dill og næst fer annar sokkurinn svo hinn og ég er eiginlega alveg hætt að hlægja að gaurnum.   Gaurinn heldur áfram að dilla sér í takt við krulluhærða krúttið og endar á sprellanum hérna inni í stofu hjá mér og sest í leðrið NAKINN.
Ég sit við hliðina á honum og er svona að vandræðast hvert skuli horfa því ekki var "milli fóta konfektið" neitt til að hrópa húrra yfir þrátt fyrir að vera í standstöðu og ég bið mann greyið um að standa upp og klæða sig.  
Hann var nú ekki alveg til í það og fer eitthvað að handfjatla vininn og spyr hvort ég vilji ekki aðstoða sig Shocking  ég hélt nú ekki, þakkaði þó gott boð enda með eindæmum kurteis kona.   Bað hann enn um að klæða sig og bað hann eins kurteisilega og ég gat um að koma sér líka bara sjálfum út.  Félaginn fer þá að tína á sig spjarirnar aftur en stendur svo fyrir framan mig þannig að fermingabróðirinn er í augnhæð hjá mér og segir þetta síðasta séns fyrir mig um leið og hann dillar sér þannig að slátrið flengist fram og til baka framan við mig og hann fór að tjá mér hvað það sé erfitt að keyra þegar ástandið er svona, hvort hann mætti ekki allavega fara inn á bað hjá mér að tappa af ... þá stóð mín upp, henti í hann restinni af fötunum og sagði "skal panta handa þér leigubíl........"


... opinberunin....

... er alveg að koma Kissing

Er að rjúka í salsað "ME GUSTO MUCHO BAILAR SALSA"  og þar með er spænskukunnáttan búin, ekki að þetta sé mín kunnátta heldur æddi ég á spænska herrann sem er að vinna með mér og fékk hann til að kenna mér að segja hvað mér þætti salsað skemmtilegt....

Mikil djammhelgi framundan, vinnudjamm á morgun og svo nokkrar single dömur að kíkja á strákana á laugardagskvöld og Gunnsi þar með (orðinn einn af stelpunum greyið - ekki viss um að hann sé sáttur við það þó) svo sunnudagur verður skelfilegur þynnkudagur geri ég ráð fyrir.

Sagan fína verður sett á netið í fyrramálið ..... þarf aðeins að yfirfara hana áður en ég sleppi henni lausri út á netið.


... hvað er tryggð í sambandi ...

... fer að halda að það sé eitthvað ofan á brauð.

Verð bara að fá að setja það hérna á blað hvað það er ótrúlegt hvernig fólk hagar sér núorðið.

Minn skilnaður varð illur vegna framhjáhalds og þess vegna tek ég kannski extra illa í það þegar lofaðir strákar eru að reyna að heilla mann, hvort sem það er á netinu eða úti á lífinu, jafnvel í vinnunni.
Ætla ekki að vera tepra og reyna að halda því fram að konur séu nokkru skárri en karlmenn, enda veit ég af ansi mörgum tilfellum þar sem konur hafa átt vin "on the side"  en er til of mikils mælst að þarna úti finnist fólk sem gæti hugsað sér (tímabundið þá allavega) að eiga í sambandi við bara einn einstakling í einu?


... hafið hugann við efnið ...

... þegar þið farið út í búð að versla.

Er svosem ekki frásögu færandi en skrapp niður í 11-11 til að kaupa brauð og álegg í kvöldog var þar eitthvað annars hugar.   Var búin að setja brauð í handkörfuna og L&L og án þess að spá meira í það þá labbaði ég fram hjá áleggskælinum og út að mjólkurkæli, en þegar þangað var komið þá áttaði ég mig á hvert ég var komin og stoppaði mjög snögglega og snéri mér 180° með fusti og karfan mín náttúrulega flaug hálfhringinn með mér ..... og endaði í fanginu á voðalega myndarlegum manni.
Sem betur fer var hann fljótari að hugsa en ég, því ef ekki þá hefði ég mögulega orðið þess valdandi að hann og hans fullkomna kona (eða hver sem þessi kona með honum var) hefðu ekki getað fjölgað sér Blush .....


meira salsa ...

... jæja nú er ég búin að skrá mig í framhald af Salsa kennslunni og bara komin tilhlökkun fyrir næsta tíma.
Vona að sem flestir frá workshop-inu verði áfram með því þetta var snilldar hópur og væri bara gaman ef úr yrði að við færum nokkur til Kúbu að skemmta okkur við að dansa á götum úti með innfæddum snillingum.

Annars var ég snillingur í dag .... hitti strák í dag sem ég hef þekkt í dágóðan tíma og veit að er single og ætlaði að vera ferlega kúl á því og bjóða honum á deit, en gugnaði í miðri setningu og til að koma mér út úr vandræðunum þá bara tróð ég inn upplognu veðmáli milli mín og sameiginlegrar vinkonu okkar um að það væri ok að bjóða strákunum úr vinahópnum út.   Eftir að hafa spjallað í dágóðann tíma við hann um þetta veðmál þá þurfti ég að "trúa" honum fyrir því hverjum af strákunum vinkona okkar væri spennt fyrir og guttinn ætlar að hjálpa mér að koma þeim saman.
Verður gaman að sjá svipinn á vinkonunni þegar félaginn mætir á svæðið og tilkynnir henni að hann sé á fullu að vinna í þessu deiti fyrir hana .....


... verð að taka mig á ...

... ef ég ætla að hafa fleiri deit til að segja ykkur sögur af.

Annars veit ég að þeir sem þekkja mig hvað best eru að bíða eftir sögu sem er tilbúin hérna inni en ég bara ekki búin að opinbera hana þar sem ég var búin að ákveða að búa til smá spennu í kringum hana.

Allavega ... í vikulokin ætla ég að segja ykkur frá einu furðulegasta deiti sem um getur í sögu ólofaðs fólks (vona ég allavega)  geri ekki ráð fyrir að margir lendi í svona þrátt fyrir að heimur internetsins sé orðinn frekar soralegur.  
Ætla að kveðja í augnablikinu með nokkrum dæmum um það sem maður kynnist á netinu .....

Til dæmis er það litli strákurinn sem vildi ólmur koma heim til mín í pollabuxum einum fata til að þrífa fyrir mig, en skilyrði var þó að hann fengi að þrífa nakinn.   Merkilegt nokk þá þáði ég það ekki.....

Daman sem sannfærði mig næstum því um að ég væri lesbísk.  Yrði bara að prufa að sofa hjá henni til að komast að sannleikanum ......

Maðurinn sem er skyggn og veit að við eigum eftir að hittast, elskast og eiga börn saman.  
Ekki að börnin væru ekki velkomin í líf mitt þá er svona rugludallur ekki minn stíll, allavega ekki ennþá  ....


... hávaðinn í bíó ...

... hentar mér mjög vel.  
Hef oftar en einu sinni átt það til að fara í bíó og ná að sofna þar.   Það virðist alveg vera sama hvort það er spennumynd, drama, rómans eða gaman alltaf þarf Gunnsó félagi að vekja mig í miðjum fyrrihálfleik (eða sko fyrir hlé) en er yfirleitt hin sprækasta eftir hlé.   Gunnsó er orðinn svo vanur þessu að hann er komin með automatiskt pikk í mig en það er verra þegar aðrir fara með mér.

Lenti í því fyrir nokkru að fara út með manni sem bauð mér í bíó því honum fannst ég alltaf svo hress þegar við hittumst.   Hann sótti mig og við spjölluðum smá, skelltum okkur svo í Sambíóin Álfabakka og fengum okkur popp og kók og settumst inn í sal að horfa.   Ekki man ég einu sinni lengur hver myndin var, en allavega þótti deitinu mínu ég vera húmorslaus dama og sagði ljóst að við pössuðum ekki eins vel saman og honum fannst upphaflega þar sem ég hafði ekkert hlegið að myndinni .... veit ekki hvort það hefði verið nokkru betra ef hann hefði heyrt hroturnar yfir myndinni sem orsökuðu þennan dofa sem virtist vera í hláturtaugunum .....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband