Færsluflokkur: Bloggar

EurovisionValentínusarÞorrablótið ...

Ég er sjálfstæð kona og bjarga sjálfri mér þegar þörf er á svo ég keypti fullt fullt af rósum og skreytti salinn fyrir Þorrablót fyrirtækisins með þeim og rauðum kertum  ..... ástæðan var að Þorrablótið var haldið á Valentínusardegi og fullt fullt af sætum strákum í vinnunni sem auðvitað gáfu mér rósir í tilefni dagsins svo ég átti fínast Valentínusardag þrátt fyrir makaleysið ToungeGrinTounge

Eitthvað var misjafnt hvað við entumst en við fórum nokkur í bæinn og merkilegt nokk að þrátt fyrir gervin þá var okkur hleypt inn á skemmtistað í borginni þar sem við héldum áfram að dansa. 
Þar reyndar losaði mig við rósirnar aftur, sem var ekki auðvelt því auðvitað áttu bara sætir strákar að fá rósir.   HEY Þetta sýnir að ég er með endurvinnsluna á hreinu Joyful

 

 


netlausavikan fyrir lítið vegna forvitni minnar ...

já nú getur stjúpan mín hlegið mikið að mér næst þegar hún kemur því hún hafði ekki trú á að ég héldi út heila viku netlaus, enda fáir meiri tölvusjúklingar en hún ... nema ef vera kynni ég.

Ég bara gat ekki annað en komið inn til að lesa um nýja baráttumálið hennar Vilmuog fyrst ég var að commenta þar þá sést að netlausa áheitið mitt er fokið.

Njótið lestrarins hjá henni .... ég skrái mig ekki með henni.


rólega vikan

Ég hef oft gert grín að einhleypum vinkonum mínum vegna þess hvað mér finnst þær margar rólegar í að skoða strákana (er þó ekki að segja að allir eigi að vera jafn duglegir og ég).
"Heldur þú að herra fullkominn komi bara og banki uppá heima hjá þér" er setning sem ég hef sagt oftar en ég kæri mig um að muna en datt í hún í hug í dag þegar ég ákvað að taka mér smá internet pásu.
Næstu vikuna ætla ég nefnilega að gera smá tilraun með sjálfa mig og tölvuæðið í mér og sjá hvort ég nái að láta tölvuna vera heima á kvöldin og í staðin eiga róleg kvöld við eldamennsku, bókalestur, njóta góðrar tónlistar og jafnvel bara taka til í draslskúffunni minni.

Nú er spurning hvort það kvikni ekki viðvörunarbjöllur hjá internetþjónustunni minni og þeir sendi mann hingað heim að athuga hvað sé að  híhíhí

Vona að vikan verði góð hjá ykkur hinum .....


"love is in the air ....."

ég er sko bara alveg í biluðum diskó gír ennþá eftir föstudagskvöldið með Vilmu og "kindabóndanum"

Eftir að hafa vaknað seint, nennt seint til vinnu þá var ég bara sátt við að matarboðinu sem átti að verða var frestað og ég gat átt rólegt kvöld í sófanum mínum að horfa bara á imbann.
Á RÚV var verið að sýna hallærislega unglingamynd ... "win a date with Tad Hamilton" og auðvitað er þar besti vinur dömunnar sem nær deitinu yfir sig ástfanginn af henni en hefur aldrei tjáð henni það.   
Ætla svosem ekki að segja frá myndinni (ekki svo ég kjafti frá plottinu heldur er hún einfaldlega ekki nægilega spennandi) en ég eiginlega féll smá fyrir því þegar besti vinurinn var að segja Tad frá því að daman ætti 6 mismunandi bros  .. eitt þegar hún skellihlær, eitt þegar hún hlær fyrir kurteisis sakir, eitt þegar hún er að gera plön, eitt þegar hún gerir grín að sjálfri sér, eitt þegar hún er í óþægilegri aðstöðu og eitt þegar hún talar um vini sína.

Set þetta brot hér með .....  

 

og auðvitað lagið mitt líka .... fylgir alveg svona vorveðri að verða skotin ....


"ég heyri svo vel .. ég heyri fiskinn tyggja"

Ég var ótrúlega dugleg í gærkvöldi og eldaði handa hálfum heiminum, eða það fannst mér enda ekki vön að elda fyrir 6 fullorðna karlmenn sem taka vel til matar síns.
Annars er þetta hluti af kreppuráðinu mínu ... fer reglulega í mat til fjölskyldu og vina og tek svo bara einstaka sinnum upp spaða og pönnur og sé um að elda handa öllum sem vilja .... helv dýrt að elda endalaust fyrir einn.   Mæli með að aðrir prufi ...

Í kvöld t.d. var ég svo sniðug að troða mér í mat til Vilmu, heimasætunnar og prinsins og hafði það bara gott í eldhúsinu að spjalla við Vilmu á hæsta meðan hún var að elda og vaska upp og almennt sinna heimilinu.   Voðalega notaleg hlutskipti   híhíhí
Í miðju spjallinu var ég svo vitlaus að segja Vilmu að ég hefði gefið fisk greyinu mínu að borða í gærkvöldi þegar ég var búin að slökkva á imbanum og ég hefði heyrði hann tyggja, þetta var svona eins og þegar maður borðar snakk .... krakks krakks krakks.   Þetta kostaði mikil hlátrasköll og gott ef hún er búin að jafna sig þessi elska .... en hún tók af mér það loforð að nota þetta sem titil fyrir bloggfærslu kvöldsins.  
Verð þó að segja þar sem ég næ ekki sambandi við hana í augnablikinu að hún er örugglega núna búin að slökkva á öllu heima hjá sér og komin við fiskabúrið að tékka á sínum. 


your problem is my problem ...

Það hefur nokkrum sinnum á mínu langa/stutta lífsskeiði verið reynt að kenna mér að fullkomnun er ekki til og ég þykist alltaf vera að læra þetta en kemst svo að því að svo er ekki ....

Einn góður vinur minn hefur þessa svakalegu þörf fyrir að redda öllu fyrir mig og dekstra við mig og svona taka svolítið stjórnina sem mér hefur fundist svakalega sjarmerandi því ég hef alltaf verið sú sem hugsa um allt og alla í kringum mig.

Um helgina fór þó svo að ég fékk nóg.

Við skruppum nokkrir vinir saman í bæinn eftir að hafa snætt saman og sötrað eitt eða tvö glös eftir matinn. 
Heima hafði hann passað að glasið mitt væri aldrei tómt, rétt mér símann minn þegar sms bárust, fært til stólana þegar ég fór að dansa og gott ef hann pússaði ekki skóna mína áður en við hentumst upp í leigubílinn.   Allt voðalega næs.
Þegar niður í bæ var komið fór hann á barinn og verslaði, passaði jakkann minn meðan ég dansaði, en dró svo vin okkur úr sætinu sínu þegar ég kom að borðinu svo ég gæti sest .... fyrstu mistökin hans.  
Þegar ég fór svo og kíkti hring á skemmtistaðnum að skoða hvort einhverjir aðrir vinir leyndust á svæðinu þá tók ég eftir því að hann rölti nokkrum skrefum fyrir aftan mig að passa upp á mig og mér fannst það frekar óþægileg tilfinning svo þegar ég sá hann gera slíkt hið sama þegar ég fór að dansa þá var mér nóg boðið og dró hann afsíðis til að ræða aðeins við kauða.

Ég er að passa að þú lendir ekki í vandræðum var afsökunin hans og það er hans hlutverk sem vinar míns að redda öllum mínum vanda ..... HALLÓ .... ég reyndi að segja honum að mín vandamál væru mín vandamál og móðgaði hann skelfilega með því en náði þó að lokum eftir dágóða stund og miklar rökfærslur að fá hann til að slaka aðeins á með því að ef upp kemur vandamál sem ég get ekki leyst þá muni ég hringja í hann og hann fái að vera bjargvætturinn minn.

Þarna er enn og aftur verið að sýna mér að hinn gullni millivegur er vandfundinn .... með því að leyfa honum að hugsa um mig af og til þá hef ég gefið honum stjórnina og gert hann að sjálfskipuðum bjargvætti mínum.

Best að halda þess vegna bara áfram að vera sjálfstæð einhleyp kona .....


Margmennis stefnumótið

Þar kom að því að ég átti stefnumót þar engar væntingar voru hafðar fyrir hittingnum og engar áhyggjur hafðar af því hvort ég heyri aftur í þeim sem ég var að hitta.

Ástæðan er að þetta voru 2 bloggvinir sem Vilma hafði mælt okkur mót við og vitað var að þetta yrði ánægjuleg stund með "gömlum" vinum sem ég veit að eru ekkert hætt að kommenta hjá mér.
Það var bara gaman að sjá loksins eitthvað af fólkinu sem maður hefur kynnst í bloggheimnum og mæli ég með því að fleiri bloggarar taki sér þetta til fyrirmyndar. 

Hrönn og Einar takk fyrir spjallið yfir kakóinu og kökunni og Dúa, gaman að sjá ykkur mæðgur líka þó þú sért hætt að blogga Kissing


tattútröllið

Brunalyktin frá Hverfisgötunni var áberandi, hávaðinn mikill og miðbærinn virkaði eins og ég hef oft hugsað að miðbærinn sé á Þorláksmessu ... fólk út um allt á leiðinni í allar áttir.
Allstaðar fólk á labbi, mikið skrafað og spennan svakaleg ... gott ef það var ekki dálítið stress í mannskapnum og allir frekar "hyper"

Þó eins væri komið fyrir mér þá var ég ekki komin í miðbæinn til að mótmæla (skömm frá að segja) heldur var ég að fara á algjörlega blint stefnumót.
Ég hef ekki farið á svona algjörlega blint stefnumót síðan ég hitti "the bad boy" (sjá eldri sögur) svo það verður að viðurkennast að þetta var smá stress.  Eina sem ég í raun vissi um manninn var að hann er með nokkuð mörg tattú.
Ég var búin að gefa smá lýsingu á sjálfri mér og ákvað bara að vera köld og hitta hann á kaffihúsi.
Þegar ég kom á svæðið var einn áberandi í fjöldanum því hann starði svo stíft á útidyrnar og þegar ég leit til hans þá rétti hann upp hendi sem var fagurlega myndskreytt svo ég vissi að kauði var fundinn.

Fer svosem ekki mikið nánar út í spjallið okkar en allavega röltum við okkur sátt saman út 2 tímum síðar og nú er bara þessi endalaust skemmtilega bið við símann sem allir þekkja, fær maður hringingu aftur ....


3-1 eða 2-2 hvað veit maður ...

Það var skorað á strákana mína (vinnufélagana) í fótbolta og auðvitað varð ég að fara með stelpunum og klappa og öskra og hvetja okkar menn áfram af fullum hita. 

Þegar á völlin kom þá blasti við okkur hópur stráka að hita upp og þó var föngulegur hópurinn merktur fyrirtækinu okkar mun meira áberandi ..... aðallega þó vegna fjöldans.

Það var ekki nóg með að fyrirtækið hjá mér kom í eins búningum, með klappstýrur af báðum kynjum heldur voru þeir með fullmannað lið og fullmannaðan varamannabekk.
Hitt liðið var í svakalegu ósamræmi .... hver í sínum bol, enginn að styðja þá og þurftu svo að betla 2 af okkar strákum til að geta spilað.

Það var mikil harka í boltanum og greinilegt að menn hafa skap þegar inn á völlinn er komið en leikar fóru þó ekki eins vel og við vildum ..... 3-1 fyrir hinu liðinu.
Strákarnir mínir voru þó fljótir eftir leikinn að breyta stöðunni í jafntefli því 1 af mörkum hins liðsins var í eigu starfsmanns frá okkur svo fyrirtækin skoruðu 2 mörk hvort og klárlega erfiðara að skora í eigins mark ...... Tounge


was upp

Áríðandi skilaboð.

Ég er búin að finna einn sem elskar mig, finnst ég falleg, gáfuð, fyndin, frábær ... bara yndisleg að öllu leiti og hann telur til öll falleg lýsingarorð sem hann kann Grin   Ég er líka það besta sem fyrir hann hefur komið lengi.

Hann sjálfur er þvílíkt krútt, flott vaxinn og yngri en ég  hmmmhmm Tounge
En mikið skelfilega þyrfti hann að vera mállaus

Þegar hann er hérna hjá mér er eins og ég sé stödd í einhverri gangsteramynd frá bandaríkjunum þar sem hann hljómar eins og tvítugur svartur reiður DÚDDI og ég er ekki alveg að meika það lengur.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband