Enn og aftur segir Vilma bara of skemmtilega frá því sem ég er að gera ......
Leyfi henni því að segja ykkur fréttirnar af mér http://vilma.blog.is/blog/vilma/entry/587786/
Hvernig farið þið að því að setja smekklega fram svona link á aðra síðu?
Bloggar | 10.7.2008 | 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja, nú er ég búin að finna leið til að koma mér fyrr í bólið og meira að segja sofna fyrr á kvöldin ... reddaði mér bara bólfélaga (þessi kemur passlega á eftir kynlífskúrssögunni)
Búin að vera að vandræðast við að sofna síðustu vikurnar því þegar ég hef loksins komið mér upp í rúm þá hefur hugurinn farið á fulla ferð við að skipuleggja allt og ekkert og láta mig dreyma dagdrauma.
Núna um helgina var ég orðin svo þreytt á þessu að ég ákvað að prufa hvernig gengi ef ég tældi Dagfinn Eirík Lárintíus Love með mér upp í rúm.
Ekkert er um atlot en það vantaði ekki að hitastigi í rúminu mínu hækkaði því tölvan virðist ætla að bræða gat á dýnuna mína þegar ég er búin með hálfann DVD .....
Bloggar | 8.7.2008 | 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er mín ekki bara búin að fá gefins kort í ræktina Gjöfinni fylgdi reyndar skylda og það var að mæta 3svar í viku annars þyrfti ég að endurgreiða gefandanum helminginn af kortinu.
Þetta væri ekki málið kannski ef þetta væri mánaðarkort, en þetta er árskort svo ég skal mæta minnst 155 sinnum til viðbótar í ræktina fyrir 1. júlí 2009
En í ræktinni áðan rifjaðist upp ein mesta móðgun sem ég hef fengið framan í mig .. eða það væri málið ef ég hefði getað tekið athugasemdinni alvarlega.
Hann Mundi minn var búinn að hafa mikið fyrir því að fá mig á stefnumót þrátt fyrir að ég hafi marg sagt honum að ég væri ekki kona fyrir hann þar sem hann vildi ekki konur sem væru í yfirvigt.
Eftir að hafa hitt hann og spjallað oft eftir það þá sagði ég honum frá kúr sem ég heyrði af hjá Opruh vinkonu okkar allra. Þarna var ég að tala um kynlífskúrinn.
Ein ung dama hafði misst 25kg á 4 mánuðum eftir að hafa tekið bóndann á orðinu um mikið og gott kynlíf. Málið var að stunda kynlíf minnst 10 sinnum í viku og spennan við að hitta bóndann og eiga "gæðastund" saman var nóg til að halda dömunni frá nartinu.
Munda leist vel á þennan kúr og mælti með honum handa mér en benti mér á að ná í 3 aðra til að stunda þetta með mér næstu 4 mánuðina og þá væri ég í góðum málum ..... en 4x25kg eru 100kg
Ég lét hann aldeilis heyra það enda væri ég ekki spennandi 100kg léttari en málið var víst að hann lagði ekki í 10skipti í viku sjálfur ....
Bloggar | 7.7.2008 | 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það sýndi sig í gær (í annað sinn) að ég er búin með djammkvóta ársins.
Fór í þetta fína garðpartý í gær þar sem sátu nokkrar yndislegar vinkonur, nokkrar nýjar kunningjakonur og nokkrir strákar sem ég hafði aldrei hitt áður.
Það var setið úti með teppi yfir lærum og skálað, sungið og spjallað. Yndislegra er varla hægt að biðja um það nema hvað Rebbý hugsaði bara til sófans síns og að núna væri myndin með Brosnan að byrja í sjónvarpinu.
Hvað er sú hugsun að skjóta upp í kollinn á mér í miðju djammi?
En að sjálfsögðu var Rebbý hliðholl vinkonunum og fór með þeim í bæinn að dansa og urðu bæði Thorvaldsen og Apótekið fyrir valinu. Reyndar hafði ég bara gaman af þegar einn af mínum uppáhalds leikurum tók utan um mig á dansgólfinu og sagði mér hvað það væri geggjað stuð hérna og hann væri bara sveittur af því að hreyfa sig svona mikið við takt danstónlistarinnar ..... alveg er ég samt viss um að hann man ekkert eftir mér frá því í FB þegar við unnum þar saman í leiklistarklúbbnum Aristofanes Rebbý er nefnilega stundum þessi hlédræga týpa.
Klukkan rúmlega 5 vorum við bara orðnar 2 eftir og skröllum við þá loksins í leigubílaröðina eftir að hafa fengið okkur snæðing í miðbænum, sáttar og sælar - ég af því að rúmið beið mín - vinkonan því hún hafði skilið eftir símanúmerið sitt hjá ungum sveitastrák. Nú bara verður spennandi að fylgjast með hvort það verði stefnumót út úr kvöldinu þó það hafi ekki verið mín veiði...
Bloggar | 6.7.2008 | 13:50 (breytt kl. 13:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Var að horfa á yndislegt atriði í bíómynd sem ég sá alveg að gæti orðið ég eftir nokkur stefnumót af einkamálum í viðbót.
Þarna var maður sem var einmanna og kunni ekki að eiga samskipti við fólk. Hann skrapp á netið og fann þar að hans mati fullkomin maka og bankar síðan uppá hjá bróðir sínum og segist hafa kynnst konu á veraldarvefnum en hann megi ekki vera með fordóma gagnvart henni þrátt fyrir að hún sé í hjólastól og tali enga ensku. Bróðirinn lofar því og næsta myndskot er af feimna manninum og kynlífsdúkkunni sem hann keypti sér til að tjá sig við.
Sé mig alveg í anda panta mér "mann" og fara með í mat til mömmu. Hún myndi sennilega hætta þá að forvitnast hvernig gangi að finna nýjan tengdason handa sér
Bloggar | 5.7.2008 | 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja ég held áfram að fórna mér fyrir málstaðinn (bloggið mitt) og skrapp á stefnumót rétt eftir 11 í gærkvöldi að hitta Fransmanninn (er reyndar ekki franskur, nema í útliti).
Við skelltum okkur upp í Grafarvog að skoða skúlptúrana þarna fyrir ofan Gufunesið og tókum göngutúr í kvöldsólinni og ýmist horfðum út á haf eða á þessi verk sem við reyndum ekki einu sinni að lesa úr.
Það var að sjálfsögðu spjallað helling og rætt bæði um Íslandið og útlöndin, börnin hans, vinnuna okkar og nýjustu fréttir.
Þegar við byrjuðum að rölta til baka þá var blikkandi lögreglubíll að loka af akstursleiðunum þarna í kring og við vinsamlegast beðin um að fjarlægja kaggana okkar hið snarasta.
Hef prufað eitt og annað, en löggan hefur ekki áður slitið stefnumóti fyrir mig ......
Bloggar | 4.7.2008 | 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Skrapp til mömmu gömlu áðan og hún og systir hennar fengu vægt áfall við að sjá mig enda var ég hálf grátandi með eldrauðar kinnar, bólgin augu og náði varla andanum.
Ástæðan er tvíþætt .... atsjú tímabilið byrjað (frjóofnæmi) og var að koma úr heimsókn frá Vilmu og hafði þar verið að kela við eina af kisunum hennar þrátt fyrir ofnæmi fyrir þeim.
Í gærkvöldi var ég líka hjá Vilmu og kisunum enda hafði hún boðið okkur Snjóku í mat til að semja við okkur að vera ráðgjafar í breytingum á heimilinu. Þær mæðgur eru vægast sagt litaglaðar og hætta var á að hver veggur fengi sinn eigin lit ef ekki kæmi einhver aðeins rólegri að málum. Við Snjóka hjálpuðum til við að velja liti á restina af íbúðinni, en þær mæðgur höfðu þó tryggt sig ágætlega því þær voru búnar að mála forstofuna fjólubláa og sögðu okkur engu um hana ráða.
Ljóst er að næstu vikurnar verða þess vegna erfiðar en málið er að klára breytingarnar hjá Vilmu í júlí enda verður allt að vera rosalega flott og fínt (og með nægu dansplássi) fyrir ljónapartýið fræga.
Mæðgurnar gera reyndar mest allt sjálfar, en vissara er að kíkja við af og til áður en bleikt sófasett verður komið inn í græna stofuna við hliðina á appelsínugula eldhúsinu.
Í kvöld er stefnan bara tekin á að fara snemma að sofa því enginn var svefnfriðurinn í nótt vegna óróans sem er við næstu íbúð og hafði hátt í rokinu í nótt + dyrabjölluhringingum sem ég neitaði að svara enda mið nótt.
Bloggar | 2.7.2008 | 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
"Húsið mitt er bak við stóra jeppann" ...... svona hljóðað lýsingin á hvernig ég ætti að finna húsnæðið hjá nýjum spjallfélaga þegar ég ákvað að gerast agalega köld og kíkja í vídeó áhorf í gærkvöldi.
Þó ég sé nú oft nokkuð frökk í því sem ég geri þá hef ég ekki verið að fara heim til einhverja netverja svona án þess að hafa hitt þá á almannafæri fyrst en ákvað að láta slag standa í gær enda voðalega notalegt að spjalla við guttann og var viss um að hann gæti ekki verið verri en stripparinn minn.
Á móti mér tók brosandi andlit sem afsakaði ástandið á húsnæðinu, hann hefði ekki haft tíma til að taka til vegna anna í vinnunni. Ég sagðist þola þetta enda hafði hann notað ráð sem svo margir þekkja og kveikt bara kertaljós í íbúðinni til að fela mesta rykið.´
Þegar inn kom spurði hann mig þó hvort ég hefði nokkuð á móti dýrum sem ég sagðist ekki vera, en hefði heldur átt að spyrja hversu mörg dýrin hans væru.
Til að byrja með tók á móti mér stórt og fallegt fiskabúr með nokkrum tugum fiska og þar gleymdi ég mér við að fylgjast með í nokkrar mínútur.
Eftir það kom annað stórt búr þar sem 2 skjaldbökur voru að svamli og voru engin smá stykki.
Svo bar hann fram páfagauk sem ætlaði ekki að þagna enda komin nýr spjallfélagi á svæðið, en ég verð þó að viðurkenna að ég er ekki hrifin af fuglum svo ég bað hann vinsamlegast að fjarlægja hann.
Þá rak ég augun í lítið búr upp á borði og spurði hvað væri að finna inni í því og hann fer að búrinu meðan ég er að fá mér sæti og kemur til baka með snák. Þarf væntanlega ekki að taka fram að ég var ekki lengi að henda mér upp úr sófanum enda ekki hrifin af öllum dýrum.
Eftir að öruggt var að öll dýrin voru á sýnum stað og lokuð inni þá gat ég sest aftur í sófann og svo áttum við hið fínasta spjall um heima og geima langt fram eftir kvöldi og þegar ég loksins staulaðist heim þá var fátt órætt og komið laaaaangt fram yfir svefntímann.
Kíkti samt í litla búrið að tékka hvort snákurinn væri nokkuð búinn að lauma sér í jakkavasann minn svo ég tæki hann ekki með mér heim ....
Bloggar | 30.6.2008 | 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eftir að hafa lesið lýsinguna sem Hrönn myndi setja um mig á einkamál þá opnaði ég upp á nýtt aðgang minn að þessum sorastað og viti menn .... fann ekki bara Mika gaurinn mig aftur.
Viðurkenndi að hann hefði verið helst til dónalegur að afklæðast og ætla svo bara að hafa það gott upp í leðursófanum mínum, en vildi þó ólmur fara á annað stefnumót.
Ég spurði bara pent hvernig stefnumót nr 2 myndi vera með manni sem hefði gengið svona fram af mér (og reyndar komið svona góðri sögu á netið) og svarið sem ég fékk var "gætum horft á spólu saman" ég verð að viðurkenna að eina sem mér dettur í hug eftir fyrri reynslu er að það færi blá mynd í tækið
Annars er ég bara búin að eiga agalega rólega helgi ... var að vinna reyndar til miðnættis á föstudag og skrapp svo í 4 tíma í vinnuna í gær en þess utan bara búin að dunda mér heima og horfa á imban auk þess auðvitað að tala við pervertana á einkamálum + reyndar 2 sem virðast með kollinn í lagi. Spurning að tékka aðeins betur á þeim....
Bloggar | 29.6.2008 | 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ef ég er ekki versti gestgjafi ever þá aumingja þið sem hafið heimsótt þá sem verri eru.
Fékk vinkonu í mat í gær og hún endaði með að taka yfir matreiðsluna þar sem ég var svo upptekin við að segja henni skemmtilegar sögur og henni fannst ég ekki nægilega snögg að huga að matnum á meðan.
Eftir matinn sagði ég henni að hafa ekki áhyggjur af uppvaskinu ég myndi bjarga því síðar og bíð henni sæti í stofunni og þegar við erum að koma okkur vel þar fyrir þá hringir síminn og ég festist í samtali í smá stund. Stundin var þó ekki smærri en það að hún var búin að kveikja á sjónvarpinu þegar ég kláraði málið og við settumst þá bara aðeins yfir skjánum.
Nokkru síðar þá pikkar hún í mig og segist ætla að sjá mig bara síðar því þá var ég sofnuð í sófanum yfir sjónvarpinu og ég afsaka mig hægri vinstri og lofa að vera betri félagsskapur næst þegar hún komi við.
Þegar ég er búin að fylgja henni til dyra og fer inn í eldhús að ganga frá þá er vaskurinn tómur og afgangarnir komnir inn í ísskáp svo ég hef þokkalega sofið vel og lengi ....
Bloggar | 27.6.2008 | 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)