Það vantar ekki hugmyndaflugið hjá yndislegri skemmtinefndinni í fyrirtækinu hjá mér.
Núna um helgina verður grímudansleikur hjá okkur og það er mikið búið að spá og mikið búið að spekúlera hvað hægt sé að gera til að bera af í flottheitunum.
Eitthvað af fólki er þó að láta þetta stoppa sig í að mæta, en aðrir hafa fengið brilliant hugmyndir og gott ef það hefur ekki heyrst í saumavélum hér og þar um landið.
Ekki allir sem búa jafn vel og ég að hafa fyrir góðum áratug síðan haldið Halloween dansleik á skemmtistað hér í bæ og hafa aldrei hent "búningnum" síðan þá.
Vantaði reyndar eitthvað uppá að hann væri allur til ennþá þar sem eitthvað tapaðist í gleðinni, en búið að redda því.
Skrapp í Hókus Pókus í gær með 3 vinnufélögum og sá þar
grímubúninginn fyrir makann minn - Frank N Furter búningur
eina sem vantar fyrir ballið er þá bara kallinn í hann ....
Bloggar | 13.2.2008 | 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ætti ekki að vera frásögu færandi en ég skrapp í tæplega 2ja tíma göngutúr með vinkonu á sunnudaginn og þar sem við þurftum svo mikið að spjalla þá gleymdum við okkur og röltum stórann hring um Árbæinn og stífluhring. Við erum búnar að vera á leiðinni í þennan göngutúr lengi en það er ekki eins og veðrið sé búið að leika við okkur síðustu vikurnar svo þarna var loksins fyrsti í mörgum göngutúrum.
Verð að muna næst að byrja bara rólega eða allavega teygja eitthvað á því bakið á mér fór og stiginn hérna heima smá erfiður ..... góð æfing samt að búa á 3ju hæðinni.
Enginn hefur árangurinn verið af ákölluninni á örlagadísirnar, en held í þá trú að ég hitti leigubílaraðarstrákinn minn óvart í biðröð í bíó næst Kannski bara ég fari að skoða myndirnar frá Maju og fertugsafmæli bóndans hennar.
Bloggar | 12.2.2008 | 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"Ekki reyna að slást við mig um leigubílinn" var kannski ekki það gáfaðasta sem ég gat sagt við myndarlega manninn sem var næstur á eftir mér í leigubílaröðinni í nótt, en ekki hægt annað þar sem við hlógum að 3 einstaklingum sem voru að rífast um hver ætti leigubílinn sem þau höfðu öll sest inn í.
Ég fór í gær að horfa á Hibbu vinkonu syngja á Gauknum með nokkrum vinkonum og verð bara að viðurkenna að hún kom mér á óvart með sönghæfileikum sínum, en þarna var saman komin hópur að taka lögin úr myndinni The Commitments.
Það tók mig reyndar allan daginn að ákveða að nenna út úr húsi en sé ekki eftir því í dag.
Hef bara held ég aldrei farið í bæinn og séð og spjallað við svona mikið af myndarlegum mönnum.
Álögin með kvenfólkið er greinilega yfirstaðið, enda spjallaði ég við 4 mjög myndarlega menn og dansaði svo við nokkra í viðbót.
Nú bara sé ég eftir að hafa ekki náð að spjalla meira við þennan sem beið eftir bílnum með mér og hefði ekki átt að loka á eftir mér hurðinni því ég heyrði hópinn hans skammast í honum fyrir að hafa ekki farið með mér í bílinn þar sem daðrið milli okkar hafði ekki farið framhjá þeim.
Hvað gerir maður til að finna hann aftur?
Auglýsi hér með eftir hjálp örlagadísanna við að finna aftur Kópavogsbúann sem var að koma úr fertugsafmælinu og var vísað úr leigubílnum með Hlöllabátinn sinn
Bloggar | 10.2.2008 | 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sit hérna heima í tölvunni í stað þess að liggja útaf í sófanum að horfa á eitthvað krassandi unglingaefni í sjónvarpinu því hingað kom óvart 5 ára dönsk dama í heimsókn til stjúpunnar minnar og þær eru að rembast við að tjá sig á sitthvoru tungumálinu og verð ég að viðurkenna að það er bara gaman að sjá til þeirra.
Litla daman er í pössun hjá ömmu og afa sem búa hér við hliðina á mér og sá til okkar koma heim.
Á hvaða tíma lífsins missir maður þennan hæfileika að sjá bara einhvern úti á gangi og segja hæ viltu vera memm (hvort sem það skilst eður ei).
Allavega erum við þrjár bara að njóta þess að vera inni meðan veðurhamurinn er úti og þær eru að horfa á 102 Dalamtiuhundar upp á dönskuna og mín þykist geta lesið textann bara því hann er á ensku.
Tungumálaséní hér
Bloggar | 8.2.2008 | 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
... að vera enn að kíkja hérna inn þrátt fyrir að ekkert heyrist í mér
Er búin að eiga óheyrilega busy daga eitthvað í vinnunni og allt sem ég ætla að gera utan vinnu verður eitthvað ekki að neinu.
Er þó búin að eiga rosalega góða helgi það sem af er og ætla að sjálfsögðu að eiga restina líka alveg í snilldartíma og afslöppun.
Lofa að taka mig á bráðlega, skreppa á mislukkuð stefnumót, dansa upp á borðum, fara í fallhlífastökk eða klæða mig í grímubúning .....
Gleðilegan bolludag (minn dagur sko - bollunnar sjálfrar) og sprengidag og munið að hengja öskupoka aftan í einhvern skemmtilegan á miðvikudaginn
Bloggar | 2.2.2008 | 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
... öskraði ég upp yfir mig aftur og aftur milli hláturkasta sem frá mér og hinum í salnum komu.
Ætla ekki að tjá mig meira hérna um myndina Death at a funeral sem Sambíóin eru að sýna núna en ef ykkur finnst breskur húmor góður þá er skyldumæting á þessa mynd.
Bloggar | 22.1.2008 | 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
... það skyldi þó ekki vera að þessu leiðindar tímabili þar sem kvenfólk hefur verið að áreita mig á böllum sé aflétt.
Skrapp með Vilmu beib í bæinn í gær að skoða mannlífið og hittum þar Hildi og Lindu vinkonur mínar og áttum þetta bara fína kvöld saman.
Röltum milli nokkra staða og dönsuðum alveg eins og vitlausar værum en viti menn, þetta skiptið kom engin ókunnug kona til að reyna við mig, né nein sem þurfi að tjá mér hvað líf mitt væri spennandi og frábært (hvaðan sem þær hafa haft þá vitneskju frá).
Fer nú óhrædd út á lífið næst þegar vinahópurinn ætlar að dansa og Hildur, Linda og Dóra það er kominn tími á okkur og Salsað á ný því það var greinilegt á dansgólfinu í gær að það þarf að æfa sporin reglulega.
Bloggar | 20.1.2008 | 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Skrapp í gær til vinkonu minnar með það að leiðarljósi að koma frá henni með grátbólgin augu.
Nú setja væntanlega einhverjir upp furðusvip, en við elskum að væla yfir bíómyndum og erum reyndar einum of duglegar að lifa okkur inn í bíómyndir sem gerir það að verkum að við vælum og skælum þangað til við verðum rauðeygðar og þrútnar. En elskum það samt.
Horfðum í gær á Becoming Jane
og mikið agalega er ég honum Tom Lefroy þakklát fyrir að hafa komið inn í líf hennar því annars hefði ég ekki fengið að væla svona yfir Pride and Prejudice og Sense and sensibility.
Eru ekki annars fleiri svona vælandi kellingar hérna á þessum miðli
Eigið góða helgi, er lögst í næsta rómans, bara amerískan sem maður vælir ekki yfir.
Bloggar | 19.1.2008 | 13:04 (breytt kl. 13:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það vantar stundum ekkert upp á glæsileika klaufaskaparins hjá mér
Eins og ég elskaði snjóinn í gær þá labbaði ég út um dyrnar heima hjá mömmu í gærkvöldi og þar var fullkomni maðurinn að bíða út í flotta nýja bílnum eftir kærustunni/vinkonunni/frænkunni (hvað stöðu sem hún fyllir í lífi hans) sem býr í næsta stigagangi.
Ég er oft búin að sjá hann bæði þarna fyrir utan, út í búð og eins á djamminu og hann kinkar alltaf kolli - voðalega viðkunnanlegur - nema að núna kinkaði ég svo harkalega til hans kolli að ég flaug á hausinn aftur fyrir mig beint fyrir framan bílinn svo ég hvarf sjónum.
Hefði helst viljað skríða bara aftur fyrir bílinn hjá honum og milli bíla að bílnum mínum og láta mig hverfa, en ég kyngdi stoltinu og stóð upp, dustaði af afturendanum og bara hló að sjálfri mér.
Er lífið ekki til þess að hafa gaman að
Bloggar | 17.1.2008 | 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
... og þökk sé sæta viðgerðarmóttökumanninum hjá B&L þá kann ég að setja bílinn minn í fjórhjóladrifið svo ég kemst allt sem ég hef þurft að fara.
Ekki að ég hafi haft mörg tækifæri til að nýta mér snjóinn þar sem það er bilað að gera í vinnunni en er þó búin að fara aðeins út í kanta á leiðinni að heima og í vinnuna og allstaðar þar sem ég finn smá snjó þá stefni ég beint á hann.
Naut þess líka ógurlega að labba út eftir hörkudag í vinnunni og standa úti í snjókomu að moka af bílnum og skildi varla snjókorn eftir á honum nema á toppnum því þetta var svo gott.
Nú er bara að bíða eftir helginni og vona að það verði ennþá snjór þá svo ég geti þóst eitthvað kunna ..... næ kannski samt að festa mig og fá hjálp frá einstaklega hjálpsömum manni
Bloggar | 16.1.2008 | 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)