tattútröllið

Brunalyktin frá Hverfisgötunni var áberandi, hávaðinn mikill og miðbærinn virkaði eins og ég hef oft hugsað að miðbærinn sé á Þorláksmessu ... fólk út um allt á leiðinni í allar áttir.
Allstaðar fólk á labbi, mikið skrafað og spennan svakaleg ... gott ef það var ekki dálítið stress í mannskapnum og allir frekar "hyper"

Þó eins væri komið fyrir mér þá var ég ekki komin í miðbæinn til að mótmæla (skömm frá að segja) heldur var ég að fara á algjörlega blint stefnumót.
Ég hef ekki farið á svona algjörlega blint stefnumót síðan ég hitti "the bad boy" (sjá eldri sögur) svo það verður að viðurkennast að þetta var smá stress.  Eina sem ég í raun vissi um manninn var að hann er með nokkuð mörg tattú.
Ég var búin að gefa smá lýsingu á sjálfri mér og ákvað bara að vera köld og hitta hann á kaffihúsi.
Þegar ég kom á svæðið var einn áberandi í fjöldanum því hann starði svo stíft á útidyrnar og þegar ég leit til hans þá rétti hann upp hendi sem var fagurlega myndskreytt svo ég vissi að kauði var fundinn.

Fer svosem ekki mikið nánar út í spjallið okkar en allavega röltum við okkur sátt saman út 2 tímum síðar og nú er bara þessi endalaust skemmtilega bið við símann sem allir þekkja, fær maður hringingu aftur ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

úlala.... líf þitt er stanslaus spenna ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 22:52

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Spennandi hjá þér, segir konan sem er búin að hanga með sama karlinum í 28 ár í haust, við kynntumst reyndar í febrúar en giftum okkur ekki fyrr en í október, sama ár. Alltaf sama fljótfærnin.

Vonandi færðu símhringingu fyrst stefnumótið gekk svona vel.

Helga Magnúsdóttir, 22.1.2009 kl. 23:11

3 Smámynd: Rebbý

28 ár Helga ... með einum af þessum yndislegu bræðrum .... þú ert frábær

Rebbý, 22.1.2009 kl. 23:13

4 Smámynd: Vilma Kristín

Hefðir átt að kíka til mín í heimsókn við þjóðleikhúsið :)

Vilma Kristín , 22.1.2009 kl. 23:19

5 Smámynd: Rebbý

já - held reyndar að þú hafir verið farin heim Vilma mín en ég fer að koma með aftur

Rebbý, 22.1.2009 kl. 23:33

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ú la la la gangi þér vel 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2009 kl. 13:16

7 identicon

Segi það sama og Vilma,hefðir átt að kíkja á mig við þjóðleikhúsið!  Spennóo að heyra framhaldið!

Anna Stína (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 17:45

8 identicon

jæja er búið að hringja eða ertu á leiðinni á nýjar slóðir ;)

Berglind Elva (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 17:13

9 Smámynd: Rebbý

Búið að sms-ast og msn-ast en verður ekki meira .... næsti takk

Rebbý, 31.1.2009 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband