"bara flott"

" Hæ hvað segir þú gott? "

Svona sakleysislega byrjaði það sem verður að teljast spennandi sms-sendingar sem gengu í dágóðan tíma á laugardagskvöldið.
Þessi texti kom úr ókunnugu símanúmeri og ég ákvað að tékka aðeins á málunum svo ég svaraði og spurði viðkomandi hvort hann/hún þekkti mig eitthvað.

Eftir nokkuð mörg sms komst ég að því að þetta var einhleypur karlmaður sem þóttist viss um að hafa hitt mig á einhverjum ónefndum skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur fyrst hann átti símanúmerið mitt og hann hafði horft á það í nokkuð langan tíma en aldrei lagt í að tékka hver eigandinn væri þar sem eina sem stóð við númerið var "bara flott"

Ég verð að viðurkenna að þessi sæti strákur hefur flækst helling fyrir mér upp á síðkastið og reyndar fyrir meira en ári síðan þá hittumst við nokkrum sinnum.   Í sumar urðum við svo fræg að hittast í bíó 3svar í sömu vikunni líka auk þess að fara á sömu tónleikana Blush  var samt ekki að sitja fyrir honum.

Annars er það að frétta að núna ætla ég að taka mig á í stefnumótunum og sjá hvort þau verði ekki áfram jafn klaufaleg og forðum svo ég geti nú loksins sagt ykkur frá einhverju spennandi Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ein-stök

úú.. en spennó  Hlakka til að heyra meira

Ein-stök, 6.1.2009 kl. 22:58

2 Smámynd: Vilma Kristín

Og hvað svo... á að hitta þennan?

Vilma Kristín , 6.1.2009 kl. 23:03

3 Smámynd: Rebbý

heyrði aðeins í honum í dag aftur - en held að þetta hafi verið reynt til hlítar fyrir ári síðan
nægt framboð af strákum þarna úti .... rétt að byrja upp á nýtt

Rebbý, 6.1.2009 kl. 23:07

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

úlala spennandi.......

Hrönn Sigurðardóttir, 6.1.2009 kl. 23:24

5 identicon

Ég hlakka til að lesa stefnumótasögurnar þínar

Jóna Björg (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband