fögur fyrirheit, sem gleymdust strax

Þegar ég vaknaði í gær þunn eftir ævintýri næturinnar var þrennt sem var ákveðið ....
1. hætta að drekka áfengi
2. hætta að spá í karlmenn 
3. hætta að hafa símann með í för á djammið

Fór nefnilega á skrall þar sem aðeins of mikið var drukkið, sem leiddi til ævintýramennsku hvað einn karlmanninn í hópnum varðaði og hringdi svo í annan félaga sem ég hef ekki heyrt í lengi til að spjalla því það fóru allir nema ég út að reykja.
Þessi heiti voru þó fljót að gleymast því þynnkan hvarf og eftir stóð minning um gott kvöld, strákar eru bara of skemmtilegir til að láta þá alveg eiga sig og svo hringdi félaginn til baka og við spjölluðum í góðan klukkutíma meðan hann var að fá sér fyrstu glösin fyrir bæjarferðina sína.

En þegar leið á kvöldið fór ég að finna fyrir undarlegri þreytu í vinstri löppinni og fyrsta hugsun var hvort ég hefði dansað einfætt en svo var ekki, farið í fimleikaæfingar en svo var ekki .... hvað gat þetta verið, afhverju var þreyta bara í annarri löppinni en ekki hinni Gasp
Svarið kom þegar ég fór að hugsa daginn betur .... ég var búin að vera úti að keyra nýja bílinn allan daginn (eða frá því ég náði á fætur) og hann er beinskiptur.   Aldrei þessu vant þarf vinstri löppin að vera með í vinnslunni og hafði mikið að gera meðan rúntað var niður Laugaveginn að sýna Vilmu "hina týpuna" af mannfólkinu þ.e. stráka .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilma Kristín

Fínn bíltúr á beinskipta bílnum :)

Vilma Kristín , 17.8.2008 kl. 11:31

2 Smámynd: Einar Indriðason

Sáuð þið mig nokkuð?

Einar Indriðason, 17.8.2008 kl. 15:55

3 Smámynd: Rebbý

Nei held ég geti alveg lofað því að hafa ekkí séð þig Einar, enda engin svona krúttleg fyrirbæri á ferð

Rebbý, 17.8.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband