afslöppunarhelgin að klárast ..

Rosalega er góðri helgi að ljúka hjá mér.

Er samt í einhverjum vandræðum með að segja frá helginni ... sennilega því mest hefur hún bara verið notuð til að slappa af og ekki mikið spennandi að segja frá því (þó það sé besti partur helgarinnar).

Skrapp þó á laugardagskvöldið út að borða og svo í partý á eftir sem endaði svo með að ég stakk af til að hitta mömmu stjúpunnar og vinkonur hennar í bænum.   Þá var ætt á dansgólfið og dansað og dansað eins og okkur einum er lagið og svo kom amma stjúpunnar niður í bæ að sækja okkur þar sem hún hafði verið í heimsókn og tékkaði á dótturinni þegar hún ætlaði að koma sér heim og við einmitt á sömu stundu tilbúnar til að kveðja miðbæinn.

Á sunnudag kláraði ég að taka til hérna heima (erfitt að smitast svona af óskipulagningunni hennar Vilmu) og skrapp svo bara í kaffi til mömmu gömlu og fór svo bara heim að hafa það gott og er bara enn að hafa það gott og varla farið út úr húsi ef ég á að vera alveg hreinskilin.

Vona að það séu allir að koma jafn afslappaðir og góðir undan helginni ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já það er rosalega óspennandi að lýsa afslöppun.....

....eins og hún er þó góð ;) 

Hrönn Sigurðardóttir, 4.8.2008 kl. 19:43

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hér er afslappelsi sem aldrei fyrr. Ég hlýði öllu og geri ekkert nema vera skemmtileg, labba smá, pissa,borða, tala og brosa. Ekki leiðninleg eiginkona, allavega er hann enn heima og hefur ekki fundið neinar bráðar ástæður til þess að fara út. Ég fékk heimalagaða hamborgara í gærkvöldi og lambalæri í kvöld, kona getur ekki kvartað.  Hafðu það gott elskuleg og njóttu lífsins.  Techy tölvukveðja að austan

Ásdís Sigurðardóttir, 4.8.2008 kl. 19:45

3 Smámynd: Vilma Kristín

Mmmm, já... mikið slappað af á okkar heimili. Í dag var eiginlega eini dagurinn sem við gerðum eitthvað: Bíó, Sund og Matarboð. Fín verslunarmannahelgi

Vilma Kristín , 4.8.2008 kl. 23:51

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hva, algjörlega rólegt og tíðindalaus hjá þér eins og vanalega Rebbý mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.8.2008 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband