Ef ég er ekki versti gestgjafi ever þá aumingja þið sem hafið heimsótt þá sem verri eru.
Fékk vinkonu í mat í gær og hún endaði með að taka yfir matreiðsluna þar sem ég var svo upptekin við að segja henni skemmtilegar sögur og henni fannst ég ekki nægilega snögg að huga að matnum á meðan.
Eftir matinn sagði ég henni að hafa ekki áhyggjur af uppvaskinu ég myndi bjarga því síðar og bíð henni sæti í stofunni og þegar við erum að koma okkur vel þar fyrir þá hringir síminn og ég festist í samtali í smá stund. Stundin var þó ekki smærri en það að hún var búin að kveikja á sjónvarpinu þegar ég kláraði málið og við settumst þá bara aðeins yfir skjánum.
Nokkru síðar þá pikkar hún í mig og segist ætla að sjá mig bara síðar því þá var ég sofnuð í sófanum yfir sjónvarpinu og ég afsaka mig hægri vinstri og lofa að vera betri félagsskapur næst þegar hún komi við.
Þegar ég er búin að fylgja henni til dyra og fer inn í eldhús að ganga frá þá er vaskurinn tómur og afgangarnir komnir inn í ísskáp svo ég hef þokkalega sofið vel og lengi ....
Athugasemdir
hahahaha ég hef nú barasta aldrei komið í mat til þín að mig minnir en við værum örugglega góðar saman, því ég sofna alltaf í sófanum yfir sjónvarpinu. Kannski að ég bjóði þér í mat fljótlega!!!!!
Kolbrún Jónsdóttir, 27.6.2008 kl. 21:33
Þetta myndi duga til að ég yrði nærri því ekki vinkona þín lengur
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.6.2008 kl. 22:07
Ég mundi sko bara skvetta vatni á þig og gefa þér kaffi, svefnpurkan þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 12:14
Mundi alveg vilja fá svona vinkonu í heimsókn.
Þröstur Unnar, 28.6.2008 kl. 12:28
Er ekki kominn tími til að hvíla sig, greinilega að ofkeyra þig eitthvað
Annars er ég alltaf til í að koma í mat og vaska upp á eftir
Snjóka, 28.6.2008 kl. 15:23
hahaha Sé þetta alveg fyrir mér. Fyrsti hlutinn af lýsingunni gæti sko alveg verið ég; tala svo mikið að gesturinn býðst til að taka við eldamennskunni. Annars finnst mér þetta segja ýmislegt um það hvað þú ert afslöppuð persóna og "casual" og það er bara gott mál Ég veit ekkert leiðinlegra en heimsækja fólk sem er eins og hengt upp á þráð í einhverri fullkomnunar-gestgjafa-áráttu og maður hreinlega finnur að viðkomandi getur ekki slakað á. Get annars tekið undir með Ásdísi hvað það varðar að ég hefði örugglega hellt upp á kaffi og vakið þig - í þeirri von að fá að heyra fleiri skemmtilegar sögur
Ein-stök, 28.6.2008 kl. 23:59
heheheh........slæm ertu kona, þetta er með því betra sem ég hef heyrt!
Júdas, 1.7.2008 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.