Eruð þið að meina það, fer engin nema ég úr singleklúbbnum í vinnunni í hina árlegu útilegu starfsmannafélagsins ......
Þetta er búið að hljóma í huga mér aftur og aftur síðustu vikurnar og verður að segjast bara eins og er að þrátt fyrir að ég vinni með frábæru fólki þá var ég ekki alveg að gúddera að vera eina staka persónan í 100 manna/kvenna/barna helgarferðinni okkar næstu helgi.
Eftir sólbrunann á sautjándanum þá ákvað ég að heyra bara í Gunnsa í dag og sjá hvort ég gæti ekki heimsótt hann bara í vinnuna og jafnvel tælt þá feðga í bíó í kvöld, en viti menn, eru þeir feðgar þá ekki bara heima að láta sér leiðast í sumarfríi. Láta sér leiðast er nú kannski ekki alveg heiðarleg frásögn en hentar mér vel eins og er.
Eftir um 10 mín spjall þá var ákveðið að þeir kæmu bara með mér í útileguna og það sem meira er þá myndum við bara leggja í hana á morgun og eiga þannig einn extra dag til að njóta útiverunnar.
Snilldarhugmynd, alveg þangað til ég kíkti niður í geymslu og sá að þar var allt tómt enda hafði ég eftir árlegu ferðina í fyrra lánað allt og þá meina ég ALLT útilegudótið mitt og hafði aldrei nennt að sækja það aftur.
Nú voru góð ráð dýr og ég hringdi í vinkonuna sem hafði farið í stóru ferðina og viti menn .... er hún ekki bara í sumarfríi líka með dótið mitt með sér .
Nú er bara að mæta í Rúmfó í fyrramálið og kaupa enn fleiri kælibox, annað borð, einhverja stóla og vindsæng, skella þessu í bílinn og matnum líka en ég pantaði mér svo bara pláss í tjaldinu hjá strákunum svo ég sleppi við meiri endurnýjun dóts en þetta.
Skjóna mín, vona að dótið sé að nýtast vel ... auðvitað notaðir þú það enda það komið með lögheimili bara hjá þér
Flokkur: Bloggar | 18.6.2008 | 20:09 (breytt kl. 20:13) | Facebook
Athugasemdir
Góða skemmtun í útilegu!
En ætlarðu að segja mér að allir á þínum vinnustað séu unsingle? Eða ætlar bara enginn þeirra í útileguna?
Hrönn Sigurðardóttir, 18.6.2008 kl. 21:22
við erum örfá single í minni vinnu en bara ég ætla að mæta .... enda hörkutól
Rebbý, 18.6.2008 kl. 21:58
He he... góða skemmtun í útilegunni
Vilma Kristín , 18.6.2008 kl. 22:41
já þú ert alvöru nagli góða mín Góða útileguferð ..
Ein-stök, 18.6.2008 kl. 23:47
Góða skemmtun í útilegunni, byrjuð á verkefninu okkar þegar þú kemur til baka
Snjóka, 19.6.2008 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.