Nú er ljúft að vera til ...
Yfirmennirnir í vinnunni eru staddir erlendis og það mátti sjá á vinnu minni í gær og í dag
Við erum búin að vera á fullu í að reyna að klára áramótauppgjör fyrirtækisins og þess vegna er búið að vinna áfram síðustu vikurnar og eins unnið um helgar en eftir hádegi í gær fór fjármálastjórinn í frí og ég fór heim bara um kvöldmat og í dag gerði ég enn betur og fór heim kl 15 (eða réttara satt skrapp í nudd aftur og nýbúin)
En þó það sé búið að vera vitlaust að gera í vinnunni þá höfum við svosem ekki bara verið að vinna.
Við skruppum náttúrulega í keiluna síðustu helgi og skemmtum okkur rosalega vel, en á mánudagskvöldið bauð fyrirtækið okkur á smá dansnámskeið í matsalnum okkar og var ég fyrst á svæðið (en ekki hvað).
Við vorum um 20 manns mætt á svæðið þegar kennararnir komu, en auðvitað voru aðeins fleiri kvenmenn en karlmenn en sem betur fer höfðu þau tékkað á mætingunni svo þau mættu bara með auka menn með sér (flott þjónusta það).
Við lærðum polka, smá vals, swing og svo línudans og höfum örugglega aldrei svitnað svona mikið saman vinnufélagarnir, né hlegið svona mikið, en það vantaði eitthvað aðeins upp á hæfileikana hjá okkur og tilþrifin urðu því yndisleg.
Rúmir 2 tímar í hamagang með bara 3 litlum pásum.
Á morgun er svo mæting á tónleika eftir vinnu og svo er stefnan tekin á að mæta í vinnuna í smá tíma á laugardag og svo er ferming á sunnudag.
Eftir það er bara komin næsta vinnuvika og seinna kvöldið á dansnámskeiðinu okkar, en vikan er sem betur fer stutt svo koma langþráðir páskar þar sem ætlunin er að gera sem minnst.
Flokkur: Bloggar | 13.3.2008 | 20:26 (breytt kl. 20:31) | Facebook
Athugasemdir
en gaman að þið skuluð hafa svona danssnámskeið ;) var í nýa dansskólanum hérna um árið og keppti nokkrum sinnum á í Súlnasal Hótel Sögu - væri mikið til í að rifja upp gömlu sporin - gargandi snilld ;)
Berglind Elva (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.