varð Rebbý ein í heiminum

ég sofnaði í gær við hávaða og læti fyrir utan gluggann minn.
Líklega hefur verið partý í litla salnum í kjallaranum, eða bara einhverri íbúðinni nærri mér eins og virðist vera allar helgar en núna þegar ég vakna þá er svo mikla friðsæld að sjá út um gluggann, enginn á ferð, ekki einu sinni mávarnir á flugi.

Eina hreyfingin sem ég sé eru fánar verslunar blaktandi í smá golu og nú er bara að bíða eftir að kirkjuklukkurnar fari að hringja.

Er ég orðin ein í litla heiminum mínum .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góðan og blessaðan daginn. Býrðu í Grafarvoginum? Hér er sól og yndislegt ágúst veður. Við kisa erum að skottast í tölvunni og leika okkur á milli. 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.8.2007 kl. 10:01

2 Smámynd: Rögnvaldur Hreiðarsson

...og ég er að reyna að átta mig á hvort það er gott eða vont.

Rögnvaldur Hreiðarsson, 27.8.2007 kl. 23:12

3 Smámynd: Rebbý

Nei Ásdís ég bý ekki í Grafarvoginum heldur í Árbæ ... appelsínugul og fín í boltanum

Röggi það er mjög ljúft að vera einn í sínum heimi af og til

Rebbý, 27.8.2007 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband