Átti yndislega kvöldstund í gær með 3 góðum vinkonum hlustandi á Mika og SissorSisters meðan tekið var í spil og rætt um öll heimsins vandamál (hvað okkur varðar)
Hef líka tekið eftir því að ég á held ég yndislegustu vinina í heiminum og vinn með skemmtilegasta hópnum á landinu og það er ekkert sem toppar fjölskylduna mína.
Fór svo að spá í það áðan þegar ég opnaði bloggið hérna að þrátt fyrir að eiga bunch af vinum og kunningjum sem eru hvert öðru æðislegra og hvert öðru duglegra að tjá sig almennt þá virðast margir sem mig þekkja vera voðalega feimin við að tjá sig hérna inni.
Veit að ég er hér ekki undir nafni en þið sem elskið mig - verið memm hérna inni
Athugasemdir
Það er nefnilega það. Er að hugsa um nafnleysið. Mér finnst skrýtið að skiptast á skoðunum við einhvern sem ekki vill láta þekkja sig. Auðvitað getur nafnlaust fólk verið að segja áhugaverða hluti en samt vantar eitthvað. Snýst ekki um mynd en hver vill ekki vita við hvern er talað?
Kannski býður leyndin uppá meiri möguleika, meiri hreinskilni og þá getur fólk verið opinskárra. Veit ekki.
Segðu mér....
Rögnvaldur Hreiðarsson, 26.7.2007 kl. 22:59
Hei! Ég er memmm... hlakka til að hitta þig annað kvöld og lesa hvað þú skrifar næst, ágæt leið til að fylgjast aðeins með þér stelpa!
Vilma (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 23:24
hey... ég er vinkona þín
Kolbrún Jónsdóttir, 27.7.2007 kl. 05:27
já elsku stelpurnar mínar, þið eruð memm og nokkrir aðrir vinir, en hvað á ég mikið af vinum? hehe
Hvað nafnleyndina varðar þá átti þetta upphaflega ekki að vera bara svona blogg um daginn og veginn heldur um hrakfarir einstæðrar konu í leit sinni að almennilegum manni og ekki ætlaði ég að láta bloggheiminn vorkenna mér undir nafni.
Mun koma mér í stefnumótagírinn aftur síðar og kýs því nafnleyndina áfram.
Rebbý, 27.7.2007 kl. 08:40
ég er sko memm... love u lot´s :)
Anna Stína (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 09:13
Stimpli-stimpl. Ég vil sko alveg vera memm ;o).
Luv Dóra
Dóra Valg (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 12:15
Hey Kannski Rögnvaldur vilji bara vera næsta fórnalamb á deitmarkaðinum ?? Við fáum þá kannski skemmtilega sögu af því seinna ?
Mér er sko alveg sama með nafnleyndina, ég veit hver þú ert.
HAHA
María (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 12:29
ég er alltaf memm esskan og takk fyrir síðast Mika rúlar
Jóna (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 20:22
Ég er memm SKO... alltaf í rusli ;)
Kristin (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 20:42
elska ykkur öll til baka
bullarinn er lofaður maður svo þið eruð ekki svona snöggar að koma mér á næsta stefnumót
Rebbý, 28.7.2007 kl. 04:25
I can be another bullari
Þröstur Unnar, 28.7.2007 kl. 21:28
er birdy að vekja á sér athygli hérna .... gat ekki betur séð en hann væri líka að reyna að vekja athygli mína á sér í blogginu hjá Jenný
Rebbý, 29.7.2007 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.