... en elskulega "Djöflagengi" viljið þið fagna bara fram til miðnættis please
Bý í Árbænum og nú er aldeilis verið að fagna í hverfinu yfir sigri á Val í kvöld. Bílar keyrandi um með Fylkisfánana út um gluggana og þenjandi bílflauturnar.
Flutti hingað því hér er vottur af svona smábæjarstemmingu, en sá þetta ekki fyrir. Bý aðeins of nálægt hverfispöbbnum og verð oft mikið vör við þessar appelsínugulu elskur. GO FYLKIR og Djöflagengið, verið dugleg að láta heyra í ykkur á vellinum, en þið eruð dálítið þreytandi þegar svefnfriður fæst ekki á virkum kvöldum.
Athugasemdir
Fékk mikinn Valsara í heimsókn í kvöld sem horfði á leikinn hjá mér. Sat og spjallaði við konuna hans en við duttum ofan í leikinn þegar hann gargaði. Þetta var mjög flottur leikur og ég óska þér til hamingju!!! Vona bara að liðið haldi ekki vöku fyrir þér allt of lengi
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.7.2007 kl. 23:30
Þetta slapp fyrir miðnættið því þessar elskur fögnuðu minna núna en þegar við gerum jafnteflið við FH ... merkilegt nokk
Rebbý, 25.7.2007 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.