fleiri misheppnuð deit ...

Skrapp á stefnumót því ég var mönuð upp í að hitta "börnin" sem ég hef verið að spjalla við á netinu síðustu vikurnar. 
Reyndar merkilegt að maður gefist ekki upp á að kynnast fólki á netinu, en hvað eiga konur, sem vinna bara með lofuðum mönnum, að gera fyrst þær stunda ekki félagslíf af viti?

Allavega hef ég verið að tala við einn 28 ára strák og annan 25 ára strákling sem vilja ólmir hitta gömlu konuna og núna í kvöld lét ég til leiðast með þeim eldri.
Þeir hafa báðir reynt mikið að segja mér að aldursmunurinn sé ekki svo mikill og mér sé óhætt að trúa því að við gætum alveg átt samleið en veit ekki eftir kvöldið hvort sá yngri fær nokkur séns því þessi var í því að pota í mig allt kvöldið og koma með einhverja 5aura brandara.

Um leið og ísinn var búinn þá rölti ég í átt að bílnum og þakkaði fyrir mig. 

Sá samt eitt í þessu hjá mér - ég hef verið afar vel heilaþvegin meðan ég var gift því mér fannst ég vera að gera eitthvað af mér sem ekki mátti vegna 18tíma deitsins þrátt fyrir að við séum ekki farin að vera saman af neinni alvöru.   Verð að opna hug minn fyrir því að deita fleiri en einn í einu meðan ég er að skoða í kringum mig .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband