Gleðilegan mánudag elsku vinir
Ég á voðalega erfitt eitthvað með að setja spennandi hluti niður á blað (eða í bloggheima réttara sagt) þessa dagana en kannski er það bara af letinni einni saman því síðustu vikuna hef ég bara farið heim að gera ekkert eftir vinnudaginn.
Varla einu sinni lesið bloggið hjá félögunum, hvað þá meir.
Get þó stolt sagt frá því (kannski ekki síst fyrir Kollu mína) að ég hef verið voðalega stillt í strákunum og meira að segja ætlaði ekki að þekkja "Mika" félagann minn um helgina þegar ég hitt hann á balli.
Svona fyrir þá sem ekki hafa lesið söguna eða ekki muna þetta jafn vel þá er færslan hér http://rebby.blog.is/blog/rebby/entry/214862/
Svo hitti ég líka litla pólverjann sem ég fékk gefins fyrir ári síðan og mér til ánægju þá hefur hann bara fríkkað ef eitthvað er (heilt ár skollið á hann til viðbótar og einhverra hluta vegna verða karlmenn bara flottari með árunum) og samt bara spjallaði ég aðeins við hann og kvaddi svo en fékk þó að vita að ég ætti hann enn ef ég eitthvað vildi nýta mér hann ..... spurning hversu sterkur hann er .... mig vantar nefnilega að láta bera grillið mitt hingað upp á svalir
En allavega ... ég er á lífi þó lítið heyrist eða sjáist
Bloggar | 12.5.2008 | 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mitt í öllu því sem ég þykist vera að gera núna datt mér smá saga í hug síðan um helgina sem ég bara verð að deila með ykkur til þess að þið getið betur dæmt um hvað ég er biluð svona dags daglega
Ég eyddi semsagt helginni úti á landi og hafi mikið gott af.
Það var samt keyrt í stresskasti austur fyrir fjöll og lón og svo þegar ég lenti loks á Höfn þá var partý farið af stað svo auðvitað skellti maður sér í sparistuðið og fékk sér einn eða tvo öl með vinunum.
Þegar liðið er vel á nótt og við komin heim af pöbbnum aftur og búin að rýma til í stofunni fyrir dansgólfi þá gerðist einn vinur minn aðeins fjölþreifnari en vanalega og ætlaði svo að kóróna dæmið með því að skella einum blautum á Rebbý vinkonu sína.
Nema hvað ....
Haldið þið ekki bara að ég sé enn ekki farin að læknast af purrinu mínu og þrátt fyrir nokkrar tilraunir milli hláturskasta okkar allra þá tókst litla krúttinu ekki að kyssa mig því ég purraði alltaf svo glæsilega að hann varð frá að hverfa.
Kannski bara þetta verði leynivopnið mitt í kk bindindinu
Bloggar | 6.5.2008 | 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hvar byrjar maður í leit sinni að sjálfri sér?
Kvöldið mitt er búið að vera rólegt, aðeins gengið frá eftir helgarferðina (taskan lá enn á gólfinu í þegar ég kom heim úr vinnu, merkilegt nokk) og setti svo spænska sjarmörinn minn á fóninn og settist við gluggann og horfði á fjölmenni mæta til fundar í Árbæjarkirkju.
Mikið er þetta duglegt fólk, búið að takast á við allavega einn af sínum draugum og er að vinna í sínum málum.
Ætla að halda áfram að hlusta á sjarmörinn minn og set hér eitt lag með honum því fæstir þekkja hann held ég.
Rigningin er búin í bili en samt fínt að horfa út og sjá mannlífið .....
Bloggar | 5.5.2008 | 22:15 (breytt kl. 22:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eitt og annað hefur nú drifið á daga mína síðan ég sendi frá mér síðustu skilaboð hérna og ég mun segja frá því flestu ef ég þekki mig rétt í næstu færslum.
Meðal verkefna sem ég sinnti var að losa mig við strákana mína ... sá að þessi leikur sem við erum búin að vera að leika er ekki að ganga og ég bara ekki að kunna við mig í þessu endalausa drama með "útlendinginn", endalausa bulli með "the nice guy" og tilfinningarússíbananum með "the bad boy"
Þetta hefur að sjálfsögðu haft sinn aðdraganda en ég byrjaði á að losa mig við "the nice guy"
Ég var einfaldlega ekki nægilega spennt og hann svo greinilega ekki heldur þegar á hólminn var komið.
Síðan var það "útlendingurinn" Sá á honum nýja hlið nýlega sem er að gera mig bilaða.
Þvílík dramadrottning sem hann er.
Mér fannst upphaflega sjarmerandi að hitta á mann sem passaði upp á mann eins og ég væri dýrgripur (sem ég náttúrulega er) en andsk.... hafi það ef maður má ekki hreyfa litla putta öðruvísi en með afskiptasemi og ekki bara ég heldur allir í kringum hann.
Svo ef við ekki hlíðum 110% þá fer skapið til ansk... og rifist eins og smákrakki.
Við íslensku stelpurnar erum einfaldlega of sjálfstæðar fyrir svona vitleysu.
Ég lauk þessu svo síðastliðinn þriðjudag þegar ég talaði við "the bad boy" og kvaddi hann.
Hann er samt svo magnaður í að halda málunum opnum að meira að segja þegar ég kvaddi þá sagðist hann öruggur um að þetta væru ekki endalokin hjá okkur, við ættum eftir að hittast á förnum vegi og taka upp þráðinn á ný.
Karlmenn ......
Bloggar | 4.5.2008 | 19:54 (breytt kl. 19:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Já gott fólk, þessi helgi hefur aldeilis verið skemmtileg og nóg verið að gera.
Helgin byrjaði á því að fá stelpurnar í kjaftaklúbb á föstudagskvöldið.
Alltaf gaman að hitta þessar elskur og það var mikið spjallað um hin ýmsu málefni en einhverra hluta vegna var aftur farið í umræður um drauga, yfirnáttúrulega hluti og andlát okkar nánustu.
Merkilegt umræðuefni yfir veitingum og hvítvíninu.
Á laugardag var ég rétt komin á fætur þegar Vilma sótti mig og við æddum að stað til Snjóku og svo í Vídd að skoða flísar fyrir speglagerðina.
Dömurnar í Vídd aðstoðuðu okkur og fóru með okkur inn á lager að skoða hvað til væri og ég fann mér rosalega fallegar mósaík flísar 3 tegundir með gylltu í og ákvað bara að spreða enda vitað mál að þessi spegill yrði sá fallegasti í bænum.
Þegar búið var að kaupa flísar var ætt aftur heim til Snjóku og þar byrjað að klippa til flísamotturnar og taka úr þeim eina og eina flís þar sem hinir litirnir ættu að koma.
Þar sem ég er meyja þá var þetta ekki auðvelt verk því markið var að enginn gæti séð mynstur út úr þessu heldur átti þetta að vera algjört kaos, en verð reyndar að viðurkenna að hann endar bara tvílitur, hitt var of mikið fyrir mig.
Í miðri speglagerðinni hringdi síminn minn og þá var það Rósa, æskuvinkona mín, að athuga hvort ég væri búin að plana eitthvað um kvöldið því þeim hjónaleysunum hafði dottið í hug að grilla og vildu endilega bjóða mér með í góðan mat, gott spjall og yndislegan söng frá 2ja ára pæjunni þeirra.
Litla daman vildi endilega fá mig með upp þegar það var verið að hátta hana og söng þar fyrir mig Guttavísur og kunni allan textann. Hef svosem ekki alið upp mikið af börnum en þetta þótti mér með eindæmum sérstakt hjá henni svona ungri.
Um miðnætti dreif ég mig heim og fór að sofa enda var ég mætt á hádegi í dag að sækja Vilmu og krakkana og stefnan tekin á IKEA til að versla meira inn til að flísaleggja.
Eftir stóran hring, þar sem engum óþarfa var skellt í körfuna aldrei þessu vant, þá var aftur ætt til Snjóku og fúgan sett á spegilinn.
Meðan ég var að því og Vilma, heimasætan og villingurinn voru að setja flísar á minni spegla handa sér þá fór Snjóka fram í eldhús og bakaði handa okkur vöfflur og eftir að hafa setið að spjalli, borðandi vöfflurnar þá eiginlega varð allur vindur úr okkur svo við pökkuðum dótinu saman, tókum smá til eftir okkur og kvöddum.
Þegar ég kem frá Höfn ætla ég að klára spegilinn, setja afgangsflísar á myndaramma og hengja svo upp í herberginu svo það verði loksins fínt aftur. Bíð svo Vilmu og Snjóku að koma og skoða og held um leið daðurnámskeiðið mitt fyrir þær.
En núna er ég bara þreytt, þreyttari, þreyttust svo ég ætla að leggjast í sófann og horfa á Boston Legal og sjá hvort ég nái mér í enn fleiri nýja kæki.
Bloggar | 27.4.2008 | 21:13 (breytt kl. 21:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Áttu lausan tíma? Það er sko eitthvað sem hefur skort hjá mér síðustu dagana.
Á mánudagskvöld tók ég aðeins til hendinni hérna heima og gekk frá eftir bramlbröltið í kringum herbergið mitt.
Á þriðjudagskvöld var ég á námskeiði í vinnunni sem ætlaði eiginlega að ganga að mér dauðri og hefði gert hefði ekki verið fyrir samstarfsfélaga mína sem glæddu námskeiðið lífi.
Í gær var svo Vorfagnaður í vinnunni þar sem við grilluðum og fengum okkur bjór saman, dönsuðum, sungum, spjölluðum og knúsuðumst.
Ég vinn með skemmtilegasta fólki bæjarins og þau okkar sem starfa á útstöðunum eru ekki síður skemmtileg og þeir sem búa næst okkur skelltu sér í bæjarferð til að vera með.
Ég var agalega dugleg að mingla, enda partur af starfi launafulltrúans að þekkja allt starfsfólkið svo það voru margir sem ég þurfti að heilsa aðeins uppá og var búin að tala við flesta þegar ákveðið var að skella sér á ball um miðnættið.
Í dag þurfti ég svo aðeins að kíkja í vinnuna, undirbúa kjaftaklúbb morgundagsins, heimsækja múttu gömlu og er bara búin að vera einhverra hluta vegna á fullu síðan ég vaknaði, en ætla að skella einni mynd í tækið og eiga rólegt kvöld.
Framundan um helgina er svo kjaftaklúbburinn, hitta Vilmu og Snjóku og búa til mósaíkspegilinn fyrir svefnherbergið og vinna smá.
Mánudag og þriðjudag verður svo unnið fram eftir öllu til að taka launin því á miðvikudag ætla ég að hætta að vinna á hádegi og skella mér út úr bænum í afslöppun.
Það er hvergi sem mér líður betur en á Hornafirði og nú ætla ég þangað að hlaða batteríin
Geri ekki ráð fyrir að það heyrist meira í mér fyrr en eftir það - nema náttúrulega í athugasemdakerfunum ykkar .......
GLEÐILEGT SUMAR ELSKURNAR MÍNAR - MÁ EKKI GLEYMA MÉR
Bloggar | 24.4.2008 | 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
"Æ Rebbý, mig vantar svo eitthvað skran fyrir árshátíðina í kvöld"
Svona sakleysislega hljóðaði beiðni Vilmu um að ég kæmi með henni í Smáralindina að finna hálsmen við kjólinn sem hún var búin að redda sér fyrir kvöldið.
Klukkan var ekki orðin hádegi svo það var ákveðið að við myndum gera okkur þannig útlits að fólk þyrfti ekki að taka á sprettinn og flýja þegar það sæi okkur (sem sagt fara í sturtu, klæðast og greiða okkur) og svo kæmi hún hingað að sækja mig og við fengjum okkur hádegismat og svo kíkja í eins og eina búð til að finna "skran"
Núna er rétt klukkutími síðan ég kom heim úr þessum leiðangri og klukkan er hálf níu að kvöldi.
Vissulega byrjuðum við á að kíkja aðeins í búð en fundum ekki skran þar heldur rosalega fallegar ermar sem pössuðu rosalega vel við kjólinn sem hafði fengist að láni fyrir kvöldið.
Í þar næstu búð fundum við rosalega fallegt hálsmen og eyrnalokka og daman bara nokkuð hamingjusöm með afrakstur dagsins.
4 búðum síðar (af hverju þær urði fleiri veit ég ekki alveg) finnum við reyndar jakka til að vera í svona yfir öllu batteríinu og eftir aðeins meiri eftirgrennslan fannst þar rosalega flottur kjóll sem passaði við allt sem keypt hafði verið, nema hvað það þurfti auðvitað að kaupa öðruvísi undirföt við þennan kjól þar sem hann var öðruvísi flegin en sá sem fyrr hafði verið á dagskránni að nota.
Nú var ætt af stað að finna undirföt og það tókst eftir dágóða stund og smá herðatrés klúður.
Næst var það nýr ilmur
Svo var farið að leita að samkvæmisveski til að toppa nýja gallann.
Allavega klukkan að verða 5 var ætt út með nokkra poka yfir í vinnuna hennar því það átti eftir að prenta út og klippa til efni fyrir stóra kvöldið og auðvitað hafði Vilma tekið það að sér þar sem hún vissi að hún væri svo gott sem tilbúin til að mæta bara þegar hún vaknaði um morguninn.
Síðan var mér hent út úr bílnum á ferð fyrir utan heima hjá mér að ná í samkvæmisveskið (það hafði ekki fundist í Smáralindinni) hárlakk, froðu og ekki síst bílinn minn.
Kl rúmlega 6 náði daman að fara í sturtu, við taka til hárið á henni í sameiningu (já Vilma, ég tek sko heiðurinn af því að þú náðir þessu öllu) skellt upp andliti og svo drifið í fötin, setja upp "skranið" ganga frá nauðsynjunum í veskið og svo hlaupið út og gott ef hún kom ekki næst síðust á svæðið en engin smá pæja.
Ég sé hana fyrir mér hafa labbað inn eins og um royalty hafi verið að ræða þar sem allir hafa snúið sér við og blindast af óheyrilegri fegurð hennar.
Vona vinkona að kvöldið verði jafn skemmtilegt og dagurinn var
Ef ykkur vantar "personal shopping assistant" þá bara hafa samband .....
Bloggar | 19.4.2008 | 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Það hefur algjör hvíld átt sér stað í kvöld og bara besta mál.
Freyðibað, andlitsbað, plokkun, litun og svo aðeins að kíkja í tölvuna.
Þeir í sjónvarpinu hafa ruglast á dögum því í kvöld er rólegt og rómantískt á skífan tv sem hentaði mér vel en ég er ekki viss um að allir hafi verið til í þetta á þessu almenna djammkvöldi.
Á morgun á að halda áfram að gera eitthvað fyrir íbúðina, reyna að finna laus á svefnherbergisvandanum og jafnvel bara taka aðeins og rútta til hérna frammi til að breyta umhverfinu aðeins.
Jafnvel kíkja í geymsluna og sjá hvort það leynist kannski eitthvað í gömlu búslóðinni minni sem gæti hentað í herbergið núna. Fljótt að gleymast hvað er í kössum í geymslunni.
Vona að þið eigið góða helgi öll
Bloggar | 18.4.2008 | 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
"Skrifaðu niður símanúmerið þitt og netfangið" sagði unga konan við unga herrann um leið og hún rétti honum hluta af appelsínugulu servíettunni og penna með.
Það sem var kannski verst við þetta var að herrann var svo seinheppinn að sitja á borði með foreldrum sínum og vinum þeirra í fermingaveislu.
Held að þetta hafi verið hápunktur fermingaveislufaraldsins sem er nú yfirgenginn.
Mamman fór alveg í flækju og forðaði sér frá borðinu um stundarsakir til að leyfa syninum að jafna sig á þessari bón dömunnar, en ekki síður til að jafna sig á að sonurinn færi orðinn þetta gamall.
Voðalega vildi ég að maður hætti aldrei að vera svona frakkur/frökk
Skrapp áðan í smá leiðangur í Uniku, Gluggann og Rúmfó að reyna að fá hugmyndir um hvað ég ætla að gera næstu helgi til að gera svefnherberið ok en fékk enga köllun þar.
Ef ég væri ekki meyja þá myndi ég kannski bara taka mér pensil í hönd og mála texta upp á vegg hjá mér en þar sem ég veit hvernig ég skrifa þá læt ég ekki platast
Bloggar | 16.4.2008 | 18:25 (breytt kl. 18:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þegar ég flutti hér inn þá hannaði ég þetta líka fína munstur fyrir ofan rúmið mitt en fannst það eitthvað svo brjálað upp á síðkastið að á köflum held ég bara hreint út sagt að það hafi haldið fyrir mér vöku svo það var bara ekki að ganga lengur.
Ég fann mér voðalega fínann sand lit fyrir veggina mína.
Keypti mér líka gyllta málningu fyrir listana því málið var sko að mynda mér rómantískt en jafnfram voðalega afslappað herbergi.
Keypti voðalega fínar gylltar blómalengjur í IKEA sem voru planaðar upp frá náttborðunum upp fyrir hilluna sem geymir uppáhaldsbækurnar mínar.
Vá þvílíkt plan !!!
Raunin varð auðvitað önnur.
IKEA blómin festust ekki á málaða vegginn minn svo þau enduðu á svaladyrunum (sem er að drukkna í ofvexti blóma núna)
Gyllta málningin er græn þegar hún kemur á við og sem betur fer hafði ég aldrei þessu vant verið svo gáfuð að taka með mér svona hræbillega viðarmyndaramma sem ég byrjaði að mála og sjá hvernig gyllti liturinn kæmi út.
Sandliturinn er svo langt frá því að vera í raun litur að ég hef bara aldrei átt eins óspennandi herbergi á ævinni og í gær ætlaði ég bara ekki að sofna vegna leiðinda.
Næsta helgi verður tilraun 2 til að gera fínt inni í herbergi ...... verð að gera betur þá ....
Bloggar | 14.4.2008 | 21:34 (breytt kl. 21:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)