Lenti í smá árekstri í dag og þar sem ég sat og fyllti út tjónaskýrsluna þá fékk ég vægast sagt áfall.
Það er 3.JÚNÍ í dag .... voruð þið búin að gera ykkur grein fyrir þessu?
Eftir nokkra daga verður árið 2008 hálfnað og það er varla hafið !!!
Annars átti ég svo frábærann dag með stelpunum í bókhaldinu í gær (og reyndar fjármálastjóranum í lokin) að ég bara verð að þakka fyrir mig aftur stelpur mínar.
Við skruppum í smá letidag fyrst áramótauppgjörið var endanlega farið til endurskoðandans og ég rak þær allar til að slökkva á tölvunum sínum kl 14 og dreif þær út í bíla og svo var brunað í Nornabúðina að fá sér kaffi og köku og auðvitað lestur í bolla með.
Það var misjafnt hvað við fengum út úr bollunum, en aftur var mér bent á að ég ætti að kyssa froskana líka (ekki bara fallegu mennina) því þar gæti prinsinn minn leynst (alveg það sama og kom hjá spámiðlinum sem ég heimsótti fyrir ekki svo löngu).
En áður en ég finn hann þá bíður mín smá sumarrómans sem verður stuttur og endar í mikilli sátt svo núna bara bíð ég við dyrabjölluna mína eftir að sumarrómansinn dingli
Erfiðleikatímabilið í lífi mínu er ekki alveg búið víst, en eftir 5 snöggar sprengingar (hennar orðalag) innann nokkurra vikna þá er komið að endalokum erfiðleikanna og allt bjart eftir það.
Eftir Nornabúðina var skroppið í Smárann og horft á Sex and the city sem var bara snilld.
Verð reyndar að játa að ég hafði aldrei séð einn einasta þátt með þeim stöllum svo ég var að kynnast þessum yndislegu karakerum í fyrsta sinn, en sá þarna fullt af persónueinkennum frá mér og vinkonum og hafði bara mikið gaman af.
Að myndinni lokinni fórum við niður á Caruso þar sem bossinn beið okkar og þar var snæddur 3ja rétta málsverður með miklu og skemmtilegu spjalli sem margt hvert hefði sæmt sér vel í myndinni en annað voðalega siðsamt og enn annað hreint út sagt pólitískt
Ætla núna bara að leggjast með dópið mitt í sófann og horfa á mynd og sjá hvort ég jafni mig ekki bara á högginu mínu og býð því góða nótt ...
Bloggar | 3.6.2008 | 19:17 (breytt kl. 19:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Jæja nú kemur að smá skýrslu um síðustu viku ...
Á miðvikudagskvöldið þá fór ég á þetta líka fína matreiðslunámskeið í vinnunni þar sem okkur var kennt að elda lax, lúðu og kola svona líka glæsilega og ég bara verð að viðurkenna að ég mun hringja á næstu dögum í nokkra vini til að bjóða í mat svo ég geti leikið þetta eftir.
Sérstaklega sósugerðina, en ég hef aldrei búið til sósu nema pakkasósa sé, en þarna fékk ég það verkefni að búa til sósu með matnum og gekk svona líka vel
Á fimmtudag var farið eftir vinnu að heimsækja fyrrum vinnufélaga þar sem fyrirtækið átti 10 ára afmæli í þeirri mynd sem það starfar í dag.
Fullt af fínum veitingum, fínum skemmtiatriðum og ekki síst fullt af fínum fyrrum vinnufélögum sem var gaman að hitta aftur.
Það var reyndar ekki langt fram yfir kvöldmatinn sem ég stoppaði því mig langaði að komast heim og skoða hvort kæruleysisleg uppröðun í hillurnar mínar hefði kostað mig eitthvað eftir skjálftann en svo var sem betur fer ekki.
Eftir vinnu á föstudag var ég svo bara eirðarlaus að reyna að koma mér að verki hérna heima við að taka til þegar önnur jafn eirðarlaus vinkona hringdi og úr varð að ég sótti mér fullan bíl af fólki til að koma og sitja að spjalli og sötri og narti og dansi fram eftir kvöldi.
Þar sem við höfðum öll átt annasama viku og sumir áttu að mæta til vinnu daginn eftir var samsetunni bara slúttað rétt um miðnættið og það var líka bara fínt.
Eftir heilmikinn letidag og spjall við Jónu á laugardaginn var loksins komið að "stefnumótinu" okkar Gunna um kvöldið.
Daman var reyndar í seinasta lagi að taka sig til þar sem landsleikurinn í handbolta var að trufla hana, en engu að síður mættum við í okkar fínasta niður á Lækjarbrekku að fá okkur kvöldmat.
Mikið finnst mér þetta sjarmerandi hús og elska svona brak og bresti, en alveg jafnt og mér þykir þetta sjarmerandi þá finnst mér agalega leiðinlegt að hitta á að sitja þarna þegar stór hópur er að skemmta sér með söng og látum.
En við fengum góðan mat, sæmilegasta vín og auðvitað frábæran félagsskap frá hvort öðru svo við löbbuðum nokkuð sæl þaðan út og í leigubíl með 10mín stoppi reyndar inni á enska pöbbnum.
Niðurstaða helgarinnar er að Rebbý kann alveg ennþá að skemmta sér án þess að vera að fram undir morgun á balli eða í leigubílaröð.
Dagurinn í dag ætti svo að fara í þrifin sem voru á stefnuskránni á föstudag, nema tilkomi fleiri símtöl frá eirðaleysingjum .....
Bloggar | 1.6.2008 | 11:30 (breytt kl. 11:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Já nú er ég á kafi í síðustu launavinnslunni sem verður mín á pappír því næstu mánaðarmót verð ég bara nýjum launafulltrúa til halds og trausts - mikil hlakka ég til að hætta sem launafulltrúi en voðalega verður skrítið að vera ekki lengur í sambandi við alla vinnufélagana.
Með mér starfa um 230 manns og merkilegt nokk þá þykist ég geta fullyrt að ég þekki til ef ekki bara þekki vel um 190 af þessum einstaklingum þó við séum ekki öll starfandi í Reykjavík og nágrenni.
Hlakka líka mikið til að klára vinnudaginn á morgun því með mér vinnur meistarakokkur sem ætlar að halda smá matreiðslunámskeið í mötuneytinu okkar.
Nú læri ég kannski loksins að búa til góðan fisk, eða ég rétt vona að hann nái að koma einhverju inn í kollinn á mér því seint mun ég kallast öflug í eldhúsinu þó ég eldi nú alveg sæmilega ætan mat.
Svo á fimmtdag ætla ég að vera búin snemma að vinna (þ.e. klukkan 16:00) því þá er hátíð hjá fyrrum vinnuveitendum mínum og þangað ætla ég að skreppa og hitta vonandi sem flesta af gömlu vinunum .... á svo marga vini allstaðar að
Ætla að kalla þetta gott í kvöld - varð bara að láta vita af mér .....
Bloggar | 27.5.2008 | 23:01 (breytt kl. 23:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þetta er nú sennilega furðulegasta boð sem ég hef fengið ....
Skrapp í bæinn eftir Eurovision partyið í vinnunni og eftir að hafa ætt milli staða og staðið í biðröð eftir leigubíl í rúma 2 klukkutíma þá kom þetta "skemmtilega" boð.
Umræður urðu reyndar nokkrar um þetta þar sem ég þurfti að fá skýringu á hvað "little bit sex" væri þrátt fyrir að vera búin að afþakka pent Reyndi mikið að útskýra fyrir Færeyingnum að annaðhvort stundaði fólk kynlíf eða sleppti því, væri ekkert að stunda smá kynlíf eða hluta úr kynlífi eða hvað sem þetta átti að standa fyrir hjá honum .... útskýring fékst ekki.
En þetta var ekki það eina sem var öðruvísi þessa kvöldstundina enda virtist bærinn allur vera í sérkennilegum ham.
Einn rétti mér bíllyklana sína, símann og tóbakið og bað mig að passa þetta allt í vinstri hendinni meðan hann fengi að skoða á mér hægri höndina ....... gott og blessað þangað til ég áttaði mig á að hann vantaði nöglina á mér til að stinga úr tönnunum á sér
Svo var það Duran Duran aðdáandinn sem eftir nokkuð spjall við vildi byrja á föstu með mér en það væri einn galli á ráðhagnum því hann væri ekki vel vaxinn niður því hann hefði bara 10" vin (einn ekki alveg með tommumálin á hreinu) og það tæki ekki nema hálfa mínútu kynlífið hjá honum
Svo var það jafnaldrinn minn sem þoldi ekki kvenfólk og bölsótist yfir þessum óæðri persónum alveg þangað til hann vildi fá að kyssa mig
Já hún var sátt við að vera ein konan sem komst heim kl 7:30 í morgun fyrst þetta var rjóminn af úrvalinu og enn ánægðari þegar hún vaknaði kl 14 og dreif sig niður í vinnu að taka til eftir gleðina.
Núna er þreytan að byrja að hellast yfir aftur svo kvöldið verður tekið með ró um leið og Fylkisáhangendur fara á völlinn ..... vona í fyrsta sinn í sögunni að Fylkir vinni ekki svo þeir komi ekki að fagna fyrir utan hjá mér....
Bloggar | 25.5.2008 | 18:51 (breytt kl. 22:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vilma, ertu ekki laus í bíó í kvöld ......
Hvað annað dettur manni í hug þegar gestirnir klikka á að koma í heimsókn? Ómögulegt að slappa bara af heima á föstudagskvöldi svo við Vilma skelltum okkur á Indiana Jones kl 17:30 með hinum börnunum.
Harrison Ford klikkar ekki sem ævintýratöffari og gott ef hann er ekki bara betri en hann var í fyrstu 3 myndunum. Meira ætla ég ekki að segja um myndina svo ég skemmi ekkert fyrir mannskapnum, ég bara var svo viss um að hann höndlaði ekki hlutverkið að ég verð að láta hina vantrúuðu vita að hann er þræl flottur.
Að bíó loknu fórum við svo á kínverskan veitingastað að fá okkur að borða og byrjuðum voðalega ólmar að tjá okkur og svo eftir smá spjall þá varð eiginlega spjallið á næsta borði orðið meira spennandi.
Þar sátu eldri kona og maður og voru greinilega á stefnumóti (erum sko að tala um lögleg gamalmenni )
Konan ætlaði að reyna að tóra út þetta ár í vinnu en hann vildi endilega að hún hætti bara að vinna strax svo þau gætu farið að ferðast um heiminn í húsbíl.
"Í húsbíl" heyrðist í konunni alveg miður sín. Hún vildi greinilega bara þau þægindi sem hún var vön og vildi fljúga á áfangastað og finna þar hótel.
Eftir því sem leið meira á kvöldið voru þau þó búin að ná málamiðlun (enda þroskuð með eindæmum) .... hann myndi panta far handa þeim næsta föstudag til London þar sem hann ætlaði með hana á helstu sýningarnar og sýna henni borgina og í framhaldinu myndu þau skoða sér bíl með því loforði að aldrei yrði keyrt meira en 4 klukkutíma á dag (fannst það bara gott markmið hjá henni).
Lofa samt að við Vilma sátum ekki bara á hleri, þau voru bara svo sæt á stefnumótinu sínu að maður gat ekki annað en veitt þeim athygli inn á milli.
Eftir matinn skruppum við kellurnar svo aðeins á rúntinn niður Laugarvegin og kíktum líka aðeins til mömmu gömlu að kanna stemminguna fyrir morgundeginum og auðvitað beið kellan tilbúin við sjónvarpið (eða reyndar smá ýkjur það).
En núna er ég loksins komin heim og ekki seinna vænna því dagurinn byrjar kl 10 í fyrramálið og ég ætla að sofa út .....
Bloggar | 23.5.2008 | 23:28 (breytt kl. 23:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já auðvitað tókst Eurobandinu að komast áfram í úrslitin .... annað hefði verið skandall enda stóðu þau sig rosalega vel og lagið snilld.
Hlakka núna helmingi meira til laugardagskvöldsins en áður var og það hefði verið erfitt að standa á móti pólverjunum á morgun sem hefðu aldeilis leyft manni að heyra það ef bara þeir hefðu komust áfram en við ekki.
Ég stakk snemma af úr vinnu í dag og settist fyrir framan imbann með spólu og svaf á mínu græna þar til mamma gamla hringdi til að láta sækja sig og systur sína en þær höfðu skroppið með Rauðakrosskonum í dagsferð í Skálholt og átt fínan dag saman.
Þetta reddaði alveg vikunni minni og nú hlakka ég bara til að takast á við næstu daga.
Að launum fóru "stelpurnar" og buðu mér í kvöldmat og svo fórum við heim til mömmu að horfa á Eurovision og gott ef brósi hafði ekki bara gaman að líka þrátt fyrir að hafa ætíð haldið því fram að þessi keppni væri bara fyrir kellingar og homma ..... spurning hvorn hópinn hann vill þá núna bendla sig við....
Ég var nokkuð sátt við úrslitin samt í heildinni og lögin sem ég kaus mér í kvöld komust öll áfram, eða Ísland, Danmörk, Úkraína og Króatía.
Held reyndar bara að Danmörk eigi að lenda í öðru sæti á eftir okkur á laugardaginn
Bloggar | 22.5.2008 | 21:40 (breytt kl. 21:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hafið þið verið svo þreytt að þið bara getið ekki einu sinni kveikt á tölvunni?
Það er svo stutt í að mín þreyta sé orðin svona, enda búin að vera ógurleg keyrsla í vinnunni og einkalífinu síðasta hálfa árið eða svo og núna held ég bara að ég sé orðin batteríslaus.
Þegar ég kom heim úr vinnunni núna áðan náði ég ekki einu sinni alla leið inn í stofu til að setjast.
Frammi í anddyri tekur á móti mér stóll sem aldrei er notaður (nema undir farangurinn sem flýtur með manni inn og út) en í dag þá bara datt ég niður í hann og ætlaði ekki að komast upp úr honum aftur.
Var rétt fyrir heimförina að skoða dagatalið mitt og viti menn ég held að það séu svona 15 dagar út maí og júní sem er ekki búið að plana eitthvað skemmtilegt .... allt frá eurovisionheimsókn upp í matreiðslunámskeið, frá útilegu upp í matarboð og frá Lækjarbrekku upp í vinkonukvöld.
Það er ekki mikið eftir af þessari viku, en ég er í mat og eurovision á morgun, í matarboði á föstudagskvöldið, hádegismatarboði á laugardag og svo eurovisionkvöld og svo verður sofið og slappað af á sunnudag vonandi bara allan daginn.
Í næstu viku dett ég svo inn í síðustu launavinnsluna mína (svo bara kennsla eftir) sem kallar alltaf á aukavinnu og ég er með gesti á mánudagskvöld, jafnvel á leiðinni út að borða á þriðjudagskvöld, á matreiðslunámskeiði á miðvikudagskvöld og að hitta gamla vinnufélaga á fimmtudagskvöldinu, laus föstudagskvöldið en að fara út að borða á laugardagskvöldið. Aftur verður vonandi sunnudagur tekin í svefn og ró.
Hvar á ég að koma fyrir tíma til að hvílast af alvöru....
Bloggar | 21.5.2008 | 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Nú verður aldeilis horft á Eurovision næstu dagana .....
Ég er búin að bjóða Vilmu og syninum að koma til mín annað kvöld að horfa á stóra stóra 21" sjónvarpið mitt og leyfði þeim að velja hvað ég ætti að hafa í matinn .... pylsur var valið !!
Ekki erfitt að gera þeim til geðs
Þetta kvöldið ætla ég merkilegt nokk að halda með Póllandi.
Svo á fimmtudaginn fer ég að pikka múttuna mína upp úr ferðalagi og mun enda heima hjá henni að horfa á okkar fólk brillera.
Ætlast náttúrulega til að við komumst áfram þrátt fyrir að vera fyrst á sviðið.
Næstkomandi laugardagskvöld er nefnilega stefnan tekin á að horfa á aðalkeppnina með vinnufélögunum og þá væri skemmtilegast að hafa bæði Ísland og Pólland að keppa svo einhver verði með mér fyrir framan sjónvarpið að horfa en ekki allir úti að reykja.
Annars hef ég ekki heyrt mikið af lögunum því ég missti alveg af þáttunum hans Palla, en er alveg sammála honum um að franska lagið sé snilld
Bloggar | 19.5.2008 | 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nú er orðið langt síðan ég hef átt svona góðan sunnudagsmorgun.
Sit með appelsínusafann minn við stofugluggann og er að lesa nýjustu bloggin hjá bloggvinahópnum mínum og hef bara gaman af.
Voðalega hef ég nú samt saknað sumra ykkar, því það er svo misjafnt hvað ég hef gefið mér lítinn
tíma í að lesa færslurnar ykkar síðustu vikurnar.
Uppi í rúmi hjá mér steinsefur stjúpan mín og ég ætlaði bara ekki að tíma að fara framúr í morgun því það var svo gott að finna fyrir bröltinu í henni og heyra jamlið sem kom frá henni.
Hrafnhildur mín, þú verður bara að skamma mig í kvöld (eftir matinn samt - ætla að njóta hans) þegar þú áttar þig á að daman er bara ekkert þreytt og ekki til í að fara að sofa.
Rétt strax fara kirkjuklukkurnar að hringja og þá er spurning hvort daman vakni ekki. Það er ekki svo oft sem hún sefur hér um helgar að ég trúi ekki öðru en þær raski svefnró hennar.
Eigið góðan dag elsku vinir ....
Bloggar | 18.5.2008 | 10:41 (breytt kl. 10:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Helgin mín byrjaði með tónleikum hjá Jet Black Joe í höllinni þar sem Páll byrjaði á að taka nokkrar ballöður og endaði með svakalegu stuði frá þeim félögum þar sem þeir tóku slagarana sína hvern á fætur öðrum.
Aldrei samt upplifað það áður að sitja pen og hlusta á svona magnaða tónlist enda var bekkurinn langt frá því að vera kyrr því það iðuðu allir í sætunum og að lokum gafst mannskapurinn upp og fór að dansa.
Í morgun var svo bara farið á fætur seint og um síðir og svo skroppið í Egilshöllina að skemmta sér yfir óförum vinnufélaganna þar sem fjölskyldudagur í vinnunni byrjaði þar á skautaferð.
Merkilegt hvað þetta "gamla" fólk var enn klárt á skautunum
Þangað kom svo stjúpan mín til að eiga smá tíma með mér en þegar skautagleðinni var lokið þá var farið niður í vinnu þar sem tóku á móti okkur grillaðar pylsur og hoppukastalar og ég og hin börnin fylgdumst vel með þegar "fullorðnu" strákarnir útkljáðu sín mál í köstulunum.
Æðislegt að vinna með svona þroskuðu fólki !!
Eftir þessa gleði fórum við stjúpan út í búð að versla í matinn og buðum Jónu í mat til okkar og ætluðum svo að horfa á Nancy Drew en DVD tækið mitt er víst ekki alveg í lagi lengur (spurning Vilma hvort þú viljir ættleiða það) svo við enduðum á að kúra þétt saman og horfa á myndina í tölvunni og skemmtum okkur bara vel yfir henni.
Á morgun er svo bara stefnan tekin á rólegan dag með stjúpunni og enda svo í grillveislu heima hjá henni með mömmunni, móðursystur og frænku þar sem án efa verður mikið um skemmtilegt spjall.
Bloggar | 17.5.2008 | 23:35 (breytt kl. 23:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)