já nú getur stjúpan mín hlegið mikið að mér næst þegar hún kemur því hún hafði ekki trú á að ég héldi út heila viku netlaus, enda fáir meiri tölvusjúklingar en hún ... nema ef vera kynni ég.
Ég bara gat ekki annað en komið inn til að lesa um nýja baráttumálið hennar Vilmuog fyrst ég var að commenta þar þá sést að netlausa áheitið mitt er fokið.
Njótið lestrarins hjá henni .... ég skrái mig ekki með henni.
Athugasemdir
Ég á eftir að vinna þig á mitt band... pottþétt...
Vilma Kristín , 12.2.2009 kl. 22:23
... Með að vera netlaus?
Hmm...
Sko, ef þú þarft hjálp við að vera netlaus / tölvulaus, þá skal ég gjarnan geyma tölvuna þína fyrir þig. Jafnvel netið þitt líka, ef þú biður fallega.
Einar Indriðason, 13.2.2009 kl. 08:47
Úff, ég á leið í Hördígördí og verð ekki með net fimm daga vikunnar, góð afvötnun hafðu það gott um helgina elskið mitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2009 kl. 14:22
hafðu það gott Ásdís mín, vona að þú verðir ekki með mikil fráhvarfseinkenni (hiti, sviti og eirðarleysi)
Einar, ég legg ekki í aðra svona tilraun held ég, en sé samt að eitt og eitt kvöld án tölvunnar er bara "næs"
Vilma, þú kemur heldur inn á mitt band ......
Rebbý, 13.2.2009 kl. 17:39
Hmm.... leggja tölvunni úti á svölum svona við og við? Setur hana kannski á grillið, við vægan hita, svo hún frjósi ekki of mikið........
:-)
(Hvað maður segir ekki til að hjálpa vinum sínum!)
Einar Indriðason, 14.2.2009 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.