Ég var ótrúlega dugleg í gærkvöldi og eldaði handa hálfum heiminum, eða það fannst mér enda ekki vön að elda fyrir 6 fullorðna karlmenn sem taka vel til matar síns.
Annars er þetta hluti af kreppuráðinu mínu ... fer reglulega í mat til fjölskyldu og vina og tek svo bara einstaka sinnum upp spaða og pönnur og sé um að elda handa öllum sem vilja .... helv dýrt að elda endalaust fyrir einn. Mæli með að aðrir prufi ...
Í kvöld t.d. var ég svo sniðug að troða mér í mat til Vilmu, heimasætunnar og prinsins og hafði það bara gott í eldhúsinu að spjalla við Vilmu á hæsta meðan hún var að elda og vaska upp og almennt sinna heimilinu. Voðalega notaleg hlutskipti híhíhí
Í miðju spjallinu var ég svo vitlaus að segja Vilmu að ég hefði gefið fisk greyinu mínu að borða í gærkvöldi þegar ég var búin að slökkva á imbanum og ég hefði heyrði hann tyggja, þetta var svona eins og þegar maður borðar snakk .... krakks krakks krakks. Þetta kostaði mikil hlátrasköll og gott ef hún er búin að jafna sig þessi elska .... en hún tók af mér það loforð að nota þetta sem titil fyrir bloggfærslu kvöldsins.
Verð þó að segja þar sem ég næ ekki sambandi við hana í augnablikinu að hún er örugglega núna búin að slökkva á öllu heima hjá sér og komin við fiskabúrið að tékka á sínum.
Flokkur: Bloggar | 4.2.2009 | 21:56 (breytt kl. 21:59) | Facebook
Athugasemdir
Vá, þvílík ofurheyrn. Þú hefðir átt að vera á sjó í gamla daga, hefðir ekki þurft neina talstöð.
Helga Magnúsdóttir, 4.2.2009 kl. 22:09
hehehe - hefði átt að gera það og með bræðurna alla um borð - værum öll moldrík í dag - hehehe
Rebbý, 4.2.2009 kl. 22:11
Jebb, búin að sitja og mata fiskana... en það heyrist bara ekkert í þeim borða... bara ekkert...
Vilma Kristín , 4.2.2009 kl. 22:34
hlusta Vilma hlusta
í sumar heyri þú þá blómin kannski vaxa
Rebbý, 4.2.2009 kl. 22:52
Vilma... ef þú heyrir ekki í fiskunum, þá þarftu að endurtaka tilraunina. Og aftur... Og aftur... Og aftur... og... allt þar til þú heyrir fiskana jappla á fóðrinu sínu....
Einar Indriðason, 5.2.2009 kl. 00:49
... eða springa úr ofáti vegna spennunnar í þér
Rebbý, 5.2.2009 kl. 08:17
Ég heyri líka svona vel hafðu það sem best Rebbý mín
Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2009 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.