your problem is my problem ...

Það hefur nokkrum sinnum á mínu langa/stutta lífsskeiði verið reynt að kenna mér að fullkomnun er ekki til og ég þykist alltaf vera að læra þetta en kemst svo að því að svo er ekki ....

Einn góður vinur minn hefur þessa svakalegu þörf fyrir að redda öllu fyrir mig og dekstra við mig og svona taka svolítið stjórnina sem mér hefur fundist svakalega sjarmerandi því ég hef alltaf verið sú sem hugsa um allt og alla í kringum mig.

Um helgina fór þó svo að ég fékk nóg.

Við skruppum nokkrir vinir saman í bæinn eftir að hafa snætt saman og sötrað eitt eða tvö glös eftir matinn. 
Heima hafði hann passað að glasið mitt væri aldrei tómt, rétt mér símann minn þegar sms bárust, fært til stólana þegar ég fór að dansa og gott ef hann pússaði ekki skóna mína áður en við hentumst upp í leigubílinn.   Allt voðalega næs.
Þegar niður í bæ var komið fór hann á barinn og verslaði, passaði jakkann minn meðan ég dansaði, en dró svo vin okkur úr sætinu sínu þegar ég kom að borðinu svo ég gæti sest .... fyrstu mistökin hans.  
Þegar ég fór svo og kíkti hring á skemmtistaðnum að skoða hvort einhverjir aðrir vinir leyndust á svæðinu þá tók ég eftir því að hann rölti nokkrum skrefum fyrir aftan mig að passa upp á mig og mér fannst það frekar óþægileg tilfinning svo þegar ég sá hann gera slíkt hið sama þegar ég fór að dansa þá var mér nóg boðið og dró hann afsíðis til að ræða aðeins við kauða.

Ég er að passa að þú lendir ekki í vandræðum var afsökunin hans og það er hans hlutverk sem vinar míns að redda öllum mínum vanda ..... HALLÓ .... ég reyndi að segja honum að mín vandamál væru mín vandamál og móðgaði hann skelfilega með því en náði þó að lokum eftir dágóða stund og miklar rökfærslur að fá hann til að slaka aðeins á með því að ef upp kemur vandamál sem ég get ekki leyst þá muni ég hringja í hann og hann fái að vera bjargvætturinn minn.

Þarna er enn og aftur verið að sýna mér að hinn gullni millivegur er vandfundinn .... með því að leyfa honum að hugsa um mig af og til þá hef ég gefið honum stjórnina og gert hann að sjálfskipuðum bjargvætti mínum.

Best að halda þess vegna bara áfram að vera sjálfstæð einhleyp kona .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilma Kristín

Æ, er ekki bara notalegt að vera ósjálfstæð og treysta á annan svona eitt kvöld? He, he, he... annars finnst mér hann nokkuð hugrakkur að reyna að taka af þér stjórnina, prik fyrir hugrekki...

Vilma Kristín , 1.2.2009 kl. 11:29

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já hann fær prik fyrir hugrekki ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 1.2.2009 kl. 11:31

3 Smámynd: Rebbý

hey stelpur ... ekkert svona, ég er rólyndiskona sem læt alltaf vel að stjórn
veistu Vilma, þetta var næs meðan þetta var innan minna marka, en þú hafðir rétt fyrir þér að svona gaurar ganga alltaf of langt  þeir þykjast bara eiga mann að lokum.

Rebbý, 1.2.2009 kl. 11:38

4 Smámynd: Einar Indriðason

Ráddu hann sem lífvörð, settu  hann í jakkaföt (svört), með "talstöð" í eyrað, dökk sólgleraugu.  Og ég held að vandamálið leysist af sjálfu sér....

Einar Indriðason, 1.2.2009 kl. 11:43

5 Smámynd: Rebbý

úff - nei Einar - ég stæðist hann ekki þá og myndi missa allt sjálfstæði mitt

Rebbý, 1.2.2009 kl. 12:43

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Úff hvað ég skil þig. Þegar Stjáni kom í land eftir slysið fannst mér hann skipta sér allt of mikið af heimilislífinu sem ég og Úlli höfðum bara haft eftir eigin höfði. Svo vandist þetta en ég er ennþá með tendensa til að fá að ráða öllu sjálf. Það er nefnilega sagt að sjómannskonur séu einstæðar mæður með fjárhagslegt öryggi.

Helga Magnúsdóttir, 4.2.2009 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband