ABBA á spítti ...

... þetta var það eina sem Vilmu datt í hug þegar hún eftir miklar vangaveltur áttaði sig á því af hverju tónlistin sem var í bakgrunn helgarsagnanna minna hljómaði svona skringilega.

Ég sat semsagt í kvöld (eftir að Vilma hætti að horfa á ástina sína í sjónvarpinu) heima hjá Vilmu að ræða atburði helgarinnar sem voru nú margþættir þrátt fyrir rólega helgi.
ABBA var á fóninum og einhvernvegin hafði henni tekist að stilla tækið þannig að tónlistin var spiluð á tvöföldum hraða ..... þvílíkur trommuleikur.    Við verðum að prufa þetta næstu helgi með MIKA á fóninum í samkvæminu okkar sagði hún og dó úr hlátri við tilhugsunina.

En annars var helgin bara hin rólegasta hjá mér enda skrapp ég bara út að borða á föstudagskvöldið með Helgu pæju, skruppum svo bara í smá spjall á eftir og komnar heim til okkar fyrir miðnættið.  
Fór svo á smá flakk á laugardagsmorgun, tók smá til í íbúðinni og fór svo í lokaátak skilnaðarins þar sem x-ið kom og tók loksins sinn hluta af dótinu okkar og mikið rosalega slapp ég vel þar Happy
Um kvöldið fór ég svo bara ein á rúntinn og horfði á flugeldasýninguna úr Gufunesinu og kíkti svo bara á spólu eftir það, kúrandi upp í sófa undir teppi því það er sko alveg að detta inn svona kúrstemming í kvöldmyrkrinu.
Í morgun var svo farið snemma á fætur að horfa á úrslitaleikinn heima hjá Sigrúnu og gladdi ég hana með nýbökuðu bakkelsi en það dugði ekki til.   Til hamingju samt Íslendingar með silfrið !!!  Svo var kíkt aðeins í rúmið á ný og svo bara farið í hina fínustu afmælisveislu hjá stjúpunni minni þar sem mér og múttu var boðið með allri móðurfjölskyldunni hennar í stórglæsilega grillveislu.  
TAKK FYRIR MIG OG GRÆNMETIÐ Hrafnhildur mín  -  elska þetta salat Grin

Næstu vikuna er stefnan bara tekin áfram á rólegheit og slæpingsskap alveg fram á föstudagskvöld ef ekkert kemur uppá til að stoppa okkur Vilmu, Gunna og Möttu af við að kíkja aðeins út á lífið og taka 3-4 dansspor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilma Kristín

Sko Abba á spítti rokkar feitt! Eða hratt allavega... ég er alveg heilluð af þessum óvætna fídus á nýju græjunum! Geggjað að geta spilað á tvöföldum hraða... sé ekki að ég muni nokkru sinni spila Abba aftur á venjulegum hraða... prófaði áðan og þau eru bara ferlega þunglamaleg og fúl svoleiðis! Áfram Abba! Meira spítt! (þvílíkt dansstuð hjá mér og heimasætunni núna!)

Vilma Kristín , 25.8.2008 kl. 00:31

2 Smámynd: Rebbý

hættu að dansa og komdu þér í svefninn kona góð ... verður að vera hress á morgun ef við ætlum í umrædda innkaupaferð

Rebbý, 25.8.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband