Var að rifja upp lesningu úr einhverju tímariti á hárgreiðslustofu núna í kvöld þegar við Vilma vorum búnar að horfa á 2 rómantískar bullmyndir þar sem okkur fannst við sjá að við værum ekki nægilega frakkar eða bilaðar til að geta staðið í því að finna okkur maka á ný.
Punktarnir sem sátu eftir í kollinum á mér eftir lesninguna voru að ef kona er einhleyp þá er það vegna þess að hún vill það sjálf - það þarf hugrekki til að elska - einhleypar konur hafa hafnað sjálfum sér.
Sumt af þessu get ég alveg keypt en er ég að velja að vera ein .... já, að vissu leiti þó það sé bæði erfitt að játa það og erfitt að trúa því (veit meira að segja að ekki allir trúa þessum orðum mínum)
Vil þó halda því fram að ef næsti Mr.Right kæmi í líf mitt þá myndi ég hlaupa til (og einhver ykkar trúa því að ég sé búin að leita endalaust að honum með stefnumótum mínum).
Vissulega þarf hugrekki til að elska og það hugrekki er ekki til í mér eins og er og þess vegna leik ég mér að því að vera í samskiptum við menn sem ég veit að yrði aldrei nein alvara úr .... fínt að þurfa ekki að leggja hjartað að veði.
Ég daðra auðvitað ennþá daginn inn og daginn út, en er líka bara "teaser" sem læt mig hverfa um leið og einhver áhugi virðist vera að kvikna og vel úr menn sem ég veit að myndu aldrei "henta" mér.
En er ég búin að hafna sjálfri mér?
Þetta er of flókið fyrir mig að svara hér og nú en finnst þetta samt skemmtileg spurning til að skilja eftir hérna úti í nóttinni ......
Athugasemdir
Aðeins of djúp pæling fyrir mig!
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 2.8.2008 kl. 01:35
Góð pæling! Það skemmtilega við hana er að ég var að velta þessu fyrir mér í kvöld........ Veit ekki svarið - ekki enn.......
Eigðu góða helgi ljúfust
Hrönn Sigurðardóttir, 2.8.2008 kl. 02:06
Mikil pæling í gangi. Það er örugglega nokkuð til í þessu, maður hafnar sjálfum sér, ein veistu það breytist þegar mister right birtist, þá breytist sko allt. Ekki biða eftir neinu, láttu bíða eftir þér. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2008 kl. 13:09
Ég veit ekki með þetta að hafna sjálfum sér. En eins og þú lýsir sjálfri þér ertu greinilega hrædd við höfnun (svo ég leiki nú sálfræðing hérna). Velur þér menn sem þú getur orðið fyrri til að hafna. Spurning hvort þú viljir eyða tímanum í þetta. En svo á hinn bóginn þarf maður að geta skemmt sér. Segi því bara: njóttu á meðan þú nýtur.
Jóna Á. Gísladóttir, 2.8.2008 kl. 15:45
Æ erum við ekki flestar í þessum pakka? Um leið og maður hittir mann sem er álitlegur sér maður undir iljarnar á honum ............sem kannski segir manni að þeir eru að gera það sama??
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.